Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 29

Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 29
borgun í staðinn. Tekjujöfnun- aráhrif þessara breytinga voru því veruleg og hafa reynst vel að flestu leyti. Rétt er að benda á að með þessari tilhögun var nánast verið að útfæra svo- nefndan „neikvæðan tekju- skatt“ eða „skattafsláttarkerfi", þar sem ónýttur persónuafslátt- ur gengur til greiðslu annars gjalds, þ. e. útsvars, auk þess sem þær eftirstöðvar, sem þá eru eftir hjá lífeyrisþegum, eru greiddar út sem hærri tekju- trygging. Veigamikill liður fyrirhug- aðra breytinga á næstunni er að útvíkka afsláttarhugmynd- ina enn frekar. í sjálfu sér er ekki um annað að ræða, ef álagning útsvars og tekjuskatts á áfram að verða sitt í hvoru lagi. Er ekki ólíklegt að síðar meir verði álagning þessara gjalda alveg sameinuð og sveit- arfélögin fái ákveðið hlutfall skattteknanna. En sé um sinn reiknað með gildandi tilhögun að þessu leyti er unnt með af- sláttunum að koma í veg fyrir að ívilnanirnar komi misjafn- lega við sveitarfélögin með því að láta afslættina koma til frá- dráttar tekjuskattinum ein- göngu, þ. e. hluta ríkissjóðs. Einnig hafa afslættirnir þann líost, að ívilnunin verður óháð því, hvaða tekjur viðkomandi hefur, þ. e. ekki skiptir máli í hvoru skattþrepinu hann er (20% eða 40%), og hefur því tekjujöfnun í för með sér. • Skattlagning hjóna Ekki hefur verið minnst á 50% frádrátt vegna tekna eig- inkonu í gildandi lögum, ein- faldlega vegna þess að gert er ráð fyrir að fella hann niður og gera þar með álagningarregl- ur óháðar því hvernig hjón skipta með sér verkum. Sömu- leiðis er ekki lengur þörf fyrir sérreglu um tekjur konu af at- vinnurekstri hjóna. Niðurfell- ing þessa frádráttar hefði í för með sér verulega íþyngingu skattbyrði hjá útivinnandi hjón- um, ef ekki kæmi annað til. Á móti þessu vegur, að tekin yrðu um tekjuhelmingaskipti hjóna til útreiknings á tekjuskatti og fyrirhugað er að veita afslátt frá skatti í hlutfalli við úti- vinnu hjóna umfram 12 mán- uði, annars vegar óháð barna- fjölda, en hins vegar í hlutfalli við barnafjölda og kæmi sá af- sláttur sem viðbót við barna- bætur. Tekjuhelmingaskiptin þýða, að hvort hjóna fengi skattstiga einhleypings, þ. e. 20% þrepið teygðist upp í 1500 þús. kr. í stað 1082 þús. kr. við álagningu 1976. Hjón, sem bæði vinna úti allt árið og hafa tvö börn á framfæri, fengju auk þess um tvöfaldan persónuaf- slátt einhleypings í stað hálfs- annars nú. Það yrðu því aðeins tekjuhæstu útivinnandi konur, sem findu til íþyngingar í skatti við hina breyttu tilhögun. Þess má geta til fróðleiks að telijuhelmingaskipti hjóna gilda í Bandaríkjunum og Vestur- Þýskalandi — og það sam- kvæmt haestaréttardómi í síðar- nefnda landinu. # Húsnæði og vextir Einhverjir munu sakna við- halds- og fasteignagjalda, en á þessa liði hefur ekki verið minnst né heldur eigin húsa- leigu. f reynd hafa þessir liðir vegið nokkurn veginn salt, þannig að ekki hefur skipt meg- inmáli fyrir framteljanda hvort þeir væru með eða ekki yfir lengri tíma litið. En umrædd gjöld eru fyrirferðarmikil hjá skattstofum, bæði vegna fjölda tilvika og nær ógernings að skera úr um hvort um raun- verulegt viðhald eða endurbæt- ur sé að ræða. Fyrirhugað er að fella umrædda húsnæðisliði niður bæði teknamegin og gjaldamegin. Sem kunnugt er hefur verið hringl með við- haldskostnaðinn. Hann hefur ýmist verið sem hlutfallstala af fasteignamati eða samkvæmt reikningi. Síðari tilhögunin, sem gilti við álagningu í ár, hefur ekki gefið þá raun varð- andi betra framtal viðhalds- vinnu, sem vænst var og kær- um til skattyfirvalda mun stór- fjölga. Einnig má á það benda að sú ívilnun, sem veitt er í skatti vegna viðhalds (ef íviln- un skal kalla, þar sem eigin húsaleiga kemur á móti) kem- ur á röngu ári, því að hún fæst ekki fyrr en árið eftir. Einnig eykst viðhaldskostnaður með aldri húsnæðis og vaxta- gjöld eru meiri meðan það er nýtt og verið er að eignast það. Vaxtagjöld yrðu áfram að fullu frádráttarbær og þau væru far- in að minnka þegar viðhald eykst. Auk þess mætti telja þennan kostnað hluta einka- neyslunnar. Að minnsta kosti er bágt að sjá, að ekki mætti færa sömu rök fyrir viðgerðar- kostnaði bíla og fasteigna. Síð- ast en ekki sízt er vart unnt að finna betri leið til einföldunar á álagningu tekjuskatts á ein- staklingum en einmitt af þessu tagi. Um vextina er það helst að segja, að gert er ráð fyrir að allir fái tiltekinn vaxtagjalda- afslátt. Með þessu móti er unnt að einfalda framtal skulda og vaxta hjá meirihluta framtelj- enda, auk þess sem nokkurs réttlætis er gætt gagnvart þeim sem búa í leiguhúsnæði og fá leiguna ekki frádráttarbæra frá tekjum til skatts, þar sem þeir mundu einnig fá þennan afslátt. Geti menn sýnt fram á hærri vaxtagjöld en lágmarksafslætti nemur verða þeir að tíunda þau skilmerkilega og fá afslátt frá skatti í tilteknu hlutfalli. # Að vilja „Stjórnmál ganga fyrir vilja“ er haft eftir þekktum stjórn- málamanni á Norðurlöndum. Skattarnir koma við hvern og einn og hagsmunir hljóta að vera margvíslegir og skoðanir skiptar. Þess vegna er erfitt fyrir stjórnmálamenn að finna samnefnara fyrir almennings- álitið í þessum efnum. Sérstak- lega mun reyna á, hvort þeir vilja sýna í verki að þeir vilji vinna til þeirrar einföldunar, sem svo mikið hefur verið tal- að um að undanförnu. FV 11 1976 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.