Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 31

Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 31
Líkleg þróun bankaeftirlits hér á landi Eftir Ólaf Orrason, viöskiptafræðing Bankaeftirlitsstarfsemi á ís- landi er í sífelldri mótun. Hér á eftir verðux bent á nokkur at- riði, sem hljóta að koma til kasta bankaeftirlitsins í náinni framtíð, en benda má á það, að setja þarf fullkomnari löggjöf um bankaeftirlit á íslandi, lög- gjöf, sem færir eftirlitinu meiri völd til að gera þær ráðstafan- ir, sem það telur nauðsynlegar í hvert skipti. Hér á eftir fer útdráttur úr prófritgerð Ólafs Orrasonar, viðskipt^fræðings í H.Í., sem hann skrifar um opinbert eftir- lit með rekstri innlánsstofnana á íslandi, en með innlánsstofn- unum er átt við viðskiptabanka, sparisjóði, innlánadeildir sam- vinnufélaga og Söfnunarsjóð íslands. í þessari grein verður aðallega fjallað um líklega þró- un bankaeftirlits hér á landi. Bankaeftirlit hefur sam- kvæmt gildandi lögum vald til að stöðva re'kstur sparisjóðs, ef rekstur sjóðsins er ótryggur að mati þess. Gagnvart bönkunum hefur banJkaeftirlitið hins veg- ar ekkert slíkt vald, en ef mis- ferli á sér stað ber að tilkynna það ráðherra. Til þess að sterkt bankaeftir- lit sé starfandi hérlendis hlýtur það að þurfa að hafa ský.rari og ákveðnari völd en nú er, til að stöðva rekstur innlánsstofnun- ar þegar í óefni er komið, þann- ig að tími vinnist til að endur- skipuleggja reksturinin, eða hvort endanlega verður að leggja stofnunina niður og gera upp skuldir. Einnig er ljóst, að þörf er á lagaheimildum, sem gera bankaeftirlitinu það kleift að knýja fram þær aðgerðir, sem það kann að telja óhjá- kvæmilegar til að koma rekstri innlánsstofnunar á réttan kjöl, þegar vandamálin eru þó ekki orðini það erfið viðfangs að til lokunar þurfi að koma. Vissu- lega er hér um mjög vandmeð- farin mál að ræða, en horfast verður í augu við þau, þegar lög og reglur um bankaeftirlit koma næst til endurskoðunar. Með því að bankaeftirlitið hefði meiri völd með framan- skráðum hætti væri hag inn- stæðueigenda enn betur borgið en nú er og í ýtnsum tilvikum yrði unht að stöðva óheillavæn- lega þróun áður en í hreint ó- efni væri komið. Oft heyrast raddir um það, þegar illa horf- ir hjá banka eða sparisjóði að bankaeftirlitið hefði fyrir löngu átt að vera búið að grípa í taumana. Það hefði líka án efa gert það í mörgum tilvikum, en hefur skort vald til þess. TR Y GGING ARS JÓÐUR SPARISJÓÐA Rétt er að minnast hér á lög- gjafaratriði, sem varðar mjög framtíðarstarf bankaeftirlits- ins, en það er hugsanleg stofn- un sameiginlegs tryggingar- sjóðs fyrir sparisjóðina og ef til vill einnig fyrir hlutafélags- banka. Sá tryggingarsjóður, sem nú er starfandi fyrir spari- sjóðina er ekki tryggingarsjóð- ur í réttri merkingu þess orðs. Raunverulegur tryggingarsjóð- ur sparisjóðanna ætti m.a. að hafa eftirfarandi hlutverk: a) Tryggja full skil á innláns- fé við endurskipulagningu eða slit sparisjóðs. b) Veita sparisjóðum aðstoð á annan hátt og stuðla al- mennt að eflingu sparisjóðs- starfsemi í landinu. í þessu skyni ætti stjórn trygging- arsjóðs að vera heimilt að: 1. Veita sparisjóði lán eða yfirtaka vissar eignir sparisjóðs. 2. Ganga í ábyrgð fyrir sparisjóð, en samkvæmt núgildandi lögum er sparisjóði bannað að ganga í ábyrgðir fyrir aðra aðila. í þeim sparisjóðalögum, sem áætlað er að leggja fyrir Al- þingi, er einmitt gert ráð fyrir slíkum tryggingarsjóði spari- sjóða og er gert ráð fyrir að framlög sparisjóðanna til tryggingarsjóðs verði í uppihafi 0,3%c af heildarinnlánsfé spari- sjóðanna. Áætlað er að for- stöðumaður bankaeftirlits eigi fast sæti í stjó.rn tryggingar- sjóðs og hefur stjómdn heimild til að rannsaka eða láta rann- saka allt, sem varðar rekstur og efnahag sparisjóðanna, þar með talin framkvæmd endur- skoðunar. Getur stjórn trygg- ingarsjóðs í þessu sambandi krafist hvers konar upplýsinga frá sparisjóðunum. Ef tryggingarsjóður verður settur á stofn fyrir bæði spari- sjóði og hlutafélagsbanka felst í því mikið öryggi fyrir inn- stæðueigendur hjá hverri stofn- un um sig og slíkt getur vissu- lega /haft töluverð áhrif á starfssvið og starfshætti banka- eftirlitsins. AUKIN ENDURSKOÐUN HJÁ INNLÁNSSTOFNUNUM Yfirleitt hafa innlánsstofnan- irnar tekið endurskoðun banka- eftirlitsins mjög vel og óskir hafa komið fram hjá sumum þeirra að bankaeftirlitið taki að sér endurskoðun 'hjá þeim. Sér- staklega hefur þetta komið í ljós eftir að bankaeftirlitið sannaði gildi sitt í banka ein- um hér í borg eins og komið hefur fram í fréttum. Ljóst er að bankaeftirlitið getur aldrei tekið að sér endur- skoðunarframkvæmd hjá inn- lánsstofnunum. Eitt meginverk- efni bankaeftirlitsins á næstu árum hlýtur að vera að beita FV 11 1976 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.