Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 45
Flestar verslanir í Reykjavík hafa á boðstólum SS vörur. Hér er
verið að pakka pylsum sem síðan eru keyrðar út í verslanir útum
alla borg.
tæmdum umlbúðum, ýmsar teg-
undir af pylsum, litaðar og ólit-
aðar, grillpytsur, medister-
pylsur, kokkteilpylsur, miðdags-
pylsur og einnig kjötbúðingur,
bæði reyktur og með grænmeti.
Þar e.ru auk þess framleidd
bjúgu, kinda-, brossa- og kálfa-
bjúgu, kjötfars, saltkjötfars,
hamborgarar, bæði frystir og
ferskir svo og frystir grísa- og
kálfabautar tilbúnir á pönnuna.
Hjá SS er einnig framleidd
lifrarkæfa og smurálegg svo
sem tepylsa og hamborgara-
pylsa og ýmsar aðrar vöruteg-
undir.
Allt frá því að SS tók til
starfa hefur það haft slátursölu
á hverju hausti, ennfremur er
nýtt soðið slátur keyrt út í
verslanir á hverjum degi. Sú
nýjung var tekin upp í haust að
hraðfrysta slátur, sem pakkað
er í lofttæmdum neytendaum-
búðir og selt í verslunum.
Daglega er hakkað mikið
magn af kinda- nauta- og svína-
kjöti, sem síðan er hraðf.ryst
eða flutt ferskt í verslanir.
Varla er sú verslun á Stór-
Reykjavikursvæðinu, sem ekki
hefur SS vörur á boðstólum.
en einnig eru seldar SS vörur
í Vestmannaeyjum og úti á
landsbyggðinni m.a. á Akur-
eyri.
BYRJAÐIR AÐ UNDIRBÚA
JÓLAMATINN
SS selur einnig kjöt í heilum
skrokkum og niðurskorið.
Bestu vöðvarnir í nautgripa-
kjötinu eru settir í loftþéttar
umbúðir og látið meirna við 4
stiga hita í 10—12 daga og kjöt-
ið síðan notað í roast-beef og
aðrar fínar steikur.
Þegar sláturtíð lauk var far-
ið að undirbúa jólavertíðina.
SS hefur tvo stóra tölvustý.rða
reykofna, sem heitreykja og
kaldreykja kjöt og ýmsar unn-
ar kjötvörur. Fyrir jólin verður
mikið reykt af hangikjöti og
svínakjöti, en/ þessi matur hef-
ur löngum verði vinsæll á jól-
unum.
Á síðustu tveimur til þrem-
ur árum hefur mikið fé verið
lagt í nýjar vélar og tæki hjá
Sláturfélaginu við Skúlagötu
og miklar endurbætur hafa ver-
ið gerðar á húsakynnum. Slát-
urfélagið rekur einnig rann-
sóknarstofu, þar sem fram fara
gerlarannsóknir og þ.róun vöru
og fylgst er með samsetningu
hennar og geymsluþoli. Dag-
lega eru tekin sýni af fram-
leiðslunni og auk þess eru tekn-
ar stikkprufur af vörunum í
verslunum. 5 bílar aka SS vör-
um daglega í verslanir í
Reykj avík.
Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkurborgar:
Aðkallandi að
endurskoða lög
um eftirlit með
framleiðslu og
sölu neyzluvara
- segir Þórhallur Hall-
dórsson frkvst.
Hlutverk Heilbrigðiseftirlits-
ins í Rpykjavík varðandi eftir-
Iit með matvælum er að fylgj-
ast með, eftir því sem við verð-
ur komið, að ákvæði gildandi
laga og reglugerða er varða
geymslu, framleiðslu og dreif-
ingu neysluvara í Reykjavík sé
í heiðri höfð.
Þónhallur Halldórsson er
framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
eftirlits Reykjavíkurborgar og
við hann ræddi F.V. m.a. um
eftirlit með framleiðslu neyslu-
vara, matareitranir og úrbætur
í þessum efnum.
— Hvemig er eftirliti með
framleiðslu neysluvara háttað?
— Fjórir heilbrigðisfulltrúar
annast eftirlitið en auk mat-
vælaeftirlits vinna þeir marg-
vísleg önnur störf, s.s. eftlrlit
með ýmsum heilbrigðis- og
þjónustustofnuinum, umhverfis-
eftirlit o.fl.
í mjög .stuttu máli má segja,
að eftirlitið skiptist aðallega í
nokkra meginþætti eða flokka.
Heila grein mætti skrifa um
hvern flokk fyrir sig, en hér
verður látið nægja að nefna
nokkur helstu atriði hvers
þáttar.
I. Hráefni: Skoða þarf og
ganga úr skugga um það,
hvort kjöt er dýralæknis-
skoðað og merkt lögum
samkvæmt. Ennfremur er
nauðsynlegt að fylgjast vel
með öllu útliti hráefnis og
ásigkomulagi öllu.
II. Geymslu-, vinnslu-, dreif-
ingar- og sölustig vörunn-
FV 11 1976
43