Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 15

Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 15
Almannasamtök í Bandaríkjunum: Hóta að sniðganga vörur, sem auglýstar eru í glæpaþáttum sjónvarpsstöðva Getur haft áhrif á gerð sjónvarpsefnis í janúannánuði sýndi bandaríska sjónvarpsstöðin NBC þriggja klukkustunda langa dagskrá, sein bar heitið „Ofbeldi í Bandaríkjunum“. í henni var brugðið upp myndum af moiðtilræðum, raun- verulegum myndum af drápum, fórnarlömbum nauðgara og misþyrmdum börnum. Ofbeldisverkum af þessu tagi hefur fjölgað um 250% í Bandaríkjunum síðan 1960 eins og fram kemur í dagskránni og ráðið gegn þessari óheillaþróun er sagt vera að sýna færri glæpaþætti í sjónvarpinu. Þessi hugmynd um að for- dæma glæpaþætti með sýningu á glæpaverkum er engin ný- lunda í heimi sjónvarpsins, svo þversagnakenndur sem hann er. Hið óvenjulega er hins veg- ar, að á sama tíma og gagnrýn- isöflin mótmæla stuðningi aug- lýsenda við glæpaþættina í sjónvarpinu, reyndist NCB harla erfitt að finna auglýsend- ur til að fjármagna gerð þess- arar glæpadagskrár. Það þurfti reyindar að fresta útsendingu dagskrárinnar um tvo daga og bjóða auglýsendum lægri taxta áður en finna mætti nægan stuðning við dagskrár- gerðina. Það þykir ljóst, að ýmsir hugsanlegir auglýsendu.r hafi verið tregir til vegna þeirrar baráttu gegn ofbeldi í sjónvarpi, sem nú stendur yfir vestan hafs. Mjög skipt- ar skoðanir eru um flokkun þátta með tilliti til of- bcldisatriða, sem sýnd eru. Svokallaðir skenunti- þættir geta farið upp yfir lögreglu- þætti í því efni. ÝMSIR MÓTMÆLA Meðal þeirra, sem beita sér fyrir mótmæium gegn glæpa- þáttum eru: • Landssamtök foreldra skóla- barna, sem hafa á að s-kipa 6,5 millj. félaga. Samtökin hafa látið fara fram opin- berar yfirheyrstur í sam- bandi við áætlun sína um að draga úr sýningu ofbeldis- verka í sjónvarpi. Sums staðar hafa 50 vitni verið yfirheyrð og ætlunin er að halda yfirheyrslum áfram í öllum helztu borgum Banda- ríkjanna. • Félag sjónvarps- og útvarps- áhugamanna, sem nýlega fékk 25 þús. dollara fram- lag frá Læknafelagi Banda- ríkjanna til starfsemi sinnar. Félagið hyggst vinna að sið- bót á þessu sviði og hefur birt lista yfir sjónvarps- FV; 2 1977 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.