Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 17

Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 17
einn sf „ofbeldissinnuðu aug- lýsendunum.“ Forstjóri auglýsingastofu, sem gerði auglýsingaáætlun fyrir Jell-O frá General Foods árið 1959, en hún hafði að for- sögn að koma hvergi nálægt glæpamyndunum, telur að brátt muni mesta púðrið úr þeirri stemningu, sem fyrir þessum málum er nú hjá almenningi. „Það hafa svo mörg fyrirtæki heyrt neytendurna segja fyrr og síðar: „Burt með allt kyn- svallið og blóðsúthellingarnar“, segir hann. ÁRÓÐUR KEPPINAUTA Hjá Frank M. Smith, tals- manni CBS, kemur fram sú skoðun, að samkeppnissjón- armið dagblaða og tímarita ráði einhverju af árásum þess- ara fjölmiðla á sjónvarpið og eins pólitísk sjónarmið af hálfu sumra annarra gagnrýnenda. Aðstoðarforstjóri auglýsinga- deildar NBC-sjónvarpsstöðv- anna segir, að ekki séu nema örfá dæmi um að sjónvarps- stöðvar hafi beðið fjárhagsleg- an skaða vegna þessarar hreyf" ingar og það vegna þess að aug- lýsendur hættu á síðustu stundu við að verja fjármagni til sýninga á þáttum af því að þeir voru feimnir við byssu- leikina og töldu að þættirnir sýndu of mikið ofbeldi. „Venju- lega er hægt að selja öðrum auglýsingatímann, en það verð- ur að gera það fljótt og á lægra verði af því að viðskiptavimur- inn veit að við erum í vand- ræðum“, segir hann. „Oft eru ákvarðanir um aug- lýsingar í sjónvarpi teknar með aðstoð tölvu á þann veg að hún upplýsir hve margir horfi á viðkomandi dagskrárefni og hvort áhorfendaskarinn sé sam- ansettur á þamn veg, sem aug- lýsandinn óskar. Tölvan getur ekki dregið skýra línu milli of- beldis, of mikils ofbeldis og bullandi ofbeldis. En allt bend- ir til þess að fleiri mannverur séu farnar að glíma við skil- greininguna, bæði 'hjá sjón- varpsstöðvunum, auglýsinga- stofunum og auglýsendunum. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert.“ <1 áwíftogdreir Reiknað er með að hagnaður útvarps- og sjón- varpsstöðvanna ABC, CBS og NBC í Bandaríkjun- um á sl. ári verði umtalsverður en í fyrra voru öll met slegin. Eftirspurn eftir sjónvarpsauglýsinguin fer vaxamdi en í heild eru þær háðar ströngum tímatakmörkunum. Auglýsingagjöld hafa hækkað um 15—20% á milli ára. Talið er að þessi fjölmiðl- unarfyrirtæki hafi hagnazt um 224 milljónir dollara í fyrra en það er 35,4% meira en 1975. Viðskipti Sovétríkjanna við umheiminn munu í framtíðinni fara að miklu leyti fram í nýr.ri bygg- ingu, sem verið er að reisa í Moskvu, Alþjóðavið- skiptamiðstöðinni. Þar verða skrifstofur 200 fyrir- tækja, tvö hótel, verzlanir, skemmtistaðir og funda- salir. Bandarisk fyrirtæki hafa selt tæki iyrir 60 milijónir dollara i þessa nýju byggingu. Frumteikn- ingar voru gerðar 1973. Flestir kaupsýslumenn af Vesturlöndum verða að vinna á hótelherbergjum sínum í Moskvu og mjög erfitt er að finna skrif- stofuhúsnæði þar. aIIs munu t.d. 22 bandarisk fyr- irtæki halda uppi starfsemi i Moskvu. Nýja við- skiptamiðstöðin mun auðvelda þeim störfin. — • — Útlitið er mjög ólíkt hjá tveim helztu framleið- endum dýrra bíla í Evrópu. Hjá Mercedes Benz rík- ir bjartsýni og er ráðgert að smíða 400 þús. bíla á þessu ári. Framleiðslan í fyrra var 375 þús. bílar sem var 17% aukning frá fyrra ári. Hljóöið er ann- að í forráðamönnum Volvo í Gautaborg. Einn þriðji af afkastagetu verksmiðjanna er ekki nýttur og á fyrra helmingi ársins er fyrirhugað að draga enn úr framleiðslunni í Svíþjóð. Frestað hefur verið áform- um um að hefja bílaframleiðslu í nýrri verksmiðju, sem stendur næstum fullgerð í Chesapeake í Virgin- íu í Bandaríkjunum. Sala Volvo árið 1976 var miklu minni en spáð hafði verið. — • — Vöruútflutningur Norðmanna árið 1976 nam um 41 milljarði norskra króna og er það 81,3% aukn- ing miðað við árið á undan. Ef olía, skip og olíu- borpallar e,ru undanskilin nemur aukningin 12,5% að íheildarupphæð 30 milljarðar. Olíuútflutningur- inn nemur 7 milljörðum króna eða um 17% af heildarútflutningi Norðmanna. Þessi tala hækkar á yfirstandandi ári og síðar, þegar Statfjordolíulinda- svæðið verður tekið í notkun. — • — Alþjóðleg matvælasýning verður haldin í Bella Center í Kaupmannahöfn dagana 29. marz til 3. apríl. Nefnist hún „Food Fair 77“ og er ein stærsta af svæðisbundnum sýningum, sem haldnar eru í Evrópu. Má að því leyti bera hana saman við Sial í París og Anuga í Köln. Síðasta sýning af þessu tagi var haldin 1975 og voru þátttakendur um 7000 frá 27 löndum. Sýnd voru matvæli frá öllum heims- hornum. PV 2 1977 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.