Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 23

Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 23
er ráð fyrir minna bili milli lægstu og hæstu launa en nú gildir. (Hvað á að gera við yf- irborganir og fríðindi er ó- ljóst). Það virðist hafa gleymst að spyrja i þessum umræðum af hverju dýrir menn séu eftir- sóttir! Því ber ekki að rugla saman, að launamismunur þarf ekki að vera of mikill, þótt þeir lægst launuðu ættu að bera meira úr býtum. Reyndar efast ég um að jafnlítill munur og hér tíðkast á launum, t.d. hjá opinberum starfsmönnum, þekkist hjá löndum á svipuðu efnahags- stigi. Það bendir einnig til þess að svigrúmið sé í reynd lítið til að þrengja launabilið, að fyrir kemur að sami skatt- aðili fái í senin láglaunabætur og greiði skyldusparnað (þann sem reiknaður er af 'hátekjum). # Skattar og sam- komulag við ríkisvaldið Athygli Aiþýðusambandsins og fleiri aðilja hefur allra síð- ustu árin beinst að skattamál- um í sambandi við kjarasamn- inga. Hefur verið gert sam- komulag við ríkisvaidið um skattbreytingar af tilteknu tagi. Þessar breytingar hafa að sínu leyti orðið til tekjujöfnun- ar og þýtt minni verðhækkanir en ella í bráð, þótt þær hafi verið ærnar eigi að síður. Langtímaá'hrif slíkra samninga eru hins vegar óvissari og geta jafnvel orðið til þess að kynda undir hærri launakröfum og meiri verðbólgu þegar til lengd- ar iætur. Þó verður að telja að tekjujöfnunaráihrif tekjuskatts séu ekki nægileg eins og hann er nú úr garði gerður. Gallar í tekjuskattskerfinu eiga áreið- anlega sinrn iþátt í því að óbein- ir skattar hafi verið hækkaðir undanfarin ár en beinir skatt- ar lækkaðir að tiltölu. í tekjuskattsfrumvarpi því sem nú er til meðferðar á Al- þingi er einmitt leitast við að útrýma eða draga úr ívilnun- um þeim sem nú gilda í formi margvíslegs frádráttar frá tekj- um til skatts. Eins og vænta mátti, telja ýmsir hópar að þeir missi spón úr aski sínum ef frumvarpið verðui- samþykkt. Hver sem niðurstaðan verður er gagnllegt að Aiþingi fari yfir og endurmeti eða staðfesti „réttmæti“ ýmis konar íviln- ana sem nú gilda. 9 Tryggingamálin Sem kunnugt er var lögð meiri áhersla á lifeyrisgreiðsl- ur í síðustu kjarasamningum en skattamálin, sennilega bæði vegna þess að verkalýðsforyst- an gerði sér grein fyrir að vart væri að sækja meiri hagsbætur með skattabreytingum að sinni og vegna þess hve verðbólgan hefur leikið lifeyrissjóðina grátt, þá sem óverðti'yggðm eru. Öðrum þræði var verið að semja við ríkisvaldið um lág- marksgreiðslur en á hinn bóg- inn var einnig samið um að- stöðujöfnun milli sjóða ýmissa aðildarfélaga Alþýðusambands- ins innbyrðis. Þetta er athygl- isvert nýmæli, því að með því er verið að jafna aðstöðu milli félagsmanna innbyrðis, sem reynst hefur erfitt í fram- kvæmd, sbr. launasamningana 1973. Reyndar má með nokkurri kaldhæðni segja að með verð- bólgusamningnum 1973 hafi launþegar verið að skerða sinn eigin 'lífeyri þegar þar að kæmi. Síðan var lögð áhersla á að koma í veg fyrir þetta i næstu samningum þar á eftir. Krafan um verðtryggðan líf- eyrissjóð öllum til handa er eðlileg og skiljanleg í Ijósi þeirrar verðbólgu sem geysað hefur. Það er hins vegar hæpið að slík verðtrygging verði al- menn kjarabót ef litið er á ævitekjur, því að launþegar hljóta að verða að borga verð- trygginguna að mestu leyti sjálfir með einum eða öðrum hætti. Hin svonefnda tekjutrygging almannatrygginga er ekki ýkja- gömul. Sniðndr hafa verið af henni ýmsir gallar, en samtím- is hefur önnur aðstöðujöfnun verið hengd aftan í hana. Þetta hefur þá hættu í för með sér, að það hætti að borga sig að vinna þegar tilteknu tekju- marki er náð og jafnvel að það borgi sig fyrir launþegann að fara til vinnuveitandans og biðja hann um að hækka ekki launin svo að 'hann missi ekki af þeim réttindum sem tekju- tryggingunni fylgja. Samspil tryggingakerfis, skattkerfis og lífeyrissjóða eru nú í gagngerri athugun og ekki ólíklegt að meiri samhæfing á þessu sviði sé í vændum. 9 Réttlæting aðstöðu- jöfnunar Mismunur í neyslumynstri fólks getur bæði átt rót sína að rekja til mismunandi tekna og mismunandi viðhorfa. Þegar talað er um tekjujöfn- un er venjulega gert ráð fyrir að það séu lág laun sem standi velferð og neysluvali fyrir þrif- um. Hins vegar geta viðhorf fó'lks verið afar mismunandi til lífsins gæða og jöfnun tekna veldur því minni hagsbót fyrir heildina sem þessi munur á gildismati er meiri. Einmitt þegar þannig háttar verður að telja að markaðskerfi eða eftir- líking þess fremur en kvóta- kerfi eða ókeypis þjóinusta eigi rétt á sér. Þegar leitast er við að jafna aðstöðu á einstökum sviðum fremur en tekjur er oft e.rfitt að finna þau einkenni sem aðstöðujöfnunin á að mið- ast við án þess að hún missi marks að einhverju leyti. Ný- legt dæmi af þessu tagi er um- ræðurnar um aðstoð Reykja- víkurborgar við heilsurækt aldraðra, þar sem aldurinn þarf ekiki aiHtaf að vera einn til marks um mikilvægi þarfar- innar. FV 2 1977 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.