Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 27

Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 27
skipti í fyrirtækjum eða stofn- unum ætti að vera nægileg á- stæða til þess að athuga stjórn- andann út frá þessu sjónar- miði. En getur það verið að sú staðreynd að stjórnendur hjá hinu opinbera þurfa ekki að taka afleiðingum gerða sinna á neinn sambærilegan hátt og hjá venjulegum fyrirtækjum, séu þau hlunnindi sem allt snýzt um? Eru þeir menn til sem vilja leggja allt í sölurnar fyrir það eitt að þurfa ekki að standa og falla með persónulegum hæfi- leikum sínum eða hæfileika- skorti? Er það þetta ljúfa líf og streytulausa sem reiknað er yfir í hlunnindi? Ef svo er þá eru hér tveir valkostir. Annar er sá að borga opinberum starfsmönnum skítakaup með því að firra þá ábyrgð og draga þannig úr út- gjöldum ríkissjóðs. Hinn er sá að greiða opinberum starfs- mönnum almennileg laun í hlutfalli við stöðu og ábyrgð með þeirri áhættu að minnst 10 starfsmönnum verði sagt upp í íhverri viku. Og samkvæmt kenningum Medows verðum við að reikna með að hagkvæmni opinbers reksturs sé „konstant“ hvort sem imbar eða ofurmenni ann- ist stjórnunina. Og við þurfum sennilega ekki að efast um að þessi kenn- ing Medows sé rétt. Lítum bara á Framkvæmdastofnun ríkis- ins, þar stjórnuðu vinstri menn þar til „syngjandi sjálfstæðis- hetjur með saltfisk í hjarta stað“ tóku við. Ekkert hefur þó breyzt í rekstri þessarar mið- stýrðu myllu, og eru þó sjálf- stæðisrnenn undir því ábyrgð- arfargi að vera skilgetnir syn- ir þjóðarinnar, en vinstri menn ábyrgðarlausir fulltrúar upp- lausnar og stéttlauss þjóðfé- lags. ALMÆTTIÐ LAUST TIL UMSÓKNAR? Mönnum eru í fersku minni tiltölulega ihljóðlátar stöðu- veitingar hjá hinu opinbera á síðasta ári, ef frá er talið smá- vægilegt stapp út af veitingum fræðslustjóraembætta nokk- urra umdæma, og þvælingi doktors sem virðist vera doktor í því að vera þversum í kerf- inu. Það hlýtur hins vegar að vekja verðskuldaða athygli hve misjafnlega eftirsóttar hinar ýmsu stöður virðcist vera. Jafn- vel svo að mönnum flýgur í hug að hér hafi sú hagfræði sem kennd er við nýríka indí- ána þróast svo, að hún sé farin að tröllríða siðferðiskennd þjóðarinnar, þótt varla verði sagt að þar sé mikið í klof komið. Hvort meta megi sið- ferðiskennd þjóðarinnar eftir aðsókn í opinberar stöður, með eða án ábyrgðar, læt ég les- endur um að dæma en dreg hér fram örfáar staðreyndir: Þegar staða vegamálastjóra var auglýst voru umsækjendur tveir. Þegar staða rafmagnsstjóra ríkisins var auglýst laus voru umsækjendur þrír eða fjórir, að mig minnir. Þegar staða ráðuneytisstjóra í Iðnaðarráðuneytinu var aug- lýst laus voru umsækjendur níu. Þegar staða forstjóra skran- sölu ríkisins var auglýst laus voru umsækjendur á milli 35 og 40. Atvinnurekendur starfshópar Við bjóðum nú betri þjónustu við út- sendingar á mat en þekkst hefur áður hér á iandi. Við skömmtum matinn í einangraða bakka, sem halda matnum heitum í að minnsta kosti 2 klst. Við þorum að fullyrða, að þetta sé heppilegasta lausnin við útsendingar á mat. Vlatstofa MiiMs sf. Funhöfða 7 — Reykjavík Símar: 31155-84939 FV 2 1977 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.