Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 63
Hótel IVfælifell
Hugmyndin að byggja nýtt
35 manna hótel á
Sauðárkróki
Bílaleiga tekur til starfa
— Hótelið er mjög lítið, ekki nema 7 herbergi, og síðan herbergi úti í bæ. Það' gefur því auga
leið að hér er upp pantað meira og minna allan ársins hring. Samt er það í minnsta lagi til að bera
sig, en með mikilli vinnu og sparsemi í rekstri er hægt að láta enda ná sarnan en væri hægt að
hafa það mjög þokkalegt ef gistirými væri töluvert miklu meira því í raun og veru bætist ekki
við neinn umframkostnaður þar sem starfsfólkið gæti annað fleiri herbergjum. Hótelið er með
vínveitingaleyfi, sem hefur úrslitaþýðingu um að reksturinn rúllar. Hér hafa ekki skapast nein
vandræði af barnum og engar kvartanir borist frá bæjarbúum, mér vitanlega.
Það er Guðmundur Tómas-
son eigandi Hótels Mælifells á
Sauðárkróki sem hefur orðið
og veitir okkur innsýn í rekst-
ur lítils 'hótels úti á landi. Guð-
mundur keypti hótelið og tók
formlega við því um áramótin
75—76. En þar sem Guðmund-
ur hefur mikla trú á Sauðár-
ki’ók sem ferðamannabæ er
hann með ýmis áform á prjón-
unum þar að lútandi.
NÝTT HÓTEL
— Það er hugmyndin að
byggja 35 herbergja hótel hér
á Sauðárkróki með góðum
grillstað og 250 manna veit-
ingasal sem hægt verður að
skipta í smærri einingar fyrir
fundi og minni einkasam-
kvæmi. Þetta er bráðnauðsyn-
legt fyrir bæinn því þetta
hótel er orðið gamalt og lélegt
og geysidýrt að gera endur-
bætur á því. Ég er búinn að fá
lóðina að því marki að hún er
merkt sem slík á nýju mið-
bæjarskipulagi, sem verið er
að hanna, og er ætlunin að
byrja framkvæmdir að ein-
hverju leyti á næsta ári ef
fjármagn fæst.
— Ég álít að Sauðárkrókur
geti orðið mikill ferðamanna-
bær. Sauðárkrókur hefur
margt til að bera umfram aðra
bæi Norðanlands. Hann er
miðsvæðis hér í sýslunni og
héðan má skipuleggja skoðun-
arferðir vítt og breitt um Norð'-
urland, einnig er mjög góð að-
staða hér til sjóstangaveiði og
Drangeyjarferða fyrir náttúru-
Guðmundur Tómasson,
hótelstjóri á Sauðárkróki.
skoðara. Þegar fer að líða að
því að nýja hótelið opnar verð-
ur byrjað að s'kipuleggja þess-
ar ferðir auk þess sem ég mim
opna hestaleigu. Húsið fyrir
hestaleiguna er þegar risið en
eftir er að útvega hesta sem
henta fyrir svona starfsemi.
ÁRSHÁTÍÐARGESTIK AÐ
SUNNAN?
— Yfir vetrarmánuðina gefst
fólki kostur á að stunda vetrar-
íþróttir 'hér en hér er ágætt
skíðaland og nýbúið að taka
lyftu í notkun þar. Einnig hef
ég hugsað hvort ekki sé hægt
að fá hópa úr Reykjavík og
annars staðar að af landinu til
að halda sínar árshátíðir hérna
og yrðu þeir hópar sóttir hing-
að þeim að kostnaðarlausu.
Fólkið gæti síðan dvalið yfir
helgi sér til hvíldar og ánægju.
Um samkeppnina við aðra
bæi fyrir norðan sagðist Guð-
mundur hvergi vera smeykur.
— Mér finnst að heilb.rigð sam-
keppni þurfi að vera á milli
bæjanna hér á Norðurlandi.
Ég mun bjóða upp á ákveðinn
pakka sem er gisting í viku,
fæði og skoðunarferðir upp á
hvern einasta dag þar sem
aldrei verður farið á sömu
slóðir og tel ég að það hafi ég
fram yfir önnur hótel, sem ekki
hafa upp á eins fjölbreyttar
skoðunarferðir að bjóða. Að
lokum vil ég taka það fram að
í marsmániuði opna ég bíla-
leigu, sem verður rekin í tengsl-
um við hótelið.
FV 2 1977
65