Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 65

Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 65
Siglufjörður IVIeð tilkomu skuttogaranna jókst tiltrú fólksins á staðnum IVlikil gróska í atvinnuuppbyggingu á Siglufirði Samtal við bæjarstjórann, Bjarna Þ. Jónsson — Ég er Reykvíkingur og hef verið hér í tvö og hálft ár. Það er ganian að koma hingað og alveg ómetanlegt að finna hug fólksins og hvernig allir standa saman um að byggja staðinn upp á nýjan leik. Að vísu standa mörg gömul hús í vegi fyrir nýjum framkvæmdum því allir vilja fá lóðir fyrir nýjar atvinnugreinar eða stækka við sig. Það er sárt fyrir marga að sjá hinn gamla heildarsvip bæjarins breytast en mcnn láta það ekki á sig fá þar sem uppbyggingin situr í fyrir- rúmi. Þannig mælti hinn ungi bæjarstjóri Siglfirðinga Bjarni Þór Jónsson í viðtali við blaðamann FV fyrir skömmu cn hann var beðinn að segja hvað helst væri á döfinni í Siglufirði, en eins og kunnugt er hefur hlaupið mikil gróska í atvinnulíf Siglfirðinga síðustu árin. Bjarni Þ. Jónsson, bæjarstjóri. — Það evu margir hissa á því að hér skuli vera húsnæðis- vandamál, þar sem bæjarbúum fækkaði um þriðjung á 20 ár- um og lítið var um húsbygg- ingar. Staðreyndin er sú að þegar skuttogararnir komu og atvinnuástand batnaði jókst bjartsýni fólks á staðnum, fyrst Siglfirðinga sjálfra sem fóru að fjárfesta í nýbygging- um og síðan kom þetta eins og skriða yfir okkur. Við vorum mjög illa undir það búnir að útvega lóðir uindir nýbygging- ar, en brugðum skjótt við og fórum að vinna að nýju aðal- skipulagi fyrir bæinn sem lagt verður fram á þessu ári. Unnið er nú að því að þétta byggðina svo að ekki ber eins mikið á ný- byggingum eins og þar sem heilu hverfin rísa. Þá er unnið að því að fjarlægja þau hús sem o.rðin eru það illa útlítandi og fólk treystir sér ekki til að endurbæta vegna kostnaðar. HITAVEITA FORGANGS- FRAMKVÆMD — Um helstu framkvæmdir á vegum bæjarins er hitaveitan númer eitt. Við ráðgerum að ljúka við tengingu húsa á þessu ári. Við höfum ekki ennþá fengið nægilega mikið vatn. Vatnsþörf bæjarins er 50 sek- úndulítrar af 67 stiga heitu vatni eins og nú fæst úr þeirri borholu, sem gefur mesta vatnið. Dælt hefur verið úr þeirri holu í um mánaðartíma, FV 2 1977 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.