Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 75
í verzluninni Vörðufelli við Þverbrekku í Kópavogi. Hún ber yfirbragð stórverzlunar, en viðskiptavinir eru fyrst og fremst íbúar úr nágrenninu. VERSLAÐ MEÐ VERSLUN- ÍNA Síðan ;hélt Jón áfram og sagði að nú væri verið að semja nýja löggjöf um verðlagningu sem ætti að leggja fyrir Alþingi í vetur. Hins vegar vissi maður það aldrei fyrirfram ihvort nú væri bara enn einu sinni verið að versla með verslunina. Versl- unin væri oft eins og bolti sem kastað er milli alþýðusamtak- anna og ríkisvaldsins. í framhaldi af þessu var Jón að því spurður 'hvort ekki mætti að vissu leyti telja það eðlilegt að þær vörur sem oft eru nefndar munaðarvörur, svo sem kex og annað, væru látnar greiða niður verð á nauðsynja- vörum, svo sem landbúnaðar- vörum. Hann svaraði því neit- andi. — Hver á að meta það. hvað eru nauðsynjavörur og hvað ekki, sagði Jón, — Það er alla vega ekki hlutverk okkar kaup- manna. Mér ber að sjá um að viðskiptavinurinn fái þær vör- ur sem hann telur sig þurfa, en ekki er það mitt að ákveða í smáatriðum hvað hann lætur ofan í sig. Og ég held að meiri sveigjanleiki í álagningunni mvndi lækka heildarvöruverð í landinu og stuðla þannig að því að fleiri gætu valið frjálst hvað þeir vilja leggja sér til munns. YFIRBRAGÐ STÓRVERSL- UNAR Verslun Jóns í Kópavogi er í nýju og skemmtilegu húsnæði við Þverbrekku. Að sögn Jóns eru það fyrst og fremst íbúarn- ir, úr nágrenninu, sem versla \>ið 'hann. — Eins og áður segir er Jón enginn nýgræðingur í verslunarstéttinni og hann hef- ur stundað verslunarstarfið á miklum breytingatíma. Þegar han.n byrjaði bak við búðar- borðið var það kaupmaðurinn á horninu, sem réð .ríkjum í viðskiptalífinu en nú eru það stórmarkaðirnir svokölluðu. Má segja að verslun Jóns sé þarna mitt á milli. Hún ber yf- irbragð stórverslunar, en Jón þekkir enn flesta sem koma inn í búðina. þó hann þekki þá ekki með nöfnum og heldur því enn nokkuð persónulegu sambandi við sína viðskiptavini. Þegar Jón var að því spurður hvað honum fyndist um þróun- ina í verslunarháttum okkar, sagði hann að fyrir alla muni mætti kaupmaðurinn á horn- inu ekki hverfa út úr mynd- inni. STÓRMARKAÐARFERÐIR EKKI ALLAR TIL FJÁR — Ég vona að litlu verslan- irnar haldi áfram að vera til og þeirra bíði ekki sömu örlög og blasa nú við mjólkurbúðunum. Stórmarkaðir eru ágætir út af fyrir sig, en vanti mann t.d. eldspýtnastokk, þá fer maður ekki inn í stórmarkað til að kaupa hann. — En hitt er svo annað mál að kostir stórversl- ananna eru augljósir þegar tími er naumur og mikið þarf að versla í einu. — En þrátt fyrir það leitar stundum að mér sá grunur að ekki séu allar ferðir í stórmarkaðina til fjár. Ég minnist t.d. eins dæmis um slíka ferð. en þá sögu sagði mér leigubílstjóri. Hann keyrði frú nokkra vestan úr bæ í verslun í austurbænum. Hún keypti þar sitt lítið af hverju, en ekki þó meira en svo að það komst allt í einn meðalstóran pappakassa. Þegar konan kom aftur að heimili sínu, sagði hún við öku- manninn. „Sjáðu þetta. Þessi vara er heilurn 10 kr. ódýrari en hjá honum......og á þessu munar 12 krónum. Síðan borg- aði hún leigubílstjóranum 1200 krónur fyrir bílferðina og fór ánægð inn til sín. — Ég held að þessi saga sé ekki neitt eins- dæmi og án efa eiga hina.r sí- endurteknu auglýsingar þess- ara fyrirtækja sinn stóra þátt í að svipta menn dómgreind á þessu sviði. Þessar auglýsingar, þegar t.d. ein vara er auglýst stíft á mjög niðursettu verði lokka oft fólk til verslananna, og þá gleymir það oft á tíðum að athuga verðlaa á öðrum vör- um sem það kauoir um leið. En það getur stundum gerst að hagnaðurinn við kaupin á nið- ursettu vörunni étist upp við kaup á öðrum vörutegundum. Það er því mín pe.rsónulega skoðun, að til lengdar sé það farsælast að skipta við sömu verslunina, nema maður sé mjög vakandi við innkaupin og hafi nægan tíma til að athuga alla málavexti til hlítar. FÓLK ATHUGAR VERÐLAG BETUR EN ÁÐUR Eins og kom fram áðan er FV 2 1977 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.