Frjáls verslun - 01.02.1977, Qupperneq 77
Ártúnshöfði
Þangað sækja um 4000
manns vinnu hjá
um 100 fyrirtækjum
Ráðgert að Ijúka uppbyggingu hverfisins 1980
Stærsta iðnaðarhverfið, sem
risið hefur hér á landi er á Ár-
túnshöfða í Reykjavík. Þar
starfa nú um 100 fyrirtæki og
um 4000 manms sækja þangað
vinnu daglega. í stærsta húsinu
vinna allt að 500 manns. Á Ár-
túnshöfða starfa fjölmargar
greinar iðnaðarins við misjöfn
skilyrði. Þar hafa risið fyrir-
tæki, sem starfa við fullkomn-
ustu skilyrði, en einnig fyrir-
tæki, sem starfa í lélegum húsa-
kynnum og búa við slæma
vinnuaðstöðu.
Iðnaðarhverfið á Ártúns-
höfða takmarkast af Elliðavogi
til vesturs, Grafarvogi til aust-
urs og Vesturlandsvegi til suð-
urs. Fyrirtækin á Ártúnshöfða
hafa myndað með sér félags-
skap, Ártúnshöfðasamtökin, í
þeim tilgangi að koma fram
gagnvart opinberum aðilum,
þegar um er að ,ræða sameigin-
lega hagsmuni félagsmanna,
einnig að stuðla að samstöðu
um fegrun og snyrtingu, hrein-
læti og almenna reglusemi á
félagssvæðjnu og að gæta hags-
muna félagsmanna gagnvart
utanaðkomandi aðilum.
Formaður Ártúnshöfðasam-
takanna er Kristmundur Sörla-
son, framkvæmdastjóri Stál-
vers hf. og Stjörnustáls hf.
Stálver hf. framleiðir götuljósa-
stólpa fyrir Reykjavíkurborg
og Rafmagnsveitu ríkisins svo
og sjávarísvélar svo eitthvað sé
nefnt. Stjörpustál hf., er fyrir*
tækjasamsteypa, sem rekur
verktakastarfsemi og innan
þess starfa 350 manns.
FJÖLBREYTT STARFSEMI
UM 100 IÐNFYRIRTÆKJA
Til þess að gefa mynd af
hvers konar fyrirtæki starfa á
Ártúnshöfðanum má nefna vél-
smiðjur, járnsteypur, bílaverk-
stæði, trésmiðjur, blikksmiðjur,
steypustöðvar. Þar fer einnig
fram gas- og súrefnisfram-
leiðsla, rafmótoraframleiðsla
Sambandsins og Sementsverk-
smiðja ríkisins er þar með af-
greiðslu, svo og er þar malbik-
unarstöð. Póstur og sími er þar
með starfsemi svo og Vegagerð
ríkisins og á Ártúnshöfðanum
er einnig birgðastöð Reykja-
víkurbo.rgar fyrir hitaveituna
og rafmagnsveituna svo og
sorpeyðingarstöð. Einstakling-
ar reka einnig ýmis konar
starfsemi þar s.s. saumastofur,
leirbrennslu og verktakastarf-
semi. Eina menntastofnun má
finna meðal allra þessara iðn-
aðarfyrirtækja, en það er
Tækniskóli íslands.
LOKIÐ VIÐ UPPBYGGINGU
HVERFISINS UM 1980
Uppbygging iðnaðarhverfis-
ins á Ártúnshöfða hófst 1967—
68. Fyrstu fyrirtækin hófu þar
starfsemi sSna um 1970, en það
voru Stálver hf. Miðfell og ís-
tak. Reyndar hóf Byggingar-
iðjan þar starfsemi sína áður
en uppbygging hverfisins hófst.
Enn eru mörg hús í smíðum og
ekki er áætlað að lokið verði
við uppbygginguna fyrr en um
1980.
Hverfið er skipulagt þannig,
að fyrirtaéki í svipaðri fram-
leiðslu, eða á líku sviði eru á
sama svæðinu. Þannig eru t.d.
fyrirtæki í þungaiðnaði á einu
svæði, bílaiðnaðurinn á öðru,
húsgagnaframleiðsla og tré-
smiðjur á því þriðja og loks
léttari iðnaður.
Sagði Kristmundur, að það
hefði háð mörgum fyrirtækjun-
um, hve strangar reglur hefðu
verið settar varðandi hæðir
húsa, því það hefði ekki hentað
öllum fyrirtækjum.
FRÁGANGUR GATNA OG
LÝSING Á VIÐUNANDI
HÁTT EITT HELSTA HAGS-
MUNAMÁL ÁRTÚNSHÖFÐA-
SAMTAKANNA
Kristmundur sagði, að for-
ráðamenn fyrirtækjanna hefðu
séð sig tilneydda til að stofna
Ártúnshöfðasamtökin til að
koma fram fyrir hönd þessa
stóra iðnaðarhverfis vegna
sameiginlegra hagsmunamála.
Eitt helsta hagsmunamál
samtakanna nú er að gengið
verði frá götum og aðkeyrslum
og þær malbikaðar og komið
verði upp lýsingu á viðunandi
hátt. Sagði hann, að ekkert
hefði verið gert af hálfu borg-
aryfirvalda til að koma þessum
málum í rétt horf.
Annað hagsmunamál félags-
ins eru strætisvagnaferðir inn i
hverfið, en nú er um 10—12
mínútna gangur frá næstu
strætisvagnastoppistöð inn í
hverfið. Stefnt er að því að
koma upp sameiginlegri vörslu
í hverfinu, hvað snertir um-
gengni, fegrun og sérstaka næt-
urvörslu.
Að lokum sagði Kristmund-
ur að takmarkið væri að byggja
upp stórt og fallegt iðnaðar-
hverfi, sem aðlaðandi væ.ri fyr-
ir fólk að starfa í.
FV 2 1977
79