Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 81

Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 81
bandsins, og Bifreiðaverkstæði SÍS. Jötunn hf. framleiðir raf- mótora, en einnig er við fyrir- tækið almenn deild, sem annast rafmótoraviðgerðir og skipavið- gerðir. Þar fara einnig fram viðgerðir á þeim heimilistækj- um, sem SÍS hefur flutt inn. Starfsmenn Jötuns hf. eru 23. Á Bifreiðaverkstæði SÍS er rekið almennt hifreiðaverk- stæði, standsetningarverkstæði og bílaryðvörn. Húsnæðið er 1250 m- og starfa þar yfir 20 bifvélavirkjar. Glit Glit hf. framleiðir leirmuni svo sem matar- og kaffistell, vasa, platta, öskubakka, skálar og ýmis konar listmuni. Sífellt er verið að gera framleiðsluna fjölbreyttari með hví að fram- leiða nýjar gerðir Ieirmuna, og eru nú í verksmiðjunni fram- leidd um það bil 100.000 stykki af hinum ýmsu leirmunum. Sér- hæft fólk er notað til að lianna nýja framleiðslu. Glit hf. er að Höfðabakka 9, en í það hús flutti fyrirtækið árið 1971. Grunnflöturinn er 2200 m-, en í húsinu er fram- leiðsla Glits, lager og skrifstof- ur. AIIs starfa 34 hjá fyrirtæk- inu. 1/3 hluti framleiðslunnar er beinn útflutningur, 1/3 hluti er sala til erlendra ferðamanna hér á landi og 1/3 fer í hinár ýmsu verslanir í landinu. • • • Byggingafélagið Armannsfell Byggingafélagið Ármannsfell hf. flutti að hluta til í húsið Funahöfða 19 fyrir þremur ár- um. Grunnflötur hússins er 1600 m-, en 'þar er birgðastöð, trésmíðaverkstæði, skrifstofur ásamt teiknistofu og þar fer einnig fram ýmis konar for- vinnsla. í trésmiðjunni eru framleiddir gluggar, innrétting- ar og hurðir í byggingar, sem fyrirtækið reisir. Nú er Byggingafélagið Ár- mannsfell m. a. að byggja fjórð- ungssjúkrahús á Isafirði, geð- deild Landspítalans, sambyggð 23 íbúða að Hæðargarði í Reykjavík og nú er einnig ver- ið að hefja byggingu fjölbýlis- húsa á Isafirði. 54 vinna hjá Byggingafélag- inu Ármannsfelli hf. • • • lYfiöfell og lYiat- stofa lYliðfells í tveimur húsum, 400 og 600 m2, við Funahöfða 7 reka Matstofa Miðfells: Matarbakkar frá matstofunni. fyrirtækin Miðfell hf. og Mat- stofa Miðfells s.f. starfsemi sína. Fyrirtækin hafa aðskilinn rekstur, en starfsemin hófst á árinu 1973. Miðfell h.f. er almennt verk- takafyrirtæki á sviði jarðvinnu, gatnagerðar og malbikunar auk ýmis konar byggingarstarfsemi. Hjá fyrirtækinu starfa 40-200 manns eftir aðstæðum og verk- cfnum. Á Matstofu Miðfells s.f. er hins vegar búinn til niatur, sem settur er í sérstaka ein- angraða bakka. 20 fyrirtæki kaupa mat hjá Matstofunni og er búinn til matur fyrir ,um það bil 800 manns. 12 manns vinna hjá Matstofu Miðfells s.f. Miðfell h.f. er nú að hefja framkvæmdir að nýrri bygg- ingu á lóðinni Funahöfða 9. FV 2 1977 83

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.