Frjáls verslun - 01.02.1977, Qupperneq 85
AUGLÝSING
EGILL VILHJÁLIUSSOM HF.:
LAINICER og GALAMT frá IVIITSUBISHI
■ hafa reynst mjög vel á íslenzkum vegurn
Egill Vilhjálmsson hf. flytur
inn japanskar, breskar og
bandarískar bifreiðar. Jap-
önsku bifreiðarnar eru frá
Mitsubishi verksmiðjunum af
gerðinni Lancer og Galant, en
bandarísku Chrysler bílaverk-
smiðjurnar eru stórir hluthafar
í Mitsubishi.
LANCER
Lancer bifreiðamar hafa
reynst frábærlega vel á íslensk-
um vegum, og er það ekkert
undrunarefni, þar sem Lancer
bílar hafa unnið yfirburðasig-
ur í mörgum rally keppnum er-
lendis við hinar erfiðustu
kringumstæður.
Lancer bifreiðar eru fluttar
inn 2ja og 4ra dyra með tveim-
ur vélastærðum 1200 cc og
1400 cc, 70 og 92 ihestafla. Bif-
reiðarnar hafa skálahemla að
aftan, en diskahemla að fram-
an, og gírkassinn er 4ra gíra
alsamhæfður. Fjöðrun er mjög
góð og stjórnun frábær. Gorma-
fjöðrun er að framan, en fjaðr-
ir að aftan.
Lancer EL er fáanlegur í 4
litum, en Lancer GL í 6 litum.
Eyðsla er 7—8 1 á hverja 100
km í utanbæjarakstri, en 9—10
í innanbæjarakstri. Verð á
Lancer bifreiðum er frá 1510
þúsund, 2ja dyra gerðir og upp
í 1800 þús. 4,ra dyra af GL gerð.
Auk þessara gerða er vænt-
anleg á markaðinn sportgerð,
Lancer Celesta. Vélarstærð í
þeim bifreiðum er 1600 cc, 100
hestafla vél og með 5 gíra
kassa.
Egill Vilhjálmsson hf. flytur
nú inn nýja gerð af Galant bif-
reiðum, árgerð 1977, sem hefur
auðkennisnafnið SIGMA. Hann
er frábrugðinn eldri gerðum
Galant bifreiða að byggingu og
útliti t.d. með gjör-breyttum
undirvagni, og gormafjöðrun
er á hverju hjóli.
Eingöngu eru fluttar inn 4ra
dyra Galant bifreiðar af GL
gerð, en með tveimur véla-
stærðum 1600 cc og 2000 cc.
Telja framleiðendur þann mót-
or tæknilega nýjung. Hreyfing-,
in á vélinni er ekki meiri en á
þýðgengustu 8 cylindra vélum.
Mikið er bo.rið í innréttingar
Galant bifreiðanna, m.a. eru
framsæti f jölstillanleg. Allir
japönsku bílarnir eru með
breytilegri stillingu á halla á
stýri. Eyðsla er 8-—9 1 á hverja
GALANT
100 km og Galant SIGMA er
fáanlegur í 6 litum. Verð er frá
1985 þúsund kr.
Japönsku bifreiðarnar eru
léttar og liprar í stýri og alveg
lausar við ihögg upp í stýri, þótt
ekið sé á grófum vegi.
Egill Vilhjálmsson hf. Lauga-
vegi 118 annast viðgerða- og
varahlutaþjónustu fyrir bif-
reiðarnar og auik þess eru um-
boðsmenn ásamt þjónustu-
stöðvum úti á landi.
FV 2 1977
87