Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 89

Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 89
---------------------- AUGLÝSING ------- HEKLA HF. GOLF er gæðingur - búinn öllum kostum nútímabíls Volkswagen Golf hefur orðið afar vinsæl bifreið. Þegar hafa verið framleiddir talsvcrt á aðra milljón Golf-bíla. Volks- wagen Golf er nú ekið í 120 löndum víðs vegar um heiminn, sem er vissulega viðunandi ár- angur af ekki eldri bíl. Hekla hf. hóf að flytja inn árgerð 1975 af Volkswagen Golf. Golf hefur allt sem nútíma- bíll þarf að hafa. Allt frá iný- tísku undirvagni upp í þróaða vél, frá hinum fullkomna bún- aði upp í hið mikla rými. Hekla hf. flytur inn ýmsar gerðir af bifreiðinni þ.e.a.s. Golf, Golf L, Golf LS og Golf GL. Aðallega er um tvær mis- munandi vélarstærðir að ræða: 50 DIN hö með 1,1 L slagrúm- tak og 75 DIN hö með 1,6 L slagrúmtak. Einnig er fáanleg 110 DIN ha vél í sportgerð af Golf GTI. Nú er kominn á markaðinin> VW Golf með díseT vél, sem er markverð nýjung. Vélin er 50 DIN hö með 1,5 L 'Slagrúmtak. GOLF ER MEÐ FRAMDRIFI Golf er framhjóladrifinn, sem er höfuðkostur fyrir íslenska staðhætti. Diskahemlar eru að framan en skálahemlar að aft- an. Gormafjöðrun er á öllum hjólum. Vélar eru vatnskældar, gírkassi er fjögurra gíra al- samhæfður. Golf bílarnir hafa allir stóra gátt að aftan, en síðan er hægt að velja um 2ja eða 4ra dyra. Mælaborð er stílhreint og mæl- ar góðir til aflestrar. Auðvelt er að ná í öll stjórintæki og þeim er haganlega fyrirkomið. VW Golf er mjög lipur í akstri. Innréttingar eru smekklegar en látlausar. FJÖLBREYTTUR ALHLIÐA BÚNAÐUR Golf er með sérlega fjöl- breyttan alhliða búnað s.s. sæt- isbök, sem hægt er að leggja aftur, þriggja hraða 'hita- og laftræstiblásara, hitaða aftur- rúðu og ennfremur er hægt að fá fullkomnustu gerð af sjálf- skiptingu í Golf. Lyftihurðin að aftan auð- veldar hleðslu í hið rúmgóða farangursrými. Þetta rými er auðvelt að þrefalda, með því að leggja aftursætið fram. VW Golf er 5 manna bíll. Volkswagen Golf er til í 5 glitlitum, 3 varúðarlitum og 7 standardlitum. Eyðsla er 7—8 lítrar á ihverja 100 km. Verð á Golf er frá 1800 þúsund kr. HEKLA HF. LALGAVEGI 170-172 SÍMI 21240 PV 2 1977 91

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.