Frjáls verslun - 01.05.1977, Page 37
uga sölukerfi, sem félagið hef-
ur vestan hafs?
Sigurður: — Við höfum ver-
ið með þetta í athugun og það
stóð jafnvel til í sumar, að við
byðum upp á einhver leiguflug
af þessu tagi. Af þvx varð hins
vegar ekki. En hvað varðar
sölukerfið er það hins vegar
svo, að flugfélögunum er ekki
heimilt sjálfum að selja í þess-
ar leiguferðir. Það verða aðrir
aðilar að sjá um.
F.V.: — Hvernig eru spár
um farþegafjölda hjá ykkur
fyrir næstu mánuði og hlut-
deild í hcildarflutningum á N-
Atlantshafsleiðinni?
Sigurður: — Við gerum ráð
fyrir að ná sama farþegafjölda
og í fyrra. Hlutdeild okkar í
heildarflutningunum lækkaði
nokkuð í fyrra, vai’ð 3,1% af
markaðnum og við vorum í 10.
sæti. Hver þessi tala verður í
ár er erfitt að spá um. Það fer
eftir því hvað flutningsmagnið
eykst mikið hjá áætlunarflug-
félögunum. Það er vitað að tals-
verð aukning verður í leigu-
fluginu og mun meiri en í á-
ætlunarfluginu.
F.V.: — Hver hefur útkoman
orðið á rekstri dótturfyrirtækj-
anna, Air Bahama og Cargo-
lux?
Alfreð: — International Air
Bahama átti í mjög harðri sam-
keppni í fyrra, aðallega vegna
leiguflugs frá Miami og einnig
Evrópu. Nú er aftur á móti í bí-
gerð að bæta samkeppnisaðstöð-
una með einhverju leiguflugi
og vonum við að IAB nái sínu
marki aftur og komi út með
dálitlum hagnaði eins og félagið
hefur gert á undanförnum ár-
um.
Það er gott útlit fyrir að við
fáum leyfi fyrir IAB til að
fljúga áætlunarflug til fleiri
staða í' Evrópu en Luxemborg-
ar. Sviss er vaxandi markaður
og fleiri staðir eru í athugun,
t.d. Bretland og Þýzkaland.
Stjórnvöld Bahamaeyja ætla
að útnefna okkur sem aðalflug-
félag eyjanna og þá koma gagn-
kvæmir loftferðasamningar fé-
laginu til góða.
Cargolux hefur staðið í mikl-
um fjárfestingum. Bæði hefur
það byggt flugskýli og vöru-
geymslur í Luxemborg, sem
kostað hafa mikið fé. Þrátt fyr-
ir það kom félagið út með 360
þús. dollara hagnað í fyrra.
Það er þó ekki einvörðungu
rekstrarhagnaður, því að með
er talinn hagnaður af sölu flug-
véla.
Hjá Cargolux standa nú til
breytingar á flugvélaflota. Fé-
lagið er að losa sig við CL-44
vélarnar, sem Loftleiðir seldu
því á sínum tíma, en verða
sennilega komnir með fjórar
DC-8 þotur í haust. Cargolux
tekur nú þátt í stofnun flugfé-
lags í Uruguay í S-Ameríku,
sem nefnist Aero Uruguay og
mun leigja því félagi eina af
þremur CL-44 vélum sínum.
F.V.: — Eru horfur á því að
Flugleiðir dragi hugsanlcga úr
áætlunarflugi sínu á Norður
Atlantshafsleiðinni en leiti þess
í stað eftir tímabundnum verk-
efnum eins og leigufluginu með
pílagrímana í vetur?
Sigurður: — Mér finnst ólík-
legt að leiguflugið yrði nokk-
urn tímann megin verkefnið.
En það er mjög athyglisvert að
hægt skuli að ná slíkum flutn-
ingum. Pílagrímaflutningarnir
eru sérhæft verkefni, gífurlega
mikið flug á stuttum tíma, ekki
hvað síst afleiðing olíuhækkan-
anna og olíugróða sem hlutað-
eigandi löndum hefur fallið í
skaut.
Að sjálfsögðu munum við
halda áfram að gefa gaum slik-
um tækifærum.
Varðandi útfærsluna á áætl-
unarfluginu, höfum við í ríkara
mæli farið inn á Evrópuleiðir
að sumrinu til. Þar er mikið af
efnuðum ferðamönnum sem
hægt er að ná til. Diisseldorf-
flugið var áfangi í fyrra og
Parísar-flugið verður það nú í
sumar. Þannig munum við
halda áfram að fjölga ákvörð-
unarstöðunum á meginlandi
Evrópu. Það er skynsamlegra
fyrir okkur að fara alla leið.
Gjöldin sem við náum verða
hærri en ef við eftirlétum öðr-
um flugfélögum að flytja far-
þegar hluta leiðarinnar. Það
eru líka meiri tækifæri til þess
að ná í farþega frá hinum stóru
iðnaðarborgum meginlandsins í
beinu flugi heldur en ef far-
þegar þurfa að fara um Kaup-
mannahöfn eða London t.d.
F.V.: — Hvaða fjárfestingar-
áform eru á döfinni varðandi
Forstjórar Flugleiða á fundi með framkvæmdastjórum félagsins,
þeim Martin Petersen framkvstj. markaðsdeildar, Herði Sigur-
gestssyni framkvstj. fjármáladeildar, Jóhannesi Einarssyni fram-
kvstj. flugrekstrardeildar, Einari Helgasyni framkvstj. innan-
landsflugs, Erling Aspelund hótelstjóra og Jóni Júlíussyni fram-
kvvænidastjra stjórnarsviðs.
FV 5 1977
37