Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.05.1977, Qupperneq 37
uga sölukerfi, sem félagið hef- ur vestan hafs? Sigurður: — Við höfum ver- ið með þetta í athugun og það stóð jafnvel til í sumar, að við byðum upp á einhver leiguflug af þessu tagi. Af þvx varð hins vegar ekki. En hvað varðar sölukerfið er það hins vegar svo, að flugfélögunum er ekki heimilt sjálfum að selja í þess- ar leiguferðir. Það verða aðrir aðilar að sjá um. F.V.: — Hvernig eru spár um farþegafjölda hjá ykkur fyrir næstu mánuði og hlut- deild í hcildarflutningum á N- Atlantshafsleiðinni? Sigurður: — Við gerum ráð fyrir að ná sama farþegafjölda og í fyrra. Hlutdeild okkar í heildarflutningunum lækkaði nokkuð í fyrra, vai’ð 3,1% af markaðnum og við vorum í 10. sæti. Hver þessi tala verður í ár er erfitt að spá um. Það fer eftir því hvað flutningsmagnið eykst mikið hjá áætlunarflug- félögunum. Það er vitað að tals- verð aukning verður í leigu- fluginu og mun meiri en í á- ætlunarfluginu. F.V.: — Hver hefur útkoman orðið á rekstri dótturfyrirtækj- anna, Air Bahama og Cargo- lux? Alfreð: — International Air Bahama átti í mjög harðri sam- keppni í fyrra, aðallega vegna leiguflugs frá Miami og einnig Evrópu. Nú er aftur á móti í bí- gerð að bæta samkeppnisaðstöð- una með einhverju leiguflugi og vonum við að IAB nái sínu marki aftur og komi út með dálitlum hagnaði eins og félagið hefur gert á undanförnum ár- um. Það er gott útlit fyrir að við fáum leyfi fyrir IAB til að fljúga áætlunarflug til fleiri staða í' Evrópu en Luxemborg- ar. Sviss er vaxandi markaður og fleiri staðir eru í athugun, t.d. Bretland og Þýzkaland. Stjórnvöld Bahamaeyja ætla að útnefna okkur sem aðalflug- félag eyjanna og þá koma gagn- kvæmir loftferðasamningar fé- laginu til góða. Cargolux hefur staðið í mikl- um fjárfestingum. Bæði hefur það byggt flugskýli og vöru- geymslur í Luxemborg, sem kostað hafa mikið fé. Þrátt fyr- ir það kom félagið út með 360 þús. dollara hagnað í fyrra. Það er þó ekki einvörðungu rekstrarhagnaður, því að með er talinn hagnaður af sölu flug- véla. Hjá Cargolux standa nú til breytingar á flugvélaflota. Fé- lagið er að losa sig við CL-44 vélarnar, sem Loftleiðir seldu því á sínum tíma, en verða sennilega komnir með fjórar DC-8 þotur í haust. Cargolux tekur nú þátt í stofnun flugfé- lags í Uruguay í S-Ameríku, sem nefnist Aero Uruguay og mun leigja því félagi eina af þremur CL-44 vélum sínum. F.V.: — Eru horfur á því að Flugleiðir dragi hugsanlcga úr áætlunarflugi sínu á Norður Atlantshafsleiðinni en leiti þess í stað eftir tímabundnum verk- efnum eins og leigufluginu með pílagrímana í vetur? Sigurður: — Mér finnst ólík- legt að leiguflugið yrði nokk- urn tímann megin verkefnið. En það er mjög athyglisvert að hægt skuli að ná slíkum flutn- ingum. Pílagrímaflutningarnir eru sérhæft verkefni, gífurlega mikið flug á stuttum tíma, ekki hvað síst afleiðing olíuhækkan- anna og olíugróða sem hlutað- eigandi löndum hefur fallið í skaut. Að sjálfsögðu munum við halda áfram að gefa gaum slik- um tækifærum. Varðandi útfærsluna á áætl- unarfluginu, höfum við í ríkara mæli farið inn á Evrópuleiðir að sumrinu til. Þar er mikið af efnuðum ferðamönnum sem hægt er að ná til. Diisseldorf- flugið var áfangi í fyrra og Parísar-flugið verður það nú í sumar. Þannig munum við halda áfram að fjölga ákvörð- unarstöðunum á meginlandi Evrópu. Það er skynsamlegra fyrir okkur að fara alla leið. Gjöldin sem við náum verða hærri en ef við eftirlétum öðr- um flugfélögum að flytja far- þegar hluta leiðarinnar. Það eru líka meiri tækifæri til þess að ná í farþega frá hinum stóru iðnaðarborgum meginlandsins í beinu flugi heldur en ef far- þegar þurfa að fara um Kaup- mannahöfn eða London t.d. F.V.: — Hvaða fjárfestingar- áform eru á döfinni varðandi Forstjórar Flugleiða á fundi með framkvæmdastjórum félagsins, þeim Martin Petersen framkvstj. markaðsdeildar, Herði Sigur- gestssyni framkvstj. fjármáladeildar, Jóhannesi Einarssyni fram- kvstj. flugrekstrardeildar, Einari Helgasyni framkvstj. innan- landsflugs, Erling Aspelund hótelstjóra og Jóni Júlíussyni fram- kvvænidastjra stjórnarsviðs. FV 5 1977 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.