Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 12

Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 12
Frumvarp til fjárlaga Aætlaðar tekjur ríkisins af innflutningi um 25 milljarðar Búizt við innflutningi um 6500 bíla. Gert ráð fyrir fullum afköstum ■ álverinu. Ríkið býst við 9,8 milljarða hagnaði Á.T.V.R. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1978, sem nýlega var lagt fram, er greinargerð um einstaka tekjuliði ríkissjóðs. Er þar gerð grein fyrir áætluðum beinum sköttxun, gjöldum af innflutningi og seldri vöru og þjónustu. Fer hér á eftir yfirlit yfir nokkra þessa tekjuþætti samkvæmt upplýsingum með fjárlagafrumvarpinu. Gjöld af innflutningi nema 25.447 m.kr. í áætlun 1978 eða 20,4% iheildartekna ríkissjóðs, og er það nær sama hlutfall og í fjárlögum 1977. Til saman- burðar má nefna, að á árinu 1972 námu gjöld af innflutn- ingi 30,5% af heildartekjum. Sé litið aftur til áranna 1968 og 1969, þ.e, fyrir gildistöku aðildarsamnings íslands að EFTA og síðar viðskiptasamn- ingsins við EBE, voru þessi gjöld um 37% ríkisteknanna. TOLLTEKJUR Almennar tolltekjur ríkis- sjóðs eru nú áætlaðar 16.314 m.kr. í ár eða rúmlega 18% meiri en í f járlagaáætlun, eink- um vegna mun meiri innflutn- ings en miðað var við í fjár- lagaáætlun, ekki sízt innflutn- ings hátollavöru. í áætlun næsta árs er gert ráð fyrir 7— 8% aukningu almenns vöruinn- flutnings að magni í samræmi við hinar almennu forsendur tekjuáætlunarinnar um breyt- ingar þjóðarútgjalda. Búast má við, að innflutningsverð í erlendri mynt hækki um 7 % að meðaltali á árinu 1978, en mið- að við gengi í september 1977 svarar það til um 12% verð- hækkunar í krónum. Samsetn- ing innflutnings eftir tollflokk- um er hér áætluð að mestu ó- breytt frá árinu í ár, en á þessu ári hefur mikið verið flutt inn af ýmiss konar hátollavörum og reynist tollhlutfall í ríkis- sjóð því sennilega nokkru hærra en 1976. í frumvarpinu er reiknað með tollalækkun í ársbyrjun 1978 samkvæmt gild- andi tollskrá, og er tolltekju- tap ríkissjóðs af þeim sökum talið nema um 1.600—1.800 m. kr. 1978, Tolltekjur ríkissjóðs 1978 eru nú áætlaðar 17.730 m.kr. eða tæplega 9% meiri en á þessu ári. Almennur vöruinn- flutningur er á hinn bóginn talinn aukast um nær 20% að verðmæti en vegna tollalækk- unarinnar lækkar tollhlutfall innflutningsins úr 16,5% 1977 í rúmlega 15% 1978. INNFLUTNINGSGJALD AF BIFREIÐUM Innflutningsgjald af bifreið- um er áætlað 2.100 m.kr. í ár og er það 500 m.'kr. umfram fjárlagaáætlun vegna mun meiri bílainnflutnings en reikn- að var með. í ár er talið, að alls verði fluttir inn um 6.500 bílar, en bílainnflutningur var afar lítill árin tvö á undan, 3.350 bílar 1975 og 2.755 bílar 1976 samanborið við 8.400 bíla að meðaltali næstu þrjú árin á umdan. Á næsta ári er búizt við svipuðum bílainnflutningi og í ár og að óbreyttri gjaldskrá og með tilliti til verðbreytinga má reikna með, að innflutnings- gjald af bifreiðum verði um 2.300 m.kr. á árinu 1978. Innflutningsgjald af benzíni er í ár áætlað óbreytt frá fjár- lagatölum eða 2.410 m.kr. Eins og fyrr segir er í frumvarpinu gert ráð fyrir, að benzíngjald verði hækkað verulega undir lok þessa árs í því skyni að auka vegagerð. Með hækkun benzíngjaldsins nú um 15 kr. pr. lítra er talið, að heildartekj- ur af benzíngjaldi verði 4.660 m.kr. 1978 eða 2.250 m.kr. meiri í ár. Er iþá ekki gert ráð fyrir frekari hækkun benzín- gjalds á árinu. Gúmmígjald er áætlað 90 m.kr. á næsta ári. Af öðrurn aðflutningsgjöld- um má nefna, að gjald af gas- og brennsluolíu er áætlað 485 m.kr. á næsta ári og er það 20 12 FV 8 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.