Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 16
við leiklhús í grannlöndunum,
þar sem rí'kisstyrkur er 80—
90%.
Tekjurnar voru áður í formi
skemmtanaskatts, en eru nú
bein framlög í samræmi við
fjárhagsáætlun beint af fjár-
lögum.
Gífurleg aðsókn hefur verið
að leikhúsinu oig undanfarin 5
ár hefur áhorfendafjöldi ekki
farið niður fyrir 90 þúsund og
allt upp í 100 og 130 þúsund.
Það kostar mikið að reka
menninigarfyrirtæki sem þetta
og ekki má gleyma að nálega
80 % af tilkostnaðinum eru
launagreiðslur og í rauninni eru
starfsmenn einum þriðja færri
hér en við sambærileg hús í
Bretlandi, Norðurlöndunum, að
ég tali nú ekki um Þýzkaland.
MENNINGIN EKKERT
SKRAUTBLÓM, SEM ER f
ENGUM TENGSLUM VIÐ
SLAGÆÐAR ATVINNU-
LÍFSINS
f sambandi við rekstur leik-
hússins þá hefur heyrst sú
skoðun að nef fyrir viðskiptum
almennt sé höfuðkostur í stjórn
leikhússins. Þar hef ég þá skoð-
un að það verði algjörlega að
haldast í hendur við þekkingu
á aðferðum leikhússins sjálfs
og verkefnum þess.
Oft var rætt um staðsetn-
ingu Borgarleikhússins og ég
var spurður að því hvar ég
teldi að það ætti að standa.
Sumum fannst svarið dálítið
einkennilegt, er ég sagði að
það ætti að standa í næsta ná-
grenni við bankana. En með
því vildi ég undirstrika að
menningin á ekki að vera
skrautblóm, sem er í engum
tengslum við slagæðar atvinnu-
lífsins.
Ég var mjög mótfallinn að
Borgarleikhúsinu var valin
staður í Kringlumýri, ekki
vegna staðarins, heldur vegna
þess að ég hef bá trú að Reykia-
vík þurfi ekki á tveimur mið-
bæjarkjörnum að halda. Gamli
miðbærinn í kvosinni er ekki
lifandi lengur. Þetta stafar af
því að lifandi borgarstemning
getur ekki skapast af því, að
einna helstu tengsl fólksins ut-
an heimilanna séu fólgin í því
Þjóðleik-
húsið tók
nýlega í
notkun
nýjan
ljósabúnað.
Einn starfs-
inanna
í ljósa-
herberginu
er hér við
vinnu sína.
að draga niður bílrúðu og kall-
ast á.
KOSTNAÐUR VIÐ HVERJA
UPPSETNINGU SKIPTIR
MILLJÓNUM KRÓNA
En hefur Þjóðleikhúsinu tek-
ist að vera á áætlun fjárlaga
eða fer það umfram í rekstri?
Þessu svaraði Sveinn Einarsson
þannig: — Það hefur komið
fyrir og það er viðbúið í rekstri
sem þessum þar sem vertíðin
getur verið upp og niður. Fjár-
lagagerð getur ekki staðist
hundrað prósent, það er utopia
að ímynda sér slfkt. Hins vegar
höfum við verið heppin síðustu
ár og þess vegna getað verið
stolt yfir að standast áætlun.
Hvað kostar svo að setja upp
einstaka sýningar? Sveinn
sagði: — Það er ákaflega mis-
jafnt. Óperur, þar sem aðgöngu-
miðaverð er hærra eru ákaf-
lega dýrar. Hljómsveit, kór og
einsöngvarar hleypa kostnað-
inum gífurlega upp.
Ef margir taka þátt í sýnimgu
verður hún dýrari, ef leikmynd
er flókin og búningarnir. Þetta
er ákaflega misjafnt. Við höf-
um haft fyrir sið að gefa ekki
upp neinar tölur, þær geta
blekkt, en hver uppsetning
skiptir milljónum. Sumar sýn-
ingar skila því margfalt til
baka en aðrar ekki.
EKKI HRIFINN AF
HEIMSKULEGUM AUGLÝS-
INGUM SEM LEIKARAR
KOMA FRAM í
Fastráðnir leikarar við Þjóð-
leikhúsið eru 30, fastráðnir
dansarar 10, en 5—10 sömgvar-
ar. Félagar í Þjóðleikhúskórn-
um eru ek’ki fastráðnir. Fast-
ráðnir starfsmenn Þjóðleik-
hússins í heild eru um 100
manns, 250—300 hafa laun í
hverjum mánuði, en alls um
600 manns hafa einhver laun
hjá Þjóðleikhúsinu.
Ráðningarform leikara eru tvö.
17 leikarar eru á svokölluðum A
samnimgi, sem er til langtíma,
en hinir leikararnir svo og 3
leikstjórar eru ráðnir frá ári
til árs. Þjóðleikhússtjóri hefur
verið settur frá ári til árs.
Leikarar hafa einnig umsvif
á öðrum sviðum t.d. koma þeir
fram í útvarpi, auglýsingum í
sjónvarpinu og á skemmtunum.
En hvert er álit Sveins Einars-
sonar á þessu? — Það er grund-
vallarregla að Þjóðleikhúsið á
að ganga fyrir. Mér finnst eðli-
legt að leikarar komi fram í
útvarpi, sjónvarpi, lesi upp á
skemmtunum o.þ.h. ef það bitn-
ar ekki á starfi þeirra við Þjóð-
lei’khúsið. En ég er ekki hrifinn
af heimskulegum auglýsingum,
sem leikarar hafa komið fram í.
Þorri áhorfenda ber þær gjarn-
an saman við það hlutverk, sem
leikarinn fer með í Þjóðleik-
húsinu. Þetta getur spillt fyrir
leikaranum ef hann er t.d. að
leika í dramatísku verki, ef
ekki beinlinis skaðað hann,
sagði Sveinn Einarsson að lok-
um.
16
FV 8 1977