Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 18

Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 18
Forsetabróðirinn Billy Carter: IJmdeildur háðfugl og skemmtikraftur, sem lætur allt flakka Billy Carter ræðir fjáröflunarleiðir sínar og tengslin við Jimmy bróður sinn í blaðaviðtali Peningamál Billy Carters, bróður Bandaríkjaforseta hafa mjög verið milli tannanna á fólki vestan hafs undanfarið og ýmsum sögum hefur farið af gííurlegum tekjum Billys, sem hann eigi fyrst og fremst að þakka veru Jimmys bróður síns í Hvíta húsinu og frægðarljómanum, sem fjölskyldan baðar sig nú í af !þeim sökum. Fyrir nokkru birtist viðtal við forsetabróðurinn Billy Carter í bandaríska vikuritinu U.S. News & Report, þar sem þessi mál voru gerð að umtalsefni. Hér á eftir fer ágrip af því. Sv.: — Fimm þúsund er ekki meðaltalið. Ég hef þó fengið svo háa greiðslu en það fer eftir því hvort um tveggja eða þriggja daga upptroðslu er að ræða. Það er breytilegt. Aðal- kjaftasagan hér í Plains geng- ur út á að ég græði á því að aug- lýsa uppáhalds bjórinn minn. Framleiðendur hans hafa aldrei gert mér neitt tilboð. Ég fæ einn og einn kassa gefins hjá dreifingaraðilum hérna. Það er allt og sumt. Sp.: — Hver heidurðu að árs- launin verði hjá þér, þegar allt er mcðtalið, — hlutur þinn í hnetubúgarðinum, benzinstöðin og framkoma á skemmtunum og fundum? 300 þús. dollarar? Sv.: — Minna. Sp.: — Hefur ,umboðsmaður þinn Iokaorðið um hvenær þú kemur fram á skemmtunum og hvenær ekki? Sv.: — Ég fæ samþykki hans fyrir öllu. Ég geri ráð fyrir að í inngangi að viðtalinu varp- ar U.S. News fram þeirri spurn- ingu, hvort Billy hefði 500 þús. dollara í tekjur árlega fyrir að koma fram við hin margvísleg- ustu tækifæri. Þessu neitaði Billy og sagði að talan værl miklu nær því að vera 200 þús. Sp.: — Hvað tekurðu mikið fyrir að ’t'roða upp í hvert skipti? Sv.: — Kemur ykkur ekkert við. Sp.: — Eru 5000 dollarar nærri lagi sem meðaltekjur fyr- ir hverja upptroðslu? Blaðamcnn ræða við Billy Carter á tröppunum heima hjá honum. 18 FV 8 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.