Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 27

Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 27
Agrip af próf riigerft : Starfshættir stjórnenda — eftir Björn Leví Itirgisson, viðskiptafræöing Athugun sú, er greint verður frá hér á eftir, mun vera sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Til- gangur hennar er að reyna að benda á leiðir og ráð til að stjórnendur megi nýta tíma sinn sem bezt. Einnig er tilgangurinn að athuga, livort einhver skyldleiki sé milli starfshátta íslenzkra stjórnenda og starfsbræðra þeirra erlendis. Grundvöllurinn að vali fyr- irtækja í athuguninni er úrtak Þjóðhagsstofnunarinnar, sem notað hefur verið við gerð iðn- aðarskýrslna stofnunarinnar. Öll fyrirtækin starfa að ein- hverju leyti við iðnað, þó að stór hluti starfsemi nokkurra þeirra sé verzlun. Valin voru fimmtán fyrirtæki, úr stærðar- flokki III, en það eru fyrirtæki, sem hafa fleiri en 1680 sly.sa- tryggðar vinnuvikur samkvæmt skýrslum Hagstofu íslands. Öll fyrirtækin eru staðsett í Reykjavík. Þrjátíu og þrjú fyr- irtæki eru í þessum flokki í Reykjavík. Þegar undanskilin höfðu verið þau fyrirtæki, sem eru ríkisrekin og þau sem skáru sig úr heildinni vegna stærðar sinnar voru eftir tuttugu og níu. Af þeim voru valin fimmtán af handahófi. Þó réðist valið að nokkru eftir því, hversu auð- velt var að ná sambandi við stjórnendur fyrirtækjanna. Til dæmis voru nokkrir þeirra, sem upphaflega voru valdir, erlend- is og því breyttist úrtakið lítil- lega. Athugunin fór þannig fram að lagður var listi með tólf spurningum fyrir efsta stjórn- anda hvers fyrirtækis. Spurn- ingunum var svarað samkvæmt eigin mati stjórnendanna. Eng- ar tímaathuganir voru gerðar, þannig að svör varðandi tíma- ráðstöfun eru áætlanir og ber því að taka svörin með fyrir- vara. Einn þeirra stjórnenda, sem var í úrtakinu hafði þó framkvæmt tímaathugun og voru svör hans byggð á þeirri athugun. Allir stjórnendurnir að einum undanskildum, skil- uðu svörum. LENGD VINNUVIKUNNAR Meðaltal unnins tímafjölda á viku hjá þeim þrettán stjórn- endum, sem svöruðu fyrstu spurningunni var 49,8 tímar. Könnun í Bandaríkjunum, gerð af tímaritinu „Fortune“ árið 1956 sýndi, að bandarískir stjórnendur vinna fleiri tíma í viku en íslenzkir starfsbræður þeirra, eða 57—60 tima í viku. Athugun Luijk í Hollandi sýndi að vinnuvika stjórnenda þar var 60 tímar eða meira. Stjórnendur þeir, sem Carlson athugaði í Svíþjóð unnu einn- ig mjög mikið, eða 8V2 til 11V2 tíma á dag auk helgar- vinnu. Það hefur hins vegar sýnt sig, bæði samkvæmt könn- un Burns og einnig samkvæmt könnun, sem Rosemary Stewart framkvæmdi 1967, að vinnu- vika brezkra stjórnenda er mun styttri en í áðurgreindum lönd- um, aðeins 42—44 tímar. Greinilegt er, af ofangreind- um tölum, að stjórnendur þurfa mjög oft að leggja á sig lengri vinnuviku, en undirmenn þeirra, til að ýta undir vöxt og viðgang fyrirtækja sinna. Peter F. Drucher minnist á það í bók sinni ,,The Effective Executive“, hve stutt vinnuvika brezkra stjórnenda er miðað við vinnuviku bandarískra stjórn- enda. Hans skoðun er sú, að stjórnendur þurfi að leggja á sig langan vinnudag til að fyr- irtæki þeirra staðni ekki eða dragist aftur úr öðrum í tækni- þróun og öðrum mikilvægum atriðum. Brezkir stjórnendur hafi hins vegar viljað njóta mikils frítíma, eins og undir- menn þeira. Drucher álítur að þetta sjónarmið sé ein af orsök- um mjög hægfara þróunar og jafnvel stöðnunar margra brezkra fyrirtækja eftir síðari heimsstyrjöldina og eigi sinn þátt í því, að Bretland hefur di’egist aftur úr öðrum löndum í tækniþróun o.fl. Islenzkir stjói'nendur virðast því leggja á sig nokkru lengri vinnudag en þeir brezku, en komast þó ekki nálægt hol- lenzkum og bandarískum starfs- bræðrum sínum. Dreifingu á tímafjölda hjá einstökum stjórnendum má sjá á mynd 3. VINNUSTAÐUR OG TRUFLANIR Þó að oft sé erfitt að ná sam- bandi við stjórnendur fyrir- tækja og fólk láti stundum orð um það falla að þeir séu aldrei við, þá kemur annað í ljós, þeg- ar svör við fjórðu spui’ningu á listanum eru athuguð. Á mynd fjögur sjáum við, hve miklum tíma hver stjórnandi eyðir að meðaltali innan fyi’irtækisins. Enginn eyðir þar minna en 60% af vinnutímanum og mest allt að 94% (mynd 4). Að með- altali eyddu stjórnendur 81% af tíma sínum innan eigin fyr- irtækis. Samkvæmt niðurstöð- um Rosemary Stewart eyddu brezkir stjórnendur nokkru meiri tíma innan eigin fyrir- tækja eða 91%. En hve miklu ráða stjórnend- urnir um það, hvernig þeir nota þann tíma ,sem þeir dvelja FV 8 1977 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.