Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 31

Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 31
Ágrip af prófritgerð Fjölskyldufyrirtæki og kynslóðaskipti — eftir Skúla Kjartansson, viðskiptafræðing Vi& fráfall ciganda, sem liaft hefur með höndum stjórn fyrirtækis síns, minnka þær tekjur, sem fjölskyldan liefur haft af rckstrinum, verulega. Erfitt getur reynst að finna hæfan eftirmann og Iaunakostnaðiur hans kemur beint niður á tekjum fjölskyldunnar. Hjá smærri fyrirtækjum, sem hafa aðeins gefið af sér nægjanlegar tekjur til þess að framfleyta fjölskyldunni sómasamlega, verð- ur lítið eftir. Sé sú leið valin, að selja fyr- irtækið, dreifast greiðslurnar á nokkur ár, jafnvel áratug, bæði vegna skattaástæðna og vegna þess, að fjármagn til fyrirtækja- kaupa liggur sjaldan á lausu. Þessa peninga er erfitt að binda þannig að þeir geti gefið af sér öruggar og jafnar tekjur. í slíku verðbólguþjóðfélagi, sem hér er myndu afborganirnar minnka mjög í raunvirði, eftir því sem liði á tímabilið. Fjöl- skyldan hefði þannig sæmileg- ar ,,tekjur“ meðan verið væri að greiða fyrirtækið upp, en síðan féllu þær niður að mestu. Sá möguleiki er þó fyrir hendi að gera framfærslusamning við söluna. Við söluna gæti töluverður hluti söluhagnaðarins orðið tekjuskattsskyldur. Söluhagn- aður reiknast sem mismun- ur á söluverði og bókfærðu virði fyrirtækisins, en ekki því virði, sem erfðafjárskattur hef- ur verið greiddur af. Með því að semja um greiðslu eftirlauna til maka fyrri eiganda, mætti lækka söluverðið til skatts. # Almannatryggingar Ein mikil- vægasta ákvörðun stjórnand- ans er að velja sér eftirmann. Reynslan sýnir að stjórnand- inn er driffjöðrin í fyrirtæk- inu eða þegar verst gcngur, veikasli hlekkur- inn. — Almannatryggingar eru skyldutryggingar á vegum hins opinbera og greinast þannig frá hinni frjálsu vátryggingarstarf- semi, sem rekin er af einstökum vátryggingarfélögum. Núgild- andi lög um almannatrygging- ar voru sett 20. april 1971, og hefur þeim verið breytt lítillega siðan, auk þess að upphæðum hefur verið breytt alloft. Til al- mannatrygginga teljast: I. Líf- eyristryggingar, sem taka með- al annars til ellilífeyris, ekkju- bóta og ekkjulífeyris. II. Fjöl- skyldubætur, III. Slysatrygg- ingar og IV. Sjúkratryggingar. • Ellilífeyrir — Rétt til ellilífeyris eiga þeir, sem eru 67 ára eða eldri FV 8 1977 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.