Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 33
og hafa átt lögheimili hér á
landi minnst 3 ár. Fullan líf-
eyri fá þeir sem hafa átt lög-
heimili hér að minnsta kosti
40 ár.
Frestun á töku ellilífeyris
hækkar hann í stigum. Þannig
fær lífeyrisþegi, sem rétt á á
fullum lífeyri, sem tekur hann
strax við 67 ára aldur 23.919
kr. á mánuði, en sé lífeyririnn
tekinn fyrst við 72 ára aldur er
hann 39.960 kr. á mánuði. Frest-
un fram yfir 72ja ára aldur
veldur ekki frekari hækkun-
um.
Lífeyrir hjóna, sem bæði fá
lífeyri er 90% af lífeyri tveggja
einstaklinga, og einnig er heim-
ild til þess að greiða maka elli-
lífeyrisþega allt að 80% ein-
staklingslífeyris. Þannig yrði
lífeyrir hjóna, ef bæði tækju
hann fyrst við 67 ára aldur,
43.054 kr. á mánuði og í hinu
tilvikinu 71.928 kr.
Með breytingarlögum 21. maí
1974 var ákveðið að greiða elli-
iífeyrisþegum uppbót á lífeyr-
inn, en fyrir var heimild til
þess í lögum. Séu aðrar tekjur
ellilífeyrisþega ekki meiri en
120.000 kr. á ári, er greidd upp-
bót, kr. 20.992 á mánuði. Þann-
ig fengi einstaklingur, sem tæki
ellilífeyri fyrst 67 ára, 44.911
kr. á mánuði og hjón 80.840 kr.,
en einstaklingur. sem tæki líf-
eyrinn fyrst 72 ára fengi
60.952 kr. á mánuði og hjón
kr. 109.714. Heimild er til þess
að greiða ellilífeyrisþega barna-
lífeyri, kr. 12.239, með hverju
barni, sem hann hefur á fram-
færi sínu undir 17 ára aldri.
# Ekkjubætur
og lífeyrir
— Sú kona ,sem á lögheimili
hér á landi og verður ekkja inn-
an 67 ára aldurs á rétt á bótum
í 6 mánuði eftir lát manns síns,
kr. 29.970 mánaðarlega. Hafi
hún barn yngra en 16 ára á
framfæri sínu, á hún ennfrem-
ur rétt á bótum í 12 mánuði í
viðbót, kr. 22.473 mánaðar-
lega.
Þegar ekkjubætur falla nið-
ur, á sú kona sem var orðin 50
ára við lát manns síns rétt á
lífeyri til 67 ára aldurs. Upp-
hæð hans miðast við aldur kon-
unnar, þegar lífeyrisréttur
stofnaðist, og er til dæmis
11.960 kr. á mánuði við 50 ára
aldur og kr. 23.919 við 60—-66
ára aldur. Ekklar njóta ekki
samsvarandi réttinda.
0 Sjúkra- og
slysatryggingar
— Tryggingarnar greiða
sjúkrahjálp, dagpeninga, ör-
orkubætur og dánarbætur.
Sjúkrahjálp er í flestum tilvik-
um greidd að fullu, en annars
að % hlutum. Lífsnauðsynleg
lyf eru greidd að fullu, önnur
ýmist að 3A hlutum eða helm-
ingi, og ferðakostnaður til
læknis að hálfu til % hlutum.
Dagpeningar greiðast í allt að
52 vikur. Þeir eru 1.289 kr. á
dag auk 277 kr. á hvern heimil-
ismann, sem viðkomandi hefur
á framfæri sínu. Örorkubætur
og örorkulífeyrir eru samsvar-
andi lægsta ellilífeyri og sam-
svarandi álag greiðist einnig.
Dánarbætur til hvors foreldris
eru 374.521 kr.
Slysatryggingar ná til slysa
við vinnu og fleira, en atvinnu-
rekendur geta sleppt trygging-
unni fyrir sig, maka sinn og
börn yngri en 16 ára. Sjúkra-
trygginga njóta allir.
# Lífeyrissjóðirnir
— í dag eru flestar stéttir
skyldaðar til að vera í lífeyris-
sjóði. Iðgjöld sjóðanna eru 10%
af launum viðkomandi sjóðfé-
laga, ýmist heildarlaunum, svo
sem í Lífeyrissjóði Sjómanna,
eða af grunnlaunum, svo sem í
Lífeyrissjóði E. f. Lífeyrissjóð-
irnir veita sjóðfélögum sínum
rétt til ellilífeyris, örorkulífeyr-
is, lífeyri til maka og barna við
fráfall og flestir lífeyrissjóðir
stunda lánastarfsemi til sjóðfé-
laganna.
Ellilífeyrir miðast oftast við
eitthvað meðaltal launa sein-
ustu starfsár viðkomandi.
Greiðist síðan ákveðinn %-
hluti þessa meðaltals, miðað
við hve lengi viðkomandi hefur
verið sjóðfélagi, þó þannig að
réttur til ellilífeyris stofnast
ekki fyr en við 65 ára aldur og
eftir 10 ára iðgjaldagreiðslu.
Nú orðið er lífeyririnn þó oft
miðaður við gildandi laun í
sömu grein og viðkomandi vann
í, vegna verðbólguáhrifa. Þann-
ig eiga alþingismenn rétt á allt
að 70% þinglauna miðað við
laun hverju sinni, en sjómenn
allt að 50% þeirra meðaltals-
launa, sem þeir þénuðu sein-
ustu 10 starfsár sín. Samtök at-
vinnurekenda reka ekki eigin
lífeyrissjóð.
# Frjálsar tryggingar
— Svokölluð áhættulíftrygg-
ing er eina form frjálsra trygg-
inga, sem notað er hérlendis að
nokkru marki, í því skyni að
tryggja afkomuna, auk sjúkra-
og slysatrygginga. Þá er fjöl-
skyldu hins tryggða greidd á-
kveðin upphæð við fráfall hans,
en tryggingin fellur svo úr
gildi við ákveðinn aldur trygg-
ingartaka, til dæmis 65 ára ald-
ur. Tryggingarupphæðin og ið-
gjöldin eru yfirleitt vísitölu-
bundin.
Iðgjaldaupphæðin miðast við
aldur hins tryggða þegar trygg-
ingin er tekin. Miðað við 5
milljón króna útborgun við
dauða, er iðgjald fyrir mann,
sem hefur tekið trygginguna 25
ára gamall, um 17 þúsund kr.
á ári. en um 26 þúsund fyrir
annan, sem hefur tekið hana
40 ára.
# Stjórnandinn
— Fyrirtækið stendur og fell-
ur með stjórnandanum. Nær
undantekningarlaust má rekja
það til stjórnandans ef
reksturinn mistekst. Þó að það
sé ekki alltaf beint stjórn-
FV 8 1977
33