Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 41

Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 41
Starfsmönnum í þessum iðn- aði í Danmörku fækkaði t.d. úr 43.400 í 31.000 á sama tímabili. Vefja- og fataiðnaður í Noregi fær almennt ríkisstyrk er nem- ur Nkr. 2.40 pr .unna klst. Sví- ar veita mikla fjárfestingastyrki t.d. ef fyrirtæki í þessum iðnaði sameinast og nema þeir styrk- ir um 10 millj. Skr. auk þess fá fyrirtæki í Norður-Svíþjóð Skr. 5.00 pr. unna klst. og Skr. 15.00 pr. unna klst. hjá starfsmönn- um sem eru yfir 50 ára. Þann- ig mætti halda áfram að tíunda styrkjakerfið í lönd- unum í Norður-Evrópu. Nú virð- 40 milljónir í styrk til ráðgjafa- starfsemi til þessa iðnaðar. ist stefnan þó vera sú í vaxandi mæli að auka opinbert fjár- magn og styrki til hagræðingar og tæknivæðingar vefja- og fataiðnaðarins í þessum lönd- um .T.d. veita Svíar u.þ.b. Skr. Skóiðnaðurinn í Evrópu held- ur áfram að flytjast til láglauna- landa og v-þýsk stórfyrirtæki láta nú framleiða mikið fyrir sig erlendis t.d. í Taiwan og framleiðendum fækkar stöðugt en fyrirtækin sem eftir verða stækka. (Skóframleiðendum i V-Þýskalandi fækkaði þannig um 19 árið 1976). Leður- og skinnavörumark- aðurinn í Evrópu á við sömu vandamál að stríða og markaðs- hlutdeild landanna í Austur- löndum fjær og Austur-Evrópu virðist stöðugt vaxa. Vandamál á Bandaríkjamarkaði eru sama eðlis en 30% af hinum mikla viðskiptahalla i Bandaríkjunum 1976 var vegna aukins innflutn- ings vefja- og fatnaðarvöru. Markaðshorfur íslenskar ullar- og skinnavör- ur bera háa tolla í Bandaríkj- unum og Kanada sem gerir sam- keppnisaðstöðuna mjög erfiða, en í Efnahagsbandalagslöndun- um njóta þessar vörur tollfríð- inda samkvæmt viðskiptasamn- ingi íslands við EBE og 1. júlí 1977 féll tollurinn alveg niður. Það er brýnt hagsmunamál ís- lenskra framleiðenda að sér- staða íslenskrar ullar- og skinnavöru verði viðurkennd í Bandaríkjunum og við fáum svonefnda sérstöðu (Most Fa- vored Nation Status) fyrir þess- ar vörur en slíkar undantekn- ingar eru algengar í Bandaríkj- unum. Sovétríkin hafa undan- farin ár verið stærsti kaupandi á ullar- og skinnavörum frá Is- landi en þangað voru fluttar út ullar- og skinnavörur fyrir tæp- lega 750 milljónir króna árið 1976. Jafnvel þótt verð hafi ekki alltaf verið há á þessum markaði hefur verið hér um að ræða stórar pantanir sem hafa verið hagkvæmar í fram- leiðslu og er því síst ástæða til að gera lítið úr þýðingu þessa markaðar . Hér er þó fyrst og fremst um fjöldaframleiðslu að ræða, en hin yfirlýsta stefna hefur verið að framleiða gæðavöru í sér- flokki sem stendur framarlega sem dýr tískuvara. Sovétmark- aðurinn uppfyllir ekki þau skil- yrði, en er hins vegar fastur punktur sem gott er að hafa með á sveiflukenndum tísku- vörumarkaði. Af því sem að framan getur má vera ljóst að markaðshorfur eru ekki sérstaklega bjartar og ekkert útlit fyrir öðru en sam- keppni muni halda áfram að fara harðnandi. Vefja- og fataiðnaðurinn á í vök að verjast í nær öllum löndum V-Evrópu þrátt fyrir mikla opinbera styrki. Sérstak- lega hefur samkeppnin verið hatröm þar sem gerfiefni eiga í hlut en náttúrleg efni — ull og skinn — hafa staðið sig bet- ur. Það verður að hlúa að þess- um iðnaði og gæta þess að sam- keppnisaðstaða hans verði ekki skert hér heima fyrir og starfs- aðstaðan verði ekki verri en þeirra fyrirtækja sem keppa þarf við erlendis. íslenska hrá- FV 8 1977 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.