Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 41

Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 41
Starfsmönnum í þessum iðn- aði í Danmörku fækkaði t.d. úr 43.400 í 31.000 á sama tímabili. Vefja- og fataiðnaður í Noregi fær almennt ríkisstyrk er nem- ur Nkr. 2.40 pr .unna klst. Sví- ar veita mikla fjárfestingastyrki t.d. ef fyrirtæki í þessum iðnaði sameinast og nema þeir styrk- ir um 10 millj. Skr. auk þess fá fyrirtæki í Norður-Svíþjóð Skr. 5.00 pr. unna klst. og Skr. 15.00 pr. unna klst. hjá starfsmönn- um sem eru yfir 50 ára. Þann- ig mætti halda áfram að tíunda styrkjakerfið í lönd- unum í Norður-Evrópu. Nú virð- 40 milljónir í styrk til ráðgjafa- starfsemi til þessa iðnaðar. ist stefnan þó vera sú í vaxandi mæli að auka opinbert fjár- magn og styrki til hagræðingar og tæknivæðingar vefja- og fataiðnaðarins í þessum lönd- um .T.d. veita Svíar u.þ.b. Skr. Skóiðnaðurinn í Evrópu held- ur áfram að flytjast til láglauna- landa og v-þýsk stórfyrirtæki láta nú framleiða mikið fyrir sig erlendis t.d. í Taiwan og framleiðendum fækkar stöðugt en fyrirtækin sem eftir verða stækka. (Skóframleiðendum i V-Þýskalandi fækkaði þannig um 19 árið 1976). Leður- og skinnavörumark- aðurinn í Evrópu á við sömu vandamál að stríða og markaðs- hlutdeild landanna í Austur- löndum fjær og Austur-Evrópu virðist stöðugt vaxa. Vandamál á Bandaríkjamarkaði eru sama eðlis en 30% af hinum mikla viðskiptahalla i Bandaríkjunum 1976 var vegna aukins innflutn- ings vefja- og fatnaðarvöru. Markaðshorfur íslenskar ullar- og skinnavör- ur bera háa tolla í Bandaríkj- unum og Kanada sem gerir sam- keppnisaðstöðuna mjög erfiða, en í Efnahagsbandalagslöndun- um njóta þessar vörur tollfríð- inda samkvæmt viðskiptasamn- ingi íslands við EBE og 1. júlí 1977 féll tollurinn alveg niður. Það er brýnt hagsmunamál ís- lenskra framleiðenda að sér- staða íslenskrar ullar- og skinnavöru verði viðurkennd í Bandaríkjunum og við fáum svonefnda sérstöðu (Most Fa- vored Nation Status) fyrir þess- ar vörur en slíkar undantekn- ingar eru algengar í Bandaríkj- unum. Sovétríkin hafa undan- farin ár verið stærsti kaupandi á ullar- og skinnavörum frá Is- landi en þangað voru fluttar út ullar- og skinnavörur fyrir tæp- lega 750 milljónir króna árið 1976. Jafnvel þótt verð hafi ekki alltaf verið há á þessum markaði hefur verið hér um að ræða stórar pantanir sem hafa verið hagkvæmar í fram- leiðslu og er því síst ástæða til að gera lítið úr þýðingu þessa markaðar . Hér er þó fyrst og fremst um fjöldaframleiðslu að ræða, en hin yfirlýsta stefna hefur verið að framleiða gæðavöru í sér- flokki sem stendur framarlega sem dýr tískuvara. Sovétmark- aðurinn uppfyllir ekki þau skil- yrði, en er hins vegar fastur punktur sem gott er að hafa með á sveiflukenndum tísku- vörumarkaði. Af því sem að framan getur má vera ljóst að markaðshorfur eru ekki sérstaklega bjartar og ekkert útlit fyrir öðru en sam- keppni muni halda áfram að fara harðnandi. Vefja- og fataiðnaðurinn á í vök að verjast í nær öllum löndum V-Evrópu þrátt fyrir mikla opinbera styrki. Sérstak- lega hefur samkeppnin verið hatröm þar sem gerfiefni eiga í hlut en náttúrleg efni — ull og skinn — hafa staðið sig bet- ur. Það verður að hlúa að þess- um iðnaði og gæta þess að sam- keppnisaðstaða hans verði ekki skert hér heima fyrir og starfs- aðstaðan verði ekki verri en þeirra fyrirtækja sem keppa þarf við erlendis. íslenska hrá- FV 8 1977 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.