Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 46

Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 46
SamlíAannaéar Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri: „Höfum orðið fyrir meiri áföllum nú en nokkru sinni fyrr á einu ári” Rekstrarkostnaður iðnfyrirtækja Sambandsins hefur hækkað um nærri 40%. Engar verðhækkanir erlendis Á Gleráreyrum á Akureyri standa verksmiðjur iðnaðardeildar Sambandsins með húsakosti ag vélum, sem samkvæmt brunabótamati í fyrra var hátt á þriðja milljarð króna að verðmæti. Þarna ganga um 750 manns daglega til vinnu og umtalsverður hluti af framleiðslunni fer til útflutnings. Hjörtur Eiríksson er framkvæmdastjóri iðnaðardeildar Sambandsins og hefur skrifstofu sína á Ak- ureyri. Hann hefur starfað hjá Sambandinu í 28 ár og fluttist norður til Akureyrar árið 1952. Um þriggja ára skeið var Hjörtur við nám í Þýzkalandi í ullarvinnslu og hefur auk þess starfað um tíma erlendis í þágu Sambandsins. í samtali okkar við Hjört var fyrst minnzt á upphaf iðnreksturs Sambands ísl. samvinnufélaga og sögu iðnaðardeildarinnar. Hjörtur: — Segja má að iðn- aður Sambandsins hafi byrjað með gærurotun 1923. T’ilgang- urinn var að skilja ullina frá bjórnum en þá fékkst betra verð með því að selja þessar afurðir sitt í hvoru lagi. Það var Þorsteinn Davíðsson sem byrjaði þessa framleiðslu en hann hafði verið sendur til Bandaríkjanna 1921 til að kynna sér hana. Síðan þróaðist þetta og byrjað er á sútun 1934 og ári seinna á skófram- leiðslu. Ullarverksmiðjan Gefj- un er keypt 1930 en sú verk- smiðja var stofnsett 1897. Var strax hafizt handa um stækk- un bæði í spuna og vefnaði Sápuverksmiðjan Sjöfn og Kaffibætisgerðin Freyja voru stofnsettar 1932 með KEA. Þegar Vilhjálmur Þór tók við stjórn Sambandsins 1946 beitti hann sér strax fyrir geysilegri iðnvæðingu og byrjað var að reisa þessar miklu byggingar á Akureyri 1947. Vélakostur Gefj- unar var allur endurnýjaður og verksmiðjan stóraukin á allan 46 Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri. Verksmiðjur Sambandsins á Gleráreyrum í baksýn. FV 8 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.