Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 47
í skinnaverksmiðjunni. Upphaf verksmiðjurekstursins á Akureyri
var gfærurotun vegna útflutnings á þessu hráefni. Nú er það
fullnýtt í tízkufatnað, sem saumaður er til útflutnings.
hátt. Þá var einnig keypt
prjónastofa Ásgríms Stefáns-
sonar. sem síðar var nefnd fata-
verksmiðjan Hekla. Eftir stríð-
ið jukust umsvifin þannig mjög
mikið.
F.V.: — Hvaða fyrirtæki
hcyra nú undir iðnaðardeild-
ina?
Hjörtur: — Það eru ullar-
verksmiðjan Gefjun, skinna-
verksmiðjan Iðunn, skóverk-
smiðjan Iðunn, fataverksmiðjan
Hekla og svonefndur Hug-
myndabanki sem er staðsettur
á Akureyri. Síðan er það sæng-
urgerðin á Sauðárkróki, fata-
verksmiðjan Höttur í Borgar-
nesi, saumastofa Gefjunar,
verzlunin Torgið og Jótunn hf.
i Reykjavík. Einnig ber að telja
nokkrar sameignarverksmiðjur
eins og prjónastofuna Dyngju á
Egilsstöðum, sem við eigum að
% móti Kaupfélagi Héraðsbúa.
Efnagerðina Sjöfn og Kaffi-
brennslu Akureyrar eigum við
til helminga á móti Kaupfélagi
Eyfirðinga. Nýjasta fyrirtækið
er svo Plasteinangrun h.f. á
Akureyri, en í því eigum við
45.5% af hlutabréfum, Kaupfé-
lag Evfirðinga annað eins og
einstaklingar 9,5%.
Plasteinangrun hefur starfað
um nokkurra ára bil og fram-
leitt einangrunarplast og plast-
poka. en nú hefur orðið um-
svifamikil aukning á fyrirtæk-
inu. bar sem bað hefur byrjað
framleiðslu á alls konar veiðar-
færum.
F.V.: — Hve margir starfa
hjá bessum fvrirtækjum og
hvert or framleiðsluverðmæti
hjá þeim?
Hjörtur: — Hjá öllum þess-
um fyrirtækjum starfa samtals
920 manns en hjá fyrirtækjum,
sem iðnaðardeildin á ein, geri
ég ráð fyrir að starfi um 750
manns. Framleiðslan árið 1976
var 4,7 milljarðar króna og við
búumst við að aukningin verði
um 50%, á þessu ári í krónum
talið. Utflutningurinn var í
fyrra um það bil einn þriðji af
heildarframleiðslunni.
F.V.: — Af hverju hefur Ak-
ureyri orðið miðstöð iðnaðar-
starfsemi Sambandsins í stað
þess að hún dreifðist' víðar um
landið?
Hjörtur: —- Ástæðan er sú,
að stofninn var fyrir hendi á
Akureyri og óneitanlega er viss
hagkvæmni af því að hafa þetta
allt á sama stað. Það minnkar
flutningskostnað, sem er mikill
hér á landi. Ullarverksmiðjan
Gefjun framleiddi garn og dúk
og skinnaverksmiðjan Iðunn
vann skinnin til frekari með-
ferðar, þannig að mönnum
fannst rétt að hafa úrvinnsluna
á sama stað.
F.V.: — Er mikil ásókn í það
af liálfu annarra bygfirðarlaga
að fá verksmiðiur iðnaðardeild-
arinnar veistar í síuu umdæmi?
Hjörtur; — Já, mjög mikil.
Sannleikurinn er sá. að varla
iíður sú vika, að ekki sé beðið
um að við setjum upp iðnað
einhvers staðar á landinu. Þess-
ar beiðnir hafa komið frá mörg-
um stöðum í hverri einustu
sýslu landsins.
F.V. :— Hvað hafa menn þá
íhuara. Fleiri prjónastofur?
Iljörtur: — Óneitanlega er
mikið um beiðnir um sauma-
eða prjónastofur. Það er á viss-
an hátt afar skiljanlegt. því að
tilkostnaðurinn við að setja upp
saumastofur er lítill. Vélakostn-
aðurinn er lágur og fjármagns-
þörfin lítil. Það er fyrst og
fremst launakostnaðurinn og
hráefniskostnaður, sem skiptir
máli. Þess vegna hafa augu
manna svo mjög beinzt að
saumastofunum. Hins vegar er
takmarkað, hvað hæg-t er að
bæta við af saumastofum og
spurning, hvort ekki verði að
tryggja betur stöðu þeirra, sem
þegar eru starfandi áður en ráð-
izt verði í að setja upp fleiri
stofur.
F.V.: — Hvernig sýnist þér
út'lit fyrir rekstur sauma- og
prjónastofanna á næstu miss-
erum eða allra næstu árum?
Hjörtur: — Útlitið er mjög
alvarlegt eins og er. Á þessu
ári höfum við orðið fyrir geysi-
legum áföllum, stærri og meiri
en nokkru sinni á einu ári svo
lengi sem ég man. Það kann
að vera, að árið 1966, sem var
mjög erfitt íslenzkum iðnaði,
komist eitthvað til jafns við
þetta.
Framtíð íslenzks iðnaðar er
undir því komin ,að við getum
hamið verðbólguna, sem hér
geisar og háir allri framleiðslu
svo gífurlega mikið, að því
verður tæpast lýst. Til dæmis
hefur rekstrarkostnaður hækk-
FV 8 1977
47