Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 49
Nú er bónuskerfi í öllum verksmiðjum iðnaðardeildarinnar. ís-
lendingar í framleiðsluiðnaði hafa það ekki verr en nágrannar
þeirra.
að á þessu ári um nærri 40%.
Á móti þessum hækkunum á
rekstri hefur komið 10-11%
gengissig frá áramótum.
Á tímabilinu hafa aftur á
móti engar verðhækkanir orð-
ið á framleiðslu okkar. Það
segir sig því sjálft, að þarna
hefur myndazt mikið bil, sem
við getum engan veginn brúað
með aukinni framleiðni eða
sparsemi í rekstri.
F.V.: — Hvernig er verðþró-
unin fyrir ,ullarvörur á erlend-
um mörkuðum?
Hjörtur: — Hún er mjög ó-
hagstæð sem stendur. Heims-
markaðsverð á ull er nú um 7%
lægra en það var á sama tíma
í fyrra. Þetta gerir það að verk-
um að ekki er við neinum
verðhækkunum að búast á
næstu misserum á erlendum
mörkuðum.
Að sjálfsögðu er þetta mikið
vandamál fyrir fyrirtæki í ull-
ariðnaði. Við getum frekar bú-
izt við að þurfa að lækka vöru-
verðið hjá okkur til útflutnings
á sama tíma og allur tilkostn-
aður hækkar stórlega heima
fyrir. Við hækkuðu verðlagi er-
lendis er ekki að búast.
Veruleg ástæða fyrir verri
kjörum hér heima er hækkað
verð á sjávarafurðum. Við á-
kvörðun á gengi íslenzku krón-
unnar er tekið mið af afkomu
sjávarútvegsins, sem hefur átt
auðveldara með að taka á sig
hækkanir innanlands en iðnað-
urinn vegna hækkaðs verðlags
á sjávarafurðum erlendis.
Vandamál ullariðnaðarins og
prjóna- og saumastofanna al-
mennt eru því mjög mikil um
þessar mundir og horfurnar allt
annað en glæsilegar. Við verð-
um að gefa upp bindandi verð
fyrir allt næsta ár í nóvember
og um áramót þótt kaupendurn-
ir taki ekki vöruna fyrr en
næsta haust.
F.V.: — Svo vikið sé að stöð-
unni hér á heimamarkaðinum.
Hvernig gengur verksmiðjunum
vkkar að heyja samkeppni við
innflutninginn?
Hjörtur: — Samkeppnin seg-
ir mjög víða til sín og það með
vaxandi þunga, því að nú lækka
tollar árlega á innfluttum vör-
um. Sérstaklega verðum við
varir við samkeppnina núna,
því gengi krónunnar er tiltölu-
lega hátt skráð, þannig að það
er hagstætt að flytja inn vörur
í samanburði við framleiðslu-
kostnað.
Það kreppir mest að í skó-
verksmiðjunni. Hún stendur í
mjög harðri samkeppni við inn-
flutning. Þetta á líka við um
vinnufatadeildina, þar sem inn-
flutningur á slíkri vöru er vax-
andi. Raunar má segja þetta um
allan fataiðnaðinn, þar með
taldar fatasaumastofur i
Reykjavík, því að þær standa
í harðri samkeppni við innflutn-
ing frá Bandaríkjunum og Evr-
ópu.
F.V.: — Er ef til vill engin
framtíð fyrir skógerð á íslandi?
Hjörtur: — Það er vissulega
spurning. sem við höfum velt
fyrir okkur. Það er viss metn-
aður hjá okkur að leggja skó-
gerðina ekki niður. Við teljum
líka að hagur hennar batnaði
ef við gætum náð að framleiða
mjög fáar gerðir af skóm til út-
flutnings, vandaða skó í tiltölu-
lega háum verðflokki, sem hægt
væri að selja í nokkru magni,
t.d. á Norðurlöndunum. Það
Ofinn dúkur í ábreiður fyrir
Loftleiðir.
þarf ekki mikið magn til þess
að þetta verði hagkvæmt fyrir
skógerðina. Ef við gætum selt
40—50 þús. pör í fjórum, fimm
gerðum, væri komin á viss
fjöldaframleiðsla, sem gefur svo
miklu betri raun en ef við
framleiðum aðeins 200—300
pör af hverri gerð eins og tíðk-
azt hefur hjá okkur undanfarið
og gerir framleiðsluna mjög
dýra.
F.V.: — Hver er skófram-
lciðslan hjá ykkur núna?
Hjörtur: — Um það bil 50
FV 8 1977
49