Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 60

Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 60
Hellissandur: Atvinnulíf snýst fyrst og fremst um fisk — enginn framleidsluiðnaður, en stærsta framkvæmdin er bygging grunnskóla Neshreppur utan Ennis, sem nær yfir þéttbýlisstaðina á Rifi og Hellissandi, er með skrif- stofur sínar í Félagsheimilinu Röst. Þar hitti Frjáls verslun svei'tarstjórann, Samúel Olafs- son og féllst hann fúslega á að segja lesendum blaðsins frá at- vinnulífi í hreppn.um. — Þar sem atvinnulíf hér snýst fyrst og fremst um fisk er sennilega best að ég byrji á fiskvinnslufyrirtækjunum, sagði Samúel. — Stærst á því sviði er Hraðfrystihús Hellis- sands, sem aðallega er með frystingu á fiski, en verkar dá- lítið í salt og skreið. Fyrirtækið hefur starfað í um það bil 30 ár. Það er í nokkuð gömlu hús- næði, en góðu og vélakostur hefur verið endurnýjaður reglu- lega. Það eru um 30—50 manns sem vinna hjá Hraðfrystihús- inu en framkvæmdastjóri þess er Rögnvaldur Ólafsson. Önn- ur fiskverkunarfyrirtæki eru öll smærri í sniðum. Kristján Guðmundsson er með saltfisk- verkun á Rifi og er með 10—15 manns í vinnu. Jökull h.f. heitir saltfiskverkun á Hellissandi sem er með svipuðu fyrirkomu- Samúel Ólafsson, sveitarstjóri. lagi. Framkvæmdastjóri þess er Skúli Alexandersson. Stærsti útgerðaraðilinn í hreppnum er Skarðsvík h.f. sem gerir út sam- nefndan bát. Það er stærsti bát- urinn á staðnum og hefur verið með aflahæstu bátum á landinu undanfarin ár. Framkvæmda- stjóri Skarðsvíkur er Svein- björn Benediktsson en skip- stjóri á Skarðsvík er Sigurður Kristjánsson. Sigurður Ágústs- son h.f. í Stykkishólmi hefur verið með útgerð hér og rækju- vinnslu. Einnig hefur verið unnið dálítið af skel hjá fyrir- tækinu. Þar vinna 20—30 manns. Búrfell h.f. hefur rekið lítið frystihús á Rifi. en er nú með saltfiskverkun eingöngu. ENGINN FRAMLEIÐSLUIÐNAÐUR — í hreppnum er enginn framleiðsluiðnaður, sagði Sam- úel, en nokkrir iðnaðarmenn vinna við byggingariðnað. Svo er hér bifreiðaverkstæði sem Einar Sigurðsson rekur og þjón- ar það staðnum og nærsveitum. — Af verslunarfyrirtækjum er stærst útibú Kaupfélags Borgfirðinga sem er með nokk- uð alhliða verslun. Fyrst og fremst er það matvara sem verslunin er með, en einnig nokkuð af búsáhöldum og fatn- aði. Einnig er hægt að fá pant- að frá Borgarnesi allt sem nöfn- um tjáir að nefna. Hjá kaupfé- laginu eru 5—6 starfsmenn. Hafnarbúðin á Rifi sem Sigurð- ur Jóhannesson á er svipað fyr- irtæki með matvöru, fatnað og 60 FV 8 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.