Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 63
Ólafsvík
Með
elztu löggiltu verzlunar-
stöðum á landinu
— Gerð hefur verið 10 ára áætlun um gatnagerð
Það mun nýlega hafa verið uppgötvað, að Ólafsvík er einna
elsti löggiltur verslunarsfaður á landinu. Erlendir kaupmenn sem
notuðu Rifsós sem höfn urðu að flytja sitarfsemi sína þaðan til
Ólafsvíkur. Kröfðust þeir þess af Kristjáni 5. Danakonungi að
hann löggilti staðinn og gerði hann það með bréfi dagsettu 26.
mars 1687.
Alexander Stefánsson heitir
sveitarstjórinn á þessum gamla
verslunarstað. Frjáls verslun
hitti hann fyrir á vistlegum
skrifstofum sveitarfélagsins og
bað hann að segja frá athafna-
lífi á staðnum.
— Helsta atvinnufyrirtækið
hér er Hraðfrystihús Ólafsvíkur
h.f., sagði Alexander. — Það
tók til starfa um 1939 og byrj-
aði þá með kolafrystingu. í dag
er verið með alhliða fiskvinnslu
hjá fyrirtækinu, frystingu, sölt-
un, skreiðarverkun, fiskimjöls-
verksmiðju o.s.frv. Þá er Hrað-
frystihúsið aðili að útgerð. Það
á hlut í fyrirtækinu Björn og
Einar s.f. sem gerir út bátana
Garðar I og II, hlut í bát sem
heitir Gunnar Bjarnason og
nýjasta viðbótin er hlutur í út-
gerðarfélaginu Lóndröngum,
sem nýlega hefur keypt skut-
togarann Lárus Sveinsson.
Hraðfrystihúsið keypti árið
1970 annað frystihús á staðnum
sem heitir Hólavellir. Meðan
húsakynni Hraðfrystihússins
voru byggð upp var hús Hóla-
valla notað, en það er ekki í
rekstri núna. Hjá fyrirtækinu
vinna frá 80 til 150 manns eftir
því hve mikill afli berst. Fram-
kvæmdastjóri er Guðmundur
Björnsson.
65% VINNUAFLS VIÐ
SJÁVARAFLA
Önnur stór fiskverkun í Ól-
afsvík er Hrói h.f. sem er salt-
fiskverkun. Það fyrirtæki hefur
um árabil verið stærst í land-
inu á sínu sviði ef miðað er við
útflutning. Hrói gerir einnig út
150 tonna bát sem heitir Fróði.
Starfsmenn eru 50—60 en aðal-
eigandi er Víglundur Jónsson.
Bakki s.f. er önnur saltfisk-
verkun á staðnum. Hún er ekki
með útgerð en töluvert mikla
framleiðslu. Þar starfa einnig
50—60 manns.
Stakkholt h.f. er fyrirtæki
sem hefur verið með útgerð á
4 bátum. Það ætlar nú einnig
að hefja saltfiskverkun. Stakk-
holt á hlut í síldarsöltunarstöð
á Hornafirði og stunda bátar
þeirra síldveiðár þaðan.
— Það er talið að um 65% af
vinnuafli hér starfi við sjávar-
afla, sagði Alexander. — Og
hér er mikið unnið eins og sjá
má á tölfræðilegum upplýsing-
um fyrir árið 1975. Þá voru
brúttótekjur á hvern framtelj-
anda hér 24% hærri en meðal-
tal á Vesturlandi og 18% hærri
en landsmeðaltal. Útflutnings-
verðmæti sem sköpuðust í Ól-
afsvík voru þá 1,1 milljarður,
eða um milljón á hvern ibúa.
FÁ IÐNFYRIRTÆKI
— Iðnfyrirtæki eru ekki
mörg hér í Ólafsvík, sagði Alex-
ander. — Fyrst má telja Brauð-
ÚtfliUtningsverðmæti sem sköp uðust í Ólafsvík 1975 voru 1,1
milljarður eða um milljón kr. á hvern íbúa.
FV 8 1977
63