Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 71
vegna aukinnar þarfar og auk-
ins kjarks hjá fólki. Síðan tog-
arinn kom hefur ekki verið
einn einasti atvinnuleysisdagur
á staðnum. Um þessar mundir
er togarinn leigður sjávarút-
vegsráðuneytinu til tilrauna-
veiða á kolmunna. Af einstak-
lingum sem reka útgerð má
helst nefna Hjálmar Gunnars-
son sem gerir út tvo stóra báta
og Sigurjón Halldórsson sem
gerir út aflaskipið Farsæl, sem
var aflahæstur við Breiðafjörð
vertíð eftir vertíð.
VERSLUNAR- OG
IÐNFYRIRTÆKI
Af iðnfyrirtækjum er fátt í
Grundarfirði sagði Árni. Helst
er að nefna Trésmiðju Grundar-
fjarðar, sem hefur tekið að sér
að byggja fyrir fólk, en ein-
stakir byggingameistarar hafa
einnig tekið að sér byggingar
hér. Þá er hér vaxandi neta-
verkstæði, sem útgerðarfélag
togarans rekur.
Helstu verslunarfyrirtækin
hér eru Verslunarfélagið Grund
og Kaupfélag Grundarfjarðar,
sagði Árni. Grund er einkafyr-
irtæki, en í verslun þess er seld
matvara, vefnaðarvara, bús-
áhöld og gjafavörur. Starfs-
menn eru 4 en framkvæmda-
stjóri og eigandi er Emil Magn-
ússon. Kaupfélagið er með á-
móta verslun og Grund, en rek-
ur saltfiskverkun að auki. Þor-
kell Sigurðsson, sem verið hef-
ur kaupfélagsstjóri er nýhætt-
ur, en við tók Aðalsteinn Frið-
finnsson. Við verslunina starfa
5—6 manns en fleiri starfa við
fyrirtækið þegar saltfiskverk-
unin er í gangi.
Eins og hjá flestum sveitarfé-
lögum er talsvert -um fram-
kvæmdir á vegum Eyrarhrepps.
Stærstu framkvæmdirnar ex-u á
sviði gatnagerðar eins og er,
sagði Árni. — í sumar á að
ljúka við lagningu slitlags á
tæpa 2 kílómetra og leggja tvo
og hálfan kílómetra af gang-
stéttum. Það hefur verið gerð
áætlun um varanlega gatna-
gerð til 10 ára hér og endur-
skoðuð áætlun til 1980.
— f janúar á þessu ári var
tekin í notkun ný höfn í Grund-
arfirði en við hana hefur verið
unnið frá 1975. Lagður var 380
Árni Emilsson, sveitarstjóri.
metra langur grjótgarður og
sett niður 45 metra langt stál-
þil. Þá var höfnin dýpkuð.
NÝTTSKÓLAHÚS
— Nýlega er lokið byggingu
nýs skólahúss á staðnum og ný
sundlaug var vígð á sjómanna-
daginn. Verið er að ljúka við
frágang skólahússins og bún-
ingsklefa sundlaugarinnar. Fyr-
irhugað er að hefja byggingu
íþróttahúss á næsta ári og eiga
búningsklefar sundlaugar að
nýtast við það.
— Ákveðið hefur verið að
byggja nýtt félagsheimili í
Grundai-firði. Vífill Magnússon
arkitekt hefur vei’ið ráðinn til
að teikna húsið. Hefur hann
þegar skilað frá sér líkani af
húsinu, sem verður hið frum-
legasta að allri gerð. Áhuga-
mannafélögin á staðnum munu
standa að byggingunni með
sveitarfélaginu.
— Ýmsar aðrar framkvæmd-
ir má nefna, sagði Árni. Til
dæmis stendur til að sveitai’fé-
lagið og Rauða krossdeild
Grundarfjarðar ráðist sameigin-
lega í byggingu leikskóla og á
að koma grunninum upp í
haust. Þá er verið að leita að
heitu vatni fyrir staðinn og lít-
ur vel út með að nægt heitt
vatn fáist í Hömrum og við
Búðá. Þá langar mig að geta
þess að lokum, að nýlega var
tekið upp merki fyrir sveitar-
félagið, sem listamaðurinn
Baltasar teiknaði. Þykir mei’kið
hafa tekist mjög vel.
Stykkishólmur:
Fyrirtæki
úr öllum
greinum
atvinnu-
lífsins
Þegar Frjáls verslun heim-
sótti Stykkishólm fyrir skömmu
var einn af hreppsnefndar-
mönnum þar, Ellert Kristins-
son tekinn tali og beðinn að
segja lesendum hlaðsins frá
helstu þáttum atvinnulífs í
Stykkishólmi.
— Hér í Stykkishólmi snýst
lífið mikið um fisk, sagði Ellert,
— svo það er Sennilega eðlileg-
ast að ég byrji á að segja frá
fiskvinnslufyrirtækjum og út-
gerð.
FISKVINNSLA
Eitt stærsta fyrirtækið á því
sviði er Hraðfrystihús Sigurðar
Ágústssonar h.f. Það fyrirtæki
er með fi-ystihús og skelfisk-
vinnslu hér í Stykkishólmi, en
frá Rifi gerir fyrirtækið út báta
og er með saltfiskverkun.
Frystihúsið hérna tekur við
fiski frá viðskiptabátum og eru
margir á hörpudiski yfir sumar-
ið og haustmánuðina. í skel-
fiskvinnslunni er fiskurinn los-
aður úr skelinni með hita og
síðan frystur. Mest af honum
hefur farið á Bandaríkjamark-
að, en hann hefur verið ótrygg-
ur svo eitthvað er verið að snúa
sér að Evrópumarkaði. í Stykk-
ishólmi starfa 60—70 manns
hjá fyrirtækinu, en nokkrir
starfsmenn eru einnig að Rifi.
Framkvæmdastjóri er Ágúst
Sigurðsson.
FV 8 1977
71