Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 71

Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 71
vegna aukinnar þarfar og auk- ins kjarks hjá fólki. Síðan tog- arinn kom hefur ekki verið einn einasti atvinnuleysisdagur á staðnum. Um þessar mundir er togarinn leigður sjávarút- vegsráðuneytinu til tilrauna- veiða á kolmunna. Af einstak- lingum sem reka útgerð má helst nefna Hjálmar Gunnars- son sem gerir út tvo stóra báta og Sigurjón Halldórsson sem gerir út aflaskipið Farsæl, sem var aflahæstur við Breiðafjörð vertíð eftir vertíð. VERSLUNAR- OG IÐNFYRIRTÆKI Af iðnfyrirtækjum er fátt í Grundarfirði sagði Árni. Helst er að nefna Trésmiðju Grundar- fjarðar, sem hefur tekið að sér að byggja fyrir fólk, en ein- stakir byggingameistarar hafa einnig tekið að sér byggingar hér. Þá er hér vaxandi neta- verkstæði, sem útgerðarfélag togarans rekur. Helstu verslunarfyrirtækin hér eru Verslunarfélagið Grund og Kaupfélag Grundarfjarðar, sagði Árni. Grund er einkafyr- irtæki, en í verslun þess er seld matvara, vefnaðarvara, bús- áhöld og gjafavörur. Starfs- menn eru 4 en framkvæmda- stjóri og eigandi er Emil Magn- ússon. Kaupfélagið er með á- móta verslun og Grund, en rek- ur saltfiskverkun að auki. Þor- kell Sigurðsson, sem verið hef- ur kaupfélagsstjóri er nýhætt- ur, en við tók Aðalsteinn Frið- finnsson. Við verslunina starfa 5—6 manns en fleiri starfa við fyrirtækið þegar saltfiskverk- unin er í gangi. Eins og hjá flestum sveitarfé- lögum er talsvert -um fram- kvæmdir á vegum Eyrarhrepps. Stærstu framkvæmdirnar ex-u á sviði gatnagerðar eins og er, sagði Árni. — í sumar á að ljúka við lagningu slitlags á tæpa 2 kílómetra og leggja tvo og hálfan kílómetra af gang- stéttum. Það hefur verið gerð áætlun um varanlega gatna- gerð til 10 ára hér og endur- skoðuð áætlun til 1980. — f janúar á þessu ári var tekin í notkun ný höfn í Grund- arfirði en við hana hefur verið unnið frá 1975. Lagður var 380 Árni Emilsson, sveitarstjóri. metra langur grjótgarður og sett niður 45 metra langt stál- þil. Þá var höfnin dýpkuð. NÝTTSKÓLAHÚS — Nýlega er lokið byggingu nýs skólahúss á staðnum og ný sundlaug var vígð á sjómanna- daginn. Verið er að ljúka við frágang skólahússins og bún- ingsklefa sundlaugarinnar. Fyr- irhugað er að hefja byggingu íþróttahúss á næsta ári og eiga búningsklefar sundlaugar að nýtast við það. — Ákveðið hefur verið að byggja nýtt félagsheimili í Grundai-firði. Vífill Magnússon arkitekt hefur vei’ið ráðinn til að teikna húsið. Hefur hann þegar skilað frá sér líkani af húsinu, sem verður hið frum- legasta að allri gerð. Áhuga- mannafélögin á staðnum munu standa að byggingunni með sveitarfélaginu. — Ýmsar aðrar framkvæmd- ir má nefna, sagði Árni. Til dæmis stendur til að sveitai’fé- lagið og Rauða krossdeild Grundarfjarðar ráðist sameigin- lega í byggingu leikskóla og á að koma grunninum upp í haust. Þá er verið að leita að heitu vatni fyrir staðinn og lít- ur vel út með að nægt heitt vatn fáist í Hömrum og við Búðá. Þá langar mig að geta þess að lokum, að nýlega var tekið upp merki fyrir sveitar- félagið, sem listamaðurinn Baltasar teiknaði. Þykir mei’kið hafa tekist mjög vel. Stykkishólmur: Fyrirtæki úr öllum greinum atvinnu- lífsins Þegar Frjáls verslun heim- sótti Stykkishólm fyrir skömmu var einn af hreppsnefndar- mönnum þar, Ellert Kristins- son tekinn tali og beðinn að segja lesendum hlaðsins frá helstu þáttum atvinnulífs í Stykkishólmi. — Hér í Stykkishólmi snýst lífið mikið um fisk, sagði Ellert, — svo það er Sennilega eðlileg- ast að ég byrji á að segja frá fiskvinnslufyrirtækjum og út- gerð. FISKVINNSLA Eitt stærsta fyrirtækið á því sviði er Hraðfrystihús Sigurðar Ágústssonar h.f. Það fyrirtæki er með fi-ystihús og skelfisk- vinnslu hér í Stykkishólmi, en frá Rifi gerir fyrirtækið út báta og er með saltfiskverkun. Frystihúsið hérna tekur við fiski frá viðskiptabátum og eru margir á hörpudiski yfir sumar- ið og haustmánuðina. í skel- fiskvinnslunni er fiskurinn los- aður úr skelinni með hita og síðan frystur. Mest af honum hefur farið á Bandaríkjamark- að, en hann hefur verið ótrygg- ur svo eitthvað er verið að snúa sér að Evrópumarkaði. í Stykk- ishólmi starfa 60—70 manns hjá fyrirtækinu, en nokkrir starfsmenn eru einnig að Rifi. Framkvæmdastjóri er Ágúst Sigurðsson. FV 8 1977 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.