Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 73

Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 73
Þórsnes hf. er saltfiskverkun sem starfar hér og gerir einnig út tvo báta. Þeir heita Þórsnes I og II og eru 70 og 150 tonn. Hjá fyrirtækinu eru um 50 starfsmenn að skipverjum á bátunum meðtöldum. Forstjóri er Ingvar Ragnarsson en fram- kvæmdastjóri Halldór Jónas- son. Rækjunes h.f. er fyrirtæki sem gerir út tvo 50—60 tonna báta og rekur skelfiskverkun. Um 40—50 manns vinna hjá fyrirtækinu og er skelin að mestu handunnin þar. Aðaleig- andi Rækjuness er Sigurjón Helgason og er hann jafnframt skipstjóri á öðrum bátnum. Sigurður h.f. heitir útgerðar- fyrirtæki hér sem gerir út tvo stóra báta. Þá er mikil trillu- útgerð frá Stykkishólmi og margir sem stunda grásleppu- veiðar á vorin. IÐNFYRIRTÆKI Eitt aðal iðnfyrirtækið í Stykkishólmi er skipasmíða- stöðin Skipavík h.f. Stöðin vinnur mikið að viðgerðum fyr- ir bátaflotann hérna og eins fyr- ir báta víðs vegar að. Þar er líka alltaf einhver nýsmiði í gangi. Núna er stöðin nýbúin að fá stálskrokk austan af Nes- kaupstað og verður gengið frá honum hér. Hreppurinn átti áð- ur meirihluta skipasmíðastöðv- arinnar, en á síðasta ári varð samruni við Vélsmiðju Kristj- áns Rögnvaldssonar, og eignuð- ust eigendur hennar þá meiri hluta fyrirtækisins. Hjá Skipa- vík vinna um 40 manns. Tvö trésmíðaverkstæði eru rekin í Stykkishólmi. Annars vegar Trésmiðja Stykkishólms h.f. og hins vegar Trésmiðjan Ösp h.f. Bæði fyrirtækin veita alhliða trésmíðaþjónustu, byggja hús fyrir fólk, bjóða í verk og smíða innréttingar eft- ir pöntunum. Viðskiptavinirnir eru aðallega í Stykkishólmi, en nokkuð er um verkefni víðar um Snæfellsnes og í Dalasýslu. Verkstæðin hafa unnið mikið saman að stórum verkefnum eins og hóteli og félagsheimili sem nýlega voru tekin í notkun Ellert Kristinsson. í Stykkishólmi. Framkvæmda- stjóri hjá Ösp er Skúli Ingvars- son en Ellert Kristinsson er framkvæmdastjóri Trésmiðju Stykkishólms en starfsmenn eru 20—25 hjá hvoru fyrir- tæki. VERSLUNAR- FYRIRTÆKI I verslunarrekstri eru stærstu fyrirtækin Kaupfélag Stykkis- hólms og Hólmkjör h.f. Kaup- félagið er með verslun í þrem- ur deildum, matvörudeild, vefn- aðarvörudeild og byggingavör- um. Um annan rekstur er ekki að ræða hjá félaginu, nema hvað það á 30% í sláturhúsi á staðnum. Um 10 manns vinna hjá Kaupfélaginu en kaupfé- lagsstjóri er Halldór S. Magn- ússon. Hólmkjör h.f. hét áður Versl- un Sigurðar Ágústssonar h.f. Eigendur Hólmkjörs, þeir Bene- dikt Lárusson og bræðurnir Bjarni og Svanlaugur Lárus- synir keyptu verslunina af Sig- urði Ágústssyni fyrir u.þ.b. 10 árum og ráku hana lengi í gömlu verslunarhúsi sem hann átti. Verslunin flutti svo í nýtt húsnæði í vor og var nafninu þá breytt. Þar vinna einnig um 10 manns. FRAMKVÆMDIR HREPPSINS I yfirliti yfir atvinnulíf i Stykishólmi er ekki hægt að ganga fram hjá framkvæmdum hreppsins, sem alltaf eru tals- verðar, sagði Ellert Kristinsson. Það hefur t.d. verið mikið unn- ið að gatnagerð að undanförnu. Búið er að leggja bundið slit- lag á helstu göturnar í bænum og lagt var á götur í nýjasta íbúðahverfinu meðan það var enn í byggingu. Hreppurinn hefur nýlega lok- ið byggingu hótels. Ffam- kvæmdir við það hófust upp- haflega 1967, en lágu lengi niðri. Þá er einnig lokið við byggingu félagsheimilis, sem er byggt við hótelið, en félags- heimilið var tekið í notkun í febrúar á sl. ári. í ráði er að hefja rekstur elliheimilis á vegum hreppsins, en gamla heimavistarhúsið við barnaskólann verður tekið und- ir það. Hreppsnefndin hefur samþykkt að kaupa húsið af ríkinu, en málið mun ekki vera komið gegnum öll ráðuneyti ennþá. Áður en húsið verður tekið í notkun þarf að skipta um hitakerfi í því og setja nýj- ar innréttingar í það. En við höfum áætlað að koma því i gagnið næsta vetur. HAFNAR- FRAMKVÆMDIR Af hafnarframkvæmdum er það helst á döfinni að koma upp nýrri viðlegubryggju við skipasmíðastöðina, en sú bryggja yrði aðallega notuð til viðgerða. Þá er brýn þörf á að bæta aðstöðu smábáta í höfn- inni hérna, en það er framtið- arverkefni. Hjá Stykkishólms- hreppi vinna alls um 40 manns með öllu. En áður en þessu spjalli lýkur langar mig einnig að minnast á sjúkrahús sankti Fransiskusarreglunnar, sem nunnurnar hérna reka af mikl- um myndarskap. Það er mikill atvinnuveitandi hér í Stykkis- hólmi, sagði Ellert Kristinsson að lokum. FV 8 1977 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.