Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.08.1977, Qupperneq 73
Þórsnes hf. er saltfiskverkun sem starfar hér og gerir einnig út tvo báta. Þeir heita Þórsnes I og II og eru 70 og 150 tonn. Hjá fyrirtækinu eru um 50 starfsmenn að skipverjum á bátunum meðtöldum. Forstjóri er Ingvar Ragnarsson en fram- kvæmdastjóri Halldór Jónas- son. Rækjunes h.f. er fyrirtæki sem gerir út tvo 50—60 tonna báta og rekur skelfiskverkun. Um 40—50 manns vinna hjá fyrirtækinu og er skelin að mestu handunnin þar. Aðaleig- andi Rækjuness er Sigurjón Helgason og er hann jafnframt skipstjóri á öðrum bátnum. Sigurður h.f. heitir útgerðar- fyrirtæki hér sem gerir út tvo stóra báta. Þá er mikil trillu- útgerð frá Stykkishólmi og margir sem stunda grásleppu- veiðar á vorin. IÐNFYRIRTÆKI Eitt aðal iðnfyrirtækið í Stykkishólmi er skipasmíða- stöðin Skipavík h.f. Stöðin vinnur mikið að viðgerðum fyr- ir bátaflotann hérna og eins fyr- ir báta víðs vegar að. Þar er líka alltaf einhver nýsmiði í gangi. Núna er stöðin nýbúin að fá stálskrokk austan af Nes- kaupstað og verður gengið frá honum hér. Hreppurinn átti áð- ur meirihluta skipasmíðastöðv- arinnar, en á síðasta ári varð samruni við Vélsmiðju Kristj- áns Rögnvaldssonar, og eignuð- ust eigendur hennar þá meiri hluta fyrirtækisins. Hjá Skipa- vík vinna um 40 manns. Tvö trésmíðaverkstæði eru rekin í Stykkishólmi. Annars vegar Trésmiðja Stykkishólms h.f. og hins vegar Trésmiðjan Ösp h.f. Bæði fyrirtækin veita alhliða trésmíðaþjónustu, byggja hús fyrir fólk, bjóða í verk og smíða innréttingar eft- ir pöntunum. Viðskiptavinirnir eru aðallega í Stykkishólmi, en nokkuð er um verkefni víðar um Snæfellsnes og í Dalasýslu. Verkstæðin hafa unnið mikið saman að stórum verkefnum eins og hóteli og félagsheimili sem nýlega voru tekin í notkun Ellert Kristinsson. í Stykkishólmi. Framkvæmda- stjóri hjá Ösp er Skúli Ingvars- son en Ellert Kristinsson er framkvæmdastjóri Trésmiðju Stykkishólms en starfsmenn eru 20—25 hjá hvoru fyrir- tæki. VERSLUNAR- FYRIRTÆKI I verslunarrekstri eru stærstu fyrirtækin Kaupfélag Stykkis- hólms og Hólmkjör h.f. Kaup- félagið er með verslun í þrem- ur deildum, matvörudeild, vefn- aðarvörudeild og byggingavör- um. Um annan rekstur er ekki að ræða hjá félaginu, nema hvað það á 30% í sláturhúsi á staðnum. Um 10 manns vinna hjá Kaupfélaginu en kaupfé- lagsstjóri er Halldór S. Magn- ússon. Hólmkjör h.f. hét áður Versl- un Sigurðar Ágústssonar h.f. Eigendur Hólmkjörs, þeir Bene- dikt Lárusson og bræðurnir Bjarni og Svanlaugur Lárus- synir keyptu verslunina af Sig- urði Ágústssyni fyrir u.þ.b. 10 árum og ráku hana lengi í gömlu verslunarhúsi sem hann átti. Verslunin flutti svo í nýtt húsnæði í vor og var nafninu þá breytt. Þar vinna einnig um 10 manns. FRAMKVÆMDIR HREPPSINS I yfirliti yfir atvinnulíf i Stykishólmi er ekki hægt að ganga fram hjá framkvæmdum hreppsins, sem alltaf eru tals- verðar, sagði Ellert Kristinsson. Það hefur t.d. verið mikið unn- ið að gatnagerð að undanförnu. Búið er að leggja bundið slit- lag á helstu göturnar í bænum og lagt var á götur í nýjasta íbúðahverfinu meðan það var enn í byggingu. Hreppurinn hefur nýlega lok- ið byggingu hótels. Ffam- kvæmdir við það hófust upp- haflega 1967, en lágu lengi niðri. Þá er einnig lokið við byggingu félagsheimilis, sem er byggt við hótelið, en félags- heimilið var tekið í notkun í febrúar á sl. ári. í ráði er að hefja rekstur elliheimilis á vegum hreppsins, en gamla heimavistarhúsið við barnaskólann verður tekið und- ir það. Hreppsnefndin hefur samþykkt að kaupa húsið af ríkinu, en málið mun ekki vera komið gegnum öll ráðuneyti ennþá. Áður en húsið verður tekið í notkun þarf að skipta um hitakerfi í því og setja nýj- ar innréttingar í það. En við höfum áætlað að koma því i gagnið næsta vetur. HAFNAR- FRAMKVÆMDIR Af hafnarframkvæmdum er það helst á döfinni að koma upp nýrri viðlegubryggju við skipasmíðastöðina, en sú bryggja yrði aðallega notuð til viðgerða. Þá er brýn þörf á að bæta aðstöðu smábáta í höfn- inni hérna, en það er framtið- arverkefni. Hjá Stykkishólms- hreppi vinna alls um 40 manns með öllu. En áður en þessu spjalli lýkur langar mig einnig að minnast á sjúkrahús sankti Fransiskusarreglunnar, sem nunnurnar hérna reka af mikl- um myndarskap. Það er mikill atvinnuveitandi hér í Stykkis- hólmi, sagði Ellert Kristinsson að lokum. FV 8 1977 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.