Frjáls verslun - 01.08.1977, Qupperneq 75
Hólmakjör, Stykkishólmi:
Rekur verzlun og á stóran
hlut í sláturhúsi
— í nyja verzlunarhúsinu er fyrirhugað að koma upp veitingastofu
Þegar ekið er inn í Stykkis-
Iiólm er fljótlega komið að nýju
og glæsilegu verslunarhúsi.
Vöruhúsið Hólmkjör stendur
yfir dyrum hússins. Frjáls
verslun ræddi nýlega við fram-
kvæmdastjóra Vöruhússins,
Benedikt Lárusson.
— Við eigendur þessarar
verslunar erum búnir að vera
við verslunarrekstur í 10 ár,
sagði Benedikt. — Við keypt-
um upphaflega verslun Sigurð-
ar Ágústssonar og rákum hana
undir því nafni þar til við flutt-
um hingað.
Aðstaðan í gömlu versluninni
var ansi erfið. Þetta var á 4
hæðum að meðtalinni geymslu
í risinu. Matvaran var á mið-
hæð en vefnaðarvörur og skó-
fatnaður á jarðhæðinni. Síðla
sumars 1974 byrjuðum við svo
að byggja þetta hús og fluttum
inn í apríl í vor. Húsið er 810
fermetrar og 270 fermetra kjall-
ari að auki. Það var mikið basl
að fjármagna þetta fyrirtæki og
mikið tekið úr rekstrinum, en
nú erum við komin inn, svo við
öndum léttar í bili, sagði Bene-
dikt.
VÖRUÚRVAL
f Hólmkjöri er verslað með
matvö’-u ýmis konar, tilbúinn
fatnað. skófatnað, búsáhöld og
gjafavörur. Þar er líka fullkom-
in aðstaða til kiötvinnslu og er
allt kjöt og fiskur tilreitt á
staðnum. Tvær verslanir leigja
aðstöðu inni í vöruhúsinu, en
það eru tískuverslunin Pálm-
inn og Byggingavöruverslunin
Veðramót. — Aðstaða hér er
öll mjög góð, sagði Benedikt.
Verslunarhúsnæðið er allt á
einni hæð og vörumóttaka
mjög þægileg. Þá er lagerpláss
mikið og kæli- og frystipláss
gott. Aðstaðan fyrir starfs-
fólkið er ekki komin alveg i
lag, en verður góð með tíman-
um.
Upphitun á búðinni er með
nokkuð sérstökum hætti. Fre-
onið, sem notað er í kæla og
frysti kemur sjóðandi heitt úr
tækjunum. Þá er því dælt inn
í stóran skáp með hita^lement-
um. Þar er hitað upp loft, sem
sogað er úr búðinni og blásið
þar inn aftur. — Þetta sparar
okkur mikinn olíukostnað.
sagði Benedikt. Dælurnar í
kælikerfinu eru að vísu dýrar
í rekstri vegna þess að raf-
magnið er orðið dýrt, en þær
þyrftu að vera í gangi hvort
sem er. Það var Sveinn Jónsson
vélstjóri í Reykjavík sem kom
þessum búnaði fyrir hjá okkur.
AÐILI AÐ REKSTRI
SLÁTURHÚSS
Hólmkjör h.f. er með fjöl-
þættari rekstur en verslunina
eingöngu, því fyrirtækið er
stór aðili að rekstri sláturhúss.
— Þegar við keyptum verslun-
ina af Sigurði Ágústssyni var
hann með slátrun á sauðfé,
sagði Benedikt. Við héldum
beirri starfsemi svo áfram. Síð-
ar keyptum við svo fiskverkun-
arhús hér á staðnum þar sem
við höfum sameinast 4 slátur-
leyfishafar. Við eigum 40%,
Kaupfélagið hérna á 30%,
Kaupfélagið í Grundarfirði á
15% og Verslunarfélagið Grund
í Grundarfirði 15%. f þessu
sláturhúsi er megninu af fé af
norðanverðu nesinu slátrað og
í Hólmkjöri eru seldar matvörur, faitnaður, skór, húsáhöld og
gjafavörur m.a .
FV 8 1977
75