Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 79

Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 79
landsbyggðinni í sumar við góð- ar undirtektir. Þá sýnir Þjóð- leikhúsið um þessar mundir nýtt leikrit eftir Pétur Gunn- arsson, Spilverk þjóðanna o.fl., en það heitir Grænjaxlar og er sýnt í skólum, sem vilja fá það til sýninga. Hefur fjöldi skóla pantað sýninguna og mælist sú nýbreytni vel, að unnt er að fá heimsóknir leikflokka. Askur á Laugavegi 28: “Viljum aðlaga okkur að þörfum þessa umhverfis,, Veitingastofan Askur hefur opnað nýjan veitingastað á Laugavegi 28 og er hann tals- vert frábrugðinn Ask á Suður- lanidsbraut, en hann var opn- aður 2. sept. 1966. Nýi staður- inn var opnaður 23. sept. s.l. I spjalli við Magnús Björnsson veitingamann í Aski kom fram að matseðillinn verður á báðum stöðunum með svipuðu sniði, en aðstaðan er allt önnur á nýja staðnum fyrir þá sem vilja borða í rólegheitum. Askur á Suðurlandsbraut starfar áfram sem hraðafgreiðslumatstaður en á Laugaveginum er veit- ingasalur með þægilegri og mjög smekklegri aðstöðu. — Nýi staðurinn, sagði Magn- ús, — er fyrst og fremst hugs- aður fyrir þarfir nágrennisins, umferðina hér um slóðir og það fólk sem rekur sín fyrirtæki hér í kring. Það er t.d. mikið af hjónum sem eiga sín smá- fyrirtæki hér í kring og þau koma gjarnan í morgunkaffi og oft í hádegismat, jafnvel kvöld- mat í rólegheitum tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Við höf- um orðið vör við að margt sama fólkið kemur á föstum mat- málstímum en vegfarandinn kemur um miðjan dag á bæjar- rölti sínu. Við viljum aðlaga okkur að þörfum þessa hverfis. Útsendingar með mat verða áfram frá Suðurlandsbraut, nema í nágrenni við Ask á Laugaveg. Askur á Suðurlands- braut er betur útbúinn til af- greiðslu út í bæ og þar er betri pökkunaraðstaða. Magnús kvað Veitingastofa Asks á Laugaveginum er hin vistlegasta í alla staði. þá þjónustu Asks hafa verið mikils metna. Á matseðlinum í Aski eru 26 fastir réttir auk heitra og kaldra samloka og hamborg- ara, en alls eru þó 150 réttir sem gestir geta fengið. Þá hef- ur Askur á Laugavegi sérstak- an hádegisverð og einnig sér- stakan kvöldverð. Kvað Magn- ús það fyrirkomulag mjög vin- sælt. — Við seljum allt kjöt eftir vigt, sagði Magnús, — og ann- að í einingum þannig að fólk getur skipt upp fæðunni eins og það vi'll. Þannig getur fólk í rauninni keypt nákvæmlega það sem það ætlar að borða. IMýja kökuhúsið: I kaffisopann við Austurvöll Nýja Kökuhúsið opnaði í sumar kaffi- og veitingastofu í ísafoldarhúsunum við Austur- völl og hefur starfsemin gengið mjög vel, enda er boðið upp á vænlegustu veitingar með kaff- inu í hlýlegum og fallegum veitingasal. Nýja Kökuhúsið hefur á boðstólum margs kon- ar kruðirí, öll venjuleg brauð, bæði smurt og ósmurt og að sjálfsögðu kaffi og sitthvað fleira sem rennur ljúflega með krásum staðarins. í Nýja Kökuhúsinu er boðið upp á vænlegustu veitingar. FV 8 1977 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.