Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 83

Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 83
sömu peningaupphæðirnar. Þess vegna eru tölvukaup ekki eins þungur fjárhagsleguv baggi og þau voru á fyrstu ár- unum. — Þýðir þetta, að þið hafið selt vel? — Viðskiptin hafa gengið alveg prýðilega, takk fyrir. — Sem þýðir hvað margar Burroughs-tölvur? — Við erum með kring um 45 vélar úti núna og átta eru að bætast við fram að áramót- unum, þar af er ein svonefnö B 80, sem er geysilega kröftug tölva í minni hópnum. Þessi B 80 getur keyrt þrjú verkefni í einu og er með skermum og diskum og forritunarmálin, sem eru skrifuð á hana, eru cobol og RPG 2. Auk þess er hún með spegilminni, virtual memory, eins og það heitir á fagmálinu. — Þessi fyrirtæki, sem skipta við ykkur. Eru þau af einhverri einni gerð eða.. . — Nei. Það er ekki hægt að segja það. Tölvur virðast henta öllum stærðum og gerðum fyr- irtækja. Það er bara að finna réttu tölvuna. Annars má ef til vill tala um fyrirtækjahóp, sem nýlega er orðinn tölvumabkaður, en það eru frystihúsin. Við höfum selt fjórar tölvur til frystihúsa og erum nú búnir að koma okkur upp stöðluðum kerfum fyrir frystihúsaiðnaðinn. — Þú sagðir áðan, að það væri bara að finna réttu tölv- una. Hvað þarf ég að hafa í huga, þegar ég hygg á tölvu- kaup? — í fyrsta lagi veltir þú því fyrir þér, hvað tölva getur gert fyrir þig, sem þú ekki getur sjálfur. Síðan er að at'huga, hvað mikið hún getur létt und- ir með þér í starfinu og hvaða gagn þú hafir af þeim upplýs- ingum og upplýsingahraðan- um, sem hún býður upp á. Svo er náttúrulega spurningin um það, hvað tölva sparar þér mik ið í peningum. Þegar þú ert bú- inni að leggja þetta allt saman niður fyrir þér, þá er fljótfund- in sú tölva sem hentar þér bezt. — Seljið þið eingöngu eða leigið þið út tölvur? — Við leigjum ekki út tölv- ur, en við erum bæði með beina sölu og leigukaup. — Hvort er algengara? — Tvímælalaust bein sala, því íslendingar eru farnir að hugsa um vexti og verðbólgu, en leigukaupin fara fram í er- lendum gjaldmiðli. Hins vegar stofnuðum við um síðustu áramót systurfyrirtæki ásamt endurskoðumiarfyrirtæk- inu N. Mancher & Co; Tölvu- miðstöðina. Þetta er þjónustu- miðstöð fyrir þá, sem ekki hafa þörf fyrir stöðuga tölvunotkun og hafa ekki efni á að eiga tölvur sjálfir, en þurfa að láta vinna einstök verkefni fyrir sig. Við byrjuðum þarna með tvær tölvur og aðsóknin er slík, að við erum nú að bæta við einnd stórri. — En nú er ekki nóg að selja bara og selja. Hvað með við- hald og viðgerðir? — Við erum með viðhalds- og viðgerðarþjónustu og einnig kerfisaðstoð og forritun. Einn- ig aðstoðum við viðskiptavin- ina við uppsetningu og undir- búning, en það er í mörg horn að líta áður en tölvan sjálf er tekin í gagnið. Hjá okkur starfa tíu manns; fimm kerfisfræðingar, þrír við- gerðarmenn og svo eru tveir á skrifstofunni. Markaðsþáttur FBJÁLSBAB VEBSLUNAB kynnir vörur og vörumerki. Birtir ítarlegar, áreiðanlegar og tæknilegar upplýsingar, sem gefa kaupendum meiri valkosti. Markaðsþáttur FBJÁLSBAB VEBSLUNAB — ný aðferð, sem skilar árangri. FBJÁLS VEBZLUN — kynningardeild — Ármúla 18. FV 8 1977 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.