Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 85

Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 85
CASIO LIMBOÐIÐ, STÁLTÆKI: Hlutur CASIO í AUGLÝSING ------------- markaðnum 23,44% Casio umboðið, Stáltæki Bankastræti 8, sem hefur nú starfað um fjögurra ára skeið, sérhæfir sig í sölu á Casio vasa- reiknivélum, reiknivélum búða- kössum og tölvuúrum, en Casio umboðið er eina fyrirtækið hér á land' og jafnvel í heiminum sem hýður aðeins eina gerð asareiknivéla, Casio vasareikni- vélar. Casio umboðið, Stáltæki, hef- ur náð mjög góðum árangri 1 sölu vasareiknivéla á þessum árum og samkvæmt nýjum upp- lýsingum frá Hagstofu íslands hafa verið seldar 9.958 vasa- reiknivélar og reiknivélar fyrstu níu mánuði þessa árs. Þar af hefur Casio umboðið selt 2.335 vasareiknivélar og reikni- vélar, en aðrir söluaðilar slíkra véla sem eru 24 selt 7.623. Hlut- ur Casio í markaðnum er því 23,44%. Hér á landi eru á boðstólum 29 gerðir af Casio vasareikni- vélum. Vinsælasta Casio vasareikni- véiin, sem Casio umboðið á Is- landi býður kostar 10.750 kr., en það er Casio LC 820. Þessi reiknivél hefur minni, kvaðrat- rót, konstant og prósentur, auk hins venjulega reikniverks, og rafhlöðurnar endast í 1400 klukkustundir og duga því í 5—6 ár með venjulegri notk- un. Odýrasta gerðin af Casio reiknivélum kostar hins vegar aðeins 5.060 kr. F'ullkomnasta Casio vasa- reiknivélin er með segulspjaldi, hefur 127 skref, 11 minni og hægt er að prógrammera á hana. Verð er kr. 62.250. Orkustofnun hefur m.a. tengt Casio vasareiknivélar öðrum tækjum sem smíðuð hafa ver- ið og notað Casio við að finna heitt vatn í jörðu hér á landi. Casio CQ er undratæki. Það er í senn vasareiknivél, klukka, vekjaraklukka og skeiðklukka. Slíkt tæki er mjög hentugt fyr- ir bankastjóra, forstjóra, skrif- stofustjóra og aðra forráða- menn fyrirtækja sem þurfa oft að fara á fundi t.d. Hægt er að stilla vekjaraklukkuna þannig að hún hringi fjórum sinnum yfir daginn t.d. ef fara þarf á fund kl. 10.00, 13.00, 16.00 o.s.frv. Tölvuúrin frá Casio eru þau fyrstu, sem framleidd hafa ver- ið, sem geta gefið upp tíma í 6 borgum heims. Hún er einn- ig skeiðklukka, hefur teljara og tímaminni. Mjög mikið hef- ur verið selt af þessum tölvu- úrum hér. Nú um miðjan októ- ber eru væntanleg tölvuúr með innbyggðri vekjaraklukku. Þess má geta að eins árs á- byrgð fylgir vörunum frá Casio og ef eitthvað bilar innan árs fær kaupandinn nýja vöru í staðinn. Stáltæki hefur einnig selt bíl- skúrshurðaopnara frá North American Philips Comp. sem hefur 30 ára reynslu í fram- leiðslu þeirra. Stáltæki bjóða Genie SG 404 bílskúrsihurðaopnara. Þeir eru tölvustýrðir. Aðeins þarf að þrýsta á hnapp á radíótækinu inni í bílnum og hurðin opnast sjálfkrafa og kveikir ljós í bíl- skúrnum, og lokast síðan. Bílskúrshurðaropnararnir eru snigildrifnir, ekki keðjudrifnir eins og flestir aðrir. Þeir eru því mun hljóðlátari og þarfn- ast aldrei endurnýjunar. Opnarinn er með öryggis- búnaði, þannig að um leið og hurðin verður fyrir þrýstingi opnast hún á ný t.d. ef barn er að hlaupa inn í bílskúrinn um leið og hurðin lokást. Þessir bílskúrshurðaopnarar eyða 1/3 minna rafmagni, en aðrir slíkir. Bílskúrshurðaopnararnir eru mjög hentugir hér á landi, þar sem tíðin er oft slæm. Það er fullkomið öryggi í að nota slíka bílskúrshurðaropnara. Fullkomin viðgerða- og ara- hlutaþjónusta er fyrir Casio vél- arnar og bílskúrshurðaropnai'- ana. Viðgerðarverkstæði eru í Bankastræti 8 og Auðbrekku 59 í Kópavogi. FV 8 1977 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.