Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Síða 15

Frjáls verslun - 01.09.1977, Síða 15
„Það er rangt að bandaríska ríkið eigi flugstöðvarbygginguna Afhending húseignar til ríkisins af hálfu varnarliðsins verður ekki afturkölluð. Það er upphafið að því sem koma skal við brott- för varnarliðsins. Ef íslenzka ríkið er ekki eigandi flugstöðvar- byggingarinnar er það á fölskum forsendum skráður eigandi hjá Brunabótafélagi íslands og fasteignamat húss og meðfylgjandi lóðar þá einnig falskt að því er eigandann varðar.“ Ur greinargerð Iögmanns Njarðvíkurkaupstaðar til Hæstaréttar, 11. marz 1977. skatt á allar fasteignir í Njarð- víkurhreppi innan hins afmark- aða flugvallarsvæðis, sem fast- eignaskattur hefur enn ekki verið lagður á“. Millimatsmenn Njarðvíkur- hrepps skrifa varnarmáladeild utanrrkisráðuneytisins bréf og óska eftir að þeim „verði látnar í té, eða veittur aðgangur að öllum nauðsynlegum upplýs- ingum til leiðbeiningar við mat- ið. Þær upplýsingar sem við þurfurn fyrst og fremst eru um stærð (teikningar eða upplýs- ingar um rúmmál) byggingar- efni, notkun og byggingarár fasteigna“. Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri, svarar millimats- mönnum og segir, að samþykkt hreppsnefndarinnar verði ekki sikilin á „annan veg en þann að hér sé átt við fasteignir varn- arliðsins". Síðan áréttar hann það að varnarliðinu beri ekki að greiða gjöld hér á landi og vísar til fyrri bréfaskipta sinna vegna Loranstöðvarinnar á Snæfellsnesi, sem getið er um hér að framan. UPPBOÐSMÁLIÐ TIL HÆSTARÉTTAR SEM ÓMERKIR Flugmálastjórnin á Keflavík- urflugvelli fyrir hönd ríkissjóðs fær svo 25. september 1975 áfrýjunarleyfi hjá dómsmála- ráðherra, þar sem lögboðinn á- frýjunarfrestur var liðinn. Hæstiréttur kunngerir áfrýjun- arstefnu 8. októ-ber 1975. Hæstiréttur kveður svo upp dóm í málinu 15. marz 1977, en áður en kemur að honum er rétt að geta bréfs, sem yfir- fasteignanefnd skrifaði sveitar- stjóra Njarðvíkurhrepps 4. nóv- ember 1975. „Með tilvísun til bréfs yðar frá 21. ágúst s.l., skal tekið fram, að við aðalmat fasteigna lagði Yfirfasteignamatsnefnd til grundvallar, að fasteignir varnarliðsins ættu ekki að sæta mati. Verður sama viðhorf lagt til grundvallar millimati, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 28/1963 um fasteignamat og fasteigna- skráningu. Ef á svæðum þeim, sem varnarliðið hefur umráð yfir, er hins vegar um að ræða ómetnar fasteignir til mats að höfðu samráði við fasteignamat ríkisins. Ef ágreiningur verður um einstakar eignir, sker Yfir- fasteignamatsnefnd úr. Sé fyrir- svarsmönnum Njarðvíkur- hrepps kunnugt um slíkar eign- ir, ættu þeir að senda fasteigna- mati ríkisins skrá yfir slíikar eignir“. Njarðvíkurhreppur lét hvergi deigan síga meðan málið var fyrir Hæstarétti, heldur lagði fasteignaskatt á flugstöðvar- bygginguna á Keflavíkurflug- velli fyrir árið 1976 með ríkis- sjóð sem eiganda. En nú kveður Hæstiréttur upp sinn dóm. Úrskurður lög- reglustjórans á Keflavíkurflug- velli var ómerktur, þar sem rnálið hafði ekki verið lagt fyrir yfirfasteignamatsnefnd til úrskurðar, áður en það var lagt fyrir dómstóla, eins og lög um tekjustofna sveitarfélaga mæla fyrir um. Sex dögum eftir dóm Hæsta- réttar- er ágreiningnum um á- lagningu fasteignaskatts á flug- stöðvarbygginguna skotið til yfirfasteignamatsnefndar. YFIRFASTEIGNAMATS- NEFND ÚRSKURÐAR RÍKISSJÓÐI ÓSKYLT AÐ SVARA SKATTKRÖFU NJARÐVÍKINGANNA „Flugmálastjórninni á Kefla- víkurflugvelli fyrir hönd rí'kis- sjóðs er óskylt að svara Njarð- ví'kurkaupstað fasteignaskatti af flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli“. Þennan úrskurð kvað yfirfasteignamats- nefnd (Gaukur Jörundsson, prófessor, Magnús Thoroddsen, borgardómari og Torfi Ásgeirs- son, deildarstjóri) upp 7. júní sl. í úrskui’ði yfirfasteignamats- nefndar segir m.a.: . . . ,ekki þyk- ir þó hafa verið sýnt fram á, að með samkomulagi þessu (þ.e. samkomulaginu frá 29. maí 1964 um afhendingu flugstöðv- arbyggingarinnar. Sjá framar í greinni. Innskot: F.V.) hafi ríkissjóður orðið eigandi flug- stöðvai’byggingarinnar í skiln- ingi .... laga . . um tekjustofna sveitarfélaga. Hafa heldur ekki verið fæi’ð fram gögn fyrir því, að i’íkissjóður hafi orðið eig- andi byggingarinnar með öðr- um hætti. Þá verður að telja varnarliðinu óskylt að svara fasteignaskatti af flugstöðvar- byggingunni.... og engin á- lyktun verður af samningnum dregin í þá átt, að slík skylda hvíli í þess stað á ríkissjóði". UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ EIGANDI VIÐBÓTANNA Það kom fram í málflutningi þessa máls að flugmálastjórnin á Keflavílkurflugvelli hefur leigt út húsrými í flugstöðvar- byggingunni og innheimt fyrir það leigu, sem rennur til ríkis- sjóðs. Þann níunda júní 1970 gera svo utanríkisráðuneytið og ís- lenzkur markaður hf. með sér samning um stækkun, leigu og afnota af verzlunarhúsnæðinu í flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. í þessum samningi segir m.a. orðrétt: „Viðbótarbygging og breyting- ar á flugstöðvarbyggingunni vei’ða eign ráðuneytisins jafn- óðum og verkið vinnst“. FV 9 1977 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.