Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.09.1977, Qupperneq 17
smiðja út um allt land. Margir bændur hafa komið til min að skoða verksmiðjuna. Menn sem voru fullir áhuga á að reisa slíka verksmiðju á jörðum sínum í samvinnu við nágranna sína, en á meðan hamast Alþingi við að sam- þykkja lög um byggingar nýrra grænfóðurverksmiðja. Ríkið á og rekur fjórar gras- kögglaverksmiðjur, og þar eru ágætismenn við stjórnvölinn, en hins vegar verður það alltaf mín skoðun, að það eigi aS vera bændur og fyrirtæki þeirra, sem eigi að sjá um landbúnað- arframleiðsluna. Það hefur allt- af vakið undrun mína, 'hvers vegna rikið er að vasast í þessu. FRAMLEIÐSLAN HEFST í APRÍL OG STENDUR FRAM í OKTÓBER Verksmiðjan í Brautarholti var endurbyggð 1972 og jafn- framt hófst framleiðsla á gras- kögglum jafnhliða grasmjölinu. Bændur hafa tekið mjög vel á móti þessari vöru. Við höfum reynt að hafa vöruna eins góða og kostur er, en það eru gæðin sem selja vör- una. Sem dæmi má nefna að til þess að bæta vöruna höfum við sl. tvö ár sett IV2—2% af lýsi í kögglana og í surnar byrjuð- um við að blanda í þá stein- efnum. Framtíðaráætlun er að auka enn frekari íblöndun efnisins eins og t.d. natron-lut sem eyk- ur meltanleika trénisins í gras- inu um 50—60%. Framleiðslan byrjar í apríl með því að undirbúa grænfóð- urakrana, sá í þá höfrum, rý- gresi og byggi og dreifa áburði á túnin. Siðan hefst sláttur um miðjan júní. Eftir það gengur framleiðslan dag og nótt, og í lok júlí er slætti á grasi venju- lega lokið. Framleiðslan stend- ur fram í október. Eftir það hefst plæging á grænfóður- ökrunum og vinna við nýrækt- ir. ÚTLIT FYRIR TREGARI SÖLUÁ GRASKÖGGLUM f ÁR Aðalmarkaðssvæði gras- kögglaverksmiðjunnar í Braut- arholti er Gullbringu- og Kjós- arsýsla, Húnavatnssýslur og Skagaf j arðarsýsla. — Venjulega er allt uppselt um áramót og hefur okkur þótt miður að eiga ekki nóg 'handa okkar viðskipavinum, því að vormarkaðurinn fyrir okkar vöru eru miklu meiri en haust- markaðurinn. Nú er hins vegar útlit fyrir miklu tregari sölu á grasköggl- um, vegna þess að verðhlutfall á milli innflutts kjarnfóðurs og graskögglanna er mjög óhag- stætt, sem byggist á því, að Efnahagsbandalagið niðurgreið- ir til útflutningsfyrirtækja allt að 14—15 þús. 'kr. á tonnið, og erlend fóðurblöndufyrirtæki virðast fá mjög óeðlilega hag- stæða aðstöðu hér á landi til þess að koma sinni vöru á markaðinn. GERA ÞARF RÁÐSTAFANIR TIL ÞESS AÐ ÞESSARI FRAMLEIÐSLU VERÐI EKKI GREITT ROTHÖGGIÐ — Nú þessa dagana eru þessi mál í endurskoðun hjá ríkis- stjórninni og vonandi gerir hún ráðstafanir til þess að þessi landbúnaðarframleiðsla, sem hefur sannað ágæti sitt verði ekki greitt rothöggið af erlend- um fóðursölum og markaðs- bandalögum. Við 'höfum gert ráð fyrir stækkun verksmiðju okkar, en eins og útlitið er í dag verður það að bíða um sinn. Áherslan verður frekar lögð á svínarækt- ina. Páll Ólafsson sagði í lok við- talsins: — Það vekur ugg þetta tal um orkuskort og hækkandi verð á olíu, og allar þær verk- smiðjur sem reknar erir í dag á þessu sviði eru hannaðar þannig, að þær nota svartolíu við þurrkunina, en ég er sann- færður um að í framjtíðinni verðum við að breyta þessum orikugjafa yfir í heitt v|jtn og rafmagn. Ef það tekst vel á þessi búgrein örugga fr^rptíð, sem stór þáttur í ísjenskri k jarnfóðurframleiðslu. Samningar BSRB: Laun af- greiðslu- fólks nærri 20% hærri en hjá V. R. Rætt við IVtagnús L. Sveinsson hjá V. R. — Það er augljóst að í kjöl- far nýgerðra samninga BSRB, verða verzfunarmenn að endur- skoða launasamninga sína frá grunni. Sem dæmi vil ég benda á, að hæsti launaflokkur verzl- unarmanna, 10. launaflokkur, sem í eru æðstu menn fyrir- tækja samkvæmt skýringum við st’arfsheiti í samningi þeirra, svarar til 9.—10. launaflokks ríkisstarfsmanna. En þar fyrir ofan hafa ríkisstarfsmenn 21 flokk fvrir fólk, sem ætla mætti að væri hærra sett en æðstu menn fyrirtækja á hinum al- menna vinnumarkaði, sam- kvæmt launastiga verzlunar- og skrifstofufólks. Slíkt er fráleitt og nær ekki nokkurri átt. Þannig fórust Magnúsi L. Sveinssyni, framkvæmdastjóra og varaformanni Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur orð í viðtali sem F.V. átti við 'hann á dögunum um kaup og kjör verzlunarfólks og nýgerða kjarasamninga BSRB. — Ertu ánægður með samn- ingana, sem gerðir voru 22. júní sl? — Menn eru aldrei fullkom- lega ánségðir með þá samninga sem gerðir eru. Aldrei er samið um nema hluta af þeim kröfum, sem fram eru settay. Þanpig var það' einnig rrjeð sóistöðu* samningana. Þyí qr hins veggi' ekki að neitá, 'að verulégur á- vinningúr varð viJj gerð þeirra. Stærsta sigurinn t<pl ég fólginn í því, að ^núa v^rnarbaráttu undanfafandi ára 1 só-kn fyrir auknum kappmætti launa, sem FV 9 1977 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.