Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 22
Auglýsingar:
Mikil aukning hjá fyrir-
tækjum vestan hafs
100 stærstu auglýsendur auka
útgjöld til auglýsinga
Hundrað stærstu auglýsendur í Bandaríkjunum juku útgjöld
sín til auglýsinga um 20 af hundraði á síðasta ári, sem er meiri
aukning en nokkru sinni fyrr. AIls eyddu þessi hundrað stór-
fyrirtæki 7,7 billjónum dollara í auglýsingar, sem er meira en
nokkru sinni fyrr. Útgjöld þessara hundrað fyrirtækja nema frá
18,3 milljónum dollara, til 445 milljónum dollara, sem efnavöru-
og hreinlætisvöriufyrirtækið Procter & Gamble Co. eyddi í aug-
Iýsingar.
hluta ísjakans, sem upp úr
stendur.
FKÁ MEXÍKÓ OG TYRK-
LANDI
Fyrirtækin hafa meiri á-
hyggjur af þeim skaða, sem
vörumerki þeirra verður fyrir
af þessum sökum em 'hugsan-
legu sölutapi. Talsmenn þeirra
segja, að eftirlíkingarnar, sem
saumaðar eru í Mexíkó og
Tyrklandi, séu gerðar úr svo
lélegum efnum, að þær missi
lögunina strax við fyrsta þvott.
„Það verður þegar vart fjand-
skapar út í okkur hjá neyt-
endum“, segir Peter Haac,
markaðsstjóri hjá Levi Strauss.
Dótturfyrirtækin viðurkenna
að þeim sé sjálfum um þessa
þróun að kenna. „Markaður-
inn óx úr hófi“, segir fulltrúi
Blue Bell og bendir á, að salan
á Wrangler-buxum hafi meir
en fjórfaldazt síðan 1971. Og
þeir hjá Levi Strauss viður-
kenna, að eftirspurn hafi farið
helming fram úr framboðinu
árið 1976 og fyrri part þessa
árs. Bæði fyrirtækin eru að
fjárfesta til að auka framleiðni.
SNÚIZT TIL SÓKNAR
Fyrirtækin reyna líka að
snúast til sóknar gegn fölsun-
unum. Blue Bell hefur sent
fulltrúa sína til að rekja slóð
eftirlíkimganna frá Þýzkalandi
suður á basara Miðausturlanda.
Levi Strauss gat fundið dreif-
ingaraðila eftirlíkinga í Þýzka-
landi og verksmiðju í Mexikó,
sem frarpleiddi þær. Fyrirtæk-
ið fékk síðan þýzku lögregluna
til að gera leit hjá 35 dreifing-
arfyrirtækjum í 'apríl. Hjá þeim
fundust um 16 þús. pör af þeim
35 þús., sem vitað er að hafa
komizt á. markað i Þýzkalandi.
Samt sem áður hafa forstöðu-
menn Levi Strauss og Blue
Bell miklar áhyggjur af þeim
milljónum eftirlíkinga, sem
boðnar hafa verið dreifingar-
aðilum. Óttazt er, að þær muni
brátt boðnar til sölu í Sviss,
Austurríki, ftalíu og Austur-
Evrópu eftir að þýzki markað-
urinm lokaðist.
99
Stórt stökk er frá Procter &
Gamble til næst stærsta aug-
lýsanda, General Motors, sem
eyðir 287 milljónum dollara. Þá
kemur matvælafyrirtækið Gen-
eral Foods með 275 milljónir,
póstverslunin Sears Roebuck
með 245 milljónir, efnavörufyr-
irtækið Warner Lambert með
199 milljónir, efnavörufyrirtæk-
ið Bristol-Myers með 189 millj-
ónir, Ford Motor Company
með 162 milljónir, matvælafyr-
irtækið American Home Pro-
ducts með 158 milljónir, tó-
baksfyrirtækið Philip Morris
með 149 milljónir og í tíunda
sæti er Mobil olíufélagið með
146 milljón dollara útgjöld til
auglýsinga á árinu 1976.
COCA COLA NR. 2"C'“
Svo tekin séú nokkur dæmi
um fyrirtæki, sem menn kann-
ast almennt við ,á þessum lista,
má nefna að bandaríska rikið
er númer 17 og eyðir 113 millj-
ónum dollara í auglýsingar,
Pepsi Cola er númer 23 og Coca
Cola nr. 26 og eyða bæði yfir
90 milljónum dollara. Kodak er
númer 37 með 74 milljónir doll-
ara og Volkswagen númér;-48,
hæst er'lendra bílainnflytjenda
til Bandaríkjanna og eyddi 60
milljónum dollara. Númer 76 og
77 eru Time Inc. og Polaroid
með 35 milljónir dollara hvort,
númer 83 Exxon (Esso) 32
milljónir dollara, númer 35
Trans World Airlines 28 millj-
ónir og hæst flugfélaga, númer
98 Shell, númer 99 Honda og
númer hundrað British Lev-
land.
Athyglisvert er að athuga
hversu miklu auglýsingar nema
af veltu fyrirtækjanna. Það fer
mjög mikið eftir eðli framleiðsl-
unnar og stærð þeirra eininga,
sem verið er að selja. Til dæm-
is er prósentan mjög lág af bíl-
um.
L YF J AFRAMLEIÐENDUR
HÆSTIR
Lyfjavöru- og snyrtivörufyr-
irtæki eyða meiru í auglýsing-
ar en nokkur önnur fyrirtæki,
og virðast lyfjaframleiðendur
hæstir. Block Drug Co. eyðir
23,6 prósentum af veltu í aug-
lýsingar og mörg önnur lyfja-
fyrirtæki eyða um 15 prósent-
um. Snyrtivörufyrirtækin eru
lægri og má nefna Revlon með
10 prósent, Gillette með 6,3 pró-
sent, Avon 3,2 prósent og John-
son & Johnson 4,6 prósent.
Bílaframleiðendur eyða 0,5 til
0,7% af sölu til auglýsenda og
matvælafyrirtæki 4—6%. Flug-
félög eyða flest rúmlega 1%,
olíufélög frá 0,1% til 0,5% og
áfengisframleiðendur um 3%.
Tóbaksfyrirtæki eyða frá 2 til
4% og bjórframleiðendur 3 til
4% af sölu.
FV 9 1977