Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.09.1977, Qupperneq 29
Viðskiptaþjónusta „Gíró er greiðslumáti nútímans99 Rætt við Birgi Hermannsson, forstöðumann póstgíróþjónustunnar — Eg tel að tvímælalaust megi segja að þróunin og reynslan a.f gíró-kerfinu hafi verið góð. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt a.llt frá byrjun 30. apríl 1971 án þess að nokkur risastökk hafi komið í notkunina, segir Birgir Hermannsson, forstöðumaður póstgírc'lþjónustunnar, í samtali við Frjálsa verzlun. — Með rcikninga hjá póstgíróstofunni eru nú 2490 aðilar, en í ársbyrjun voru þeir 2.153. „Það er ekkert sem heitir innistæðuleysi eða yfirdráttarvand- ræði hjá okkur“, segir Birgir Hermamisson. — Þannig hefur reikningum fjölgað jafnt og þétt með viss- um stíganda þó, en með fjölgun reikninga fylgir auðvitað tals- verð fjölgun á millifærslum hjá okkur og þannig hefur á iþessu ári orðið 95% aukning í færsl- um milli reikninga. Það líkar okkur auðvitað ákaflega vel, því segja má að það sé hið full- komna gíró, þegar báðir aðilar hafa sinn reikning og þjónust- a.n er fólgin í færslum þar á milli, sagði Birgir. — En það er hægt að notfæra sér gíróið án þess að vera sjálf- ur með reikning? — Vissulega. Þess eru ótal dæmi, að bara móttakandinn hafi reikning. Slíkt þekkjum við til dæmis í sambandi við happdrættismiða líknarfélag- anna, sem þú getur greitt með gíróseðli, sem sendur er til þín með happdrættismiðunum. Nú símareikningarnir eru gíróseðl- ar, sem þú getur borgað í póst- húsum og bönkum án þess að hafa gíróreikning sjálfur. Einn- ig er það til, að greiðandi hafi gírónúmer, en ekki viðtakandi greiðslunnar, en tveir reikning- ar og færsla þar í milli er eins og ég sagði áðan hið fullkomna gíró, enda er orðið sjálft komið úr grísku; guros, sem þýðir hringur. ÍSLAND EINA LANDIÐ, ÞAR SEM BANKAR OG PÓSTUR HAFA SAMSTARF UM GÍRÓÞJÓNUSTUNA — Þú minntist áðan á að hægt væri að borga gíróseðla í bönkum og pósthúsum. Er slíkt samstarf ekki sjaldgæft? — Jú. ísland er eina landið í heiminum, þar sem samstarf er milli bankastofnana og pósts- ins um gíróþjónustu. Erlendis hafa þessir aðilar hvor sitt gíró, þótt yfirleitt sé póstgíróið sterkari aðilinn, þar sem ég þekki til. En með þessu samstarfi hérna er líka unnt að bjóða upp á meiri þægindi. Ætli af- greiðslur Pósts og síma séu ekki um 200 talsins, en með bönkum og sparisjóðum verða mögulegir greiðslustaðir á fimmta hundraðið. Svo eru all- ir póstkassarnir, því það er auð- vitað hægt að senda okkur gíró- seðlana í pósti, og ætli póst- kassarnir í Reykjavik einni séu ekki um 100 talsins. Póstkass- arnir gera það að verkum, að við getum haldið því fram að póstgírótþjóniustan sé opin al- menningi allan sólarhringinn. EKKERT SEM HEITIR GÚMMÍTÉKKAR í GÍRÓI — Nú er gíróþjónustan að meginþætti flutningur á pen- ingum. Hvað mcð misnotkun? — Það er ekkert, sem 'heitir gúmmítékkur hjá okkur, og því erum við alveg lausir við inni- stæðuleysi eða yfirdráttar- vandamál. Áður en nokkur greiðsla er færð, er kannað, hvort innistæða sé á viðkom- andi reikningi og ef hún reyn- ist ekki vera fyrir hendi, þá fer engin greiðsla fram. í þeim til- fellum hringjum við í reikn- ingseigandann og látum hann vita, en það er engin greiðsla færð fyrr en hann hefur lagt inn á reikning sinn. Þannig er enginn möguleiki að svindla á kerfinu, hvað þetta snertir. — En ef ég borga nú í banka eða sparisjóði? FV 9 1977 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.