Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 38

Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 38
System/34 Rétt svar á reiöum höndum þar sem þörfin er. Lítil tölva — betri nýting IBM System/34, nýjasta tölvusamstæðan frá IBM, gerir meðalstórum fyrirtækjum hérlendis kleift að hagnýta tiltölulega ódýra tölvu á sama hátt og stórar og dýrar tölvusamstæður eru notaðar af stórfyrirtækjum og fyrirtækjasamsteypum. Fljótvirk og fyrirferðarlítil IBM System/34 er fljótvirkt og fyrirferðarlítið tölvukerfi, sem því næst hver sem er getur stjórnað eftir fárra tíma þjálfun. System/34 er gert í framhaldi af System/32, og hefur IBM á íslandi tilbúin forrit sérhönnuð fyrir íslenzk fyrirtæki fyrir hvers konar verkefni á viðskiptasviðinu. Vinnuskermur í hverri deild IBM System/34 býður þannig tilbúin forrit og vinnslukerfi, sem nýta má þegar í stað til upplýsingadreifingar á sérstaka sjónvarpsskerma með tilheyrandi lykilborði. Þannig getur tölvan sjálf til dæmis verið í kjallaraherbergi og unnið að útskrift yfirlitsreikninga á meðan starfsfólk í vöruafgreiðslum, söludeild, bókhaldi og aðalskrifstofu fær um beðnar upplýsingar um sölu- og birgðamál — hver deild á sínum eigin vinnuskermi. Afgreiðsla á augabragði IBM System/34 býður ódýra fjölvinnslu með möguleikum á að tengja vinnuskerma og/eða prentara beint við tölvuna eða gegn um símakerfið. Hvað er meðalstórt fyrirtækið lítið? Ef þér efist um að fyrirtæki yðar sé nógu stórt til að geta hagnast á IBM System/34 með því að nýta möguleika starfsfólksins til fulls með öruggu upplýsingastreymi jafnhliða margskonar færslumöguleikum — hafið samband við söludeild IBM á íslandi og fáið nánari upplýsingar um hæfni IBM System/34 fyrir starfsemi yðar. . _ Á ÍSLANDI KLAPPARSTÍG 27, REYKJAVÍK, SÍMI 27700 38 FV 9 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.