Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 42

Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 42
Víglundur: — Það væri æskileg -þróun og sveitarfélögin eiga að gera einhverjar lág- markskröfur um eigið fé fyrir- tækja eða meistara, þegar lóð- um er úthlutað. Þetta yrði til þess að menn sameinuðust frekar um verkin. Sannleikur- inn er sá, að fáir byggingar- meistarar hafa 'hagnazt á að byggja íbúðarhúsnæði. Rekstr- arfé hefur verið litið og þeir hafa orðið að selja á föstu verði og spá í verðbólguþróun fram í tímann. Oftast hefur verið um vanáætlun að ræða. Þörfin á að verðtryggingu sé beitt er aug- Ijós orðin en samt er ekkert gert til að sikera úr um hvort hún sé ólögleg eða ekki. F.V.: — Því hefur verið hald- ið fram, að auðveldara væri að kaupa tilbúið húsnæði nú en að byggja. Er það rétt? Víglundur: — Almennt séð er auðveldara að kaupa notað. Yfirleitt verða byggjendur nýs 'húsnæðis að snara út peningum fyrir öllum byggingarkostnaði á 18 mánuðum. Menn taka við áhvilandi lánum á eldra hús- næði, fá út á það lífeyrissjóðs- lán og hluta af húsnæðismála- stjórnarláni. Margir reikna þetta dæmi hins vegar út frá öðrum forsendum, þ.e. einstak- lingar, sem eru að byggja og telja sig komast ódýrar frá því að svo miklu leyti sem þeir leggja fram vinnu sjálfir. Hér er oft um mikla blekkingu að ræða. Byggingarframkvæmdir einkaaðilans taka yfirleitt lengri tíma en ef fagmenn eru að verki og þannig getur efnis- hækkun á lengri tíma þýtt tap sem nemur allri eigin vinnu, þannig að viðkomandi græðir ekki krónu á allri fyrirhöfninni og því varanlega líkamlega siiti, sem þetta leiðir oft af sér. Ég játa, að framkvæmdir einkaaðila geta orðið ódýrari en hjá meisturunum miðað við þær forsendur að þeir fái ek'ki tækifæri til að beita nýrri tækni. Núna eru úthlutanir á lóðum til einstaklinga ein af hindrununum fyrir meiri hag- kvæmni í byggingarstarfsemi, t.d. nýrri mótatækni, sem leiddi til lækkunar á byggingarkostn- aði. Ef byggingaverktökum og meisturum væru tryggðar lóðir til raðsmíði á einbýlishúsum mætti nota stöðluð mót og lækka kostnaðinn verulega. F.V.: — Byggingarkostnaður á Akureyri hefur stundum ver- ið borinn saman við kostnað hér á höfuðborgarsvæðinu og virðast Norðanmenn byggja ó- dýrar en gerist hér syðra. Hverjar eru skýringar á þessu? Víglundur: — Byggingaraðil- ar á Akureyri hafa getað rað- smíðað af því að Akureyrarbær hefur tryggt þeim nægilegt lóðamagn. Þar af leiðandi hafa þeir getað fjárfest í nýrri tækni, innleitt notkun bygg- ingarkrana og komið við hag- ræðingu, sem eykur framleiðni í byggingariðnaði. Þegar tækn- in er frumstæðari verða afköst hvers manns of lítil. En megin- forsendan fyrir að innleiða megi nýja og betri tækni er ör- uggt lóðaframboð, sem réttlæti nýja fjárfestingu. Annars eru margar hliðar á þessum saman- burði milli Akureyrar og höf- uðborgarsvæðisins. Því er ekki að leyna, að stærðarmunurinn á byggingarsvæðunum gerir mannaflskostnað hér meiri en fyrir norðan. Fjarlægðir eru meiri innan svæðis hér, fæðis- kostnaður meiri og allt 'hefur þetta áhrif til hæfckunar bygg- ingarkostnaðar. F.V.: — Þið eigið mjög um- talsverð viðskipti við Sements- verksmiðju ríkisins í hráefnis- kaupum. Hvernig hafa sam- skintin við hana gengið miðað við að þarna er um eins konar einkasölu ríkisins að ræða? Víglundur; — Þessi sam- skipti hafa batnað verulega undanfarin ár og þótt segja megi að verksmiðjan hafi einka- söluaðstöðu verður ekki fundið fyrir því eins mikið og fyrir nokkrum árum. Forráðamenn verksmiðjunn- ar hafa eflaust áttað sig betur á þeirri staðreynd að steypu- stöðvarnar hér á höfuðborgar- svæðinu 'kaupa um 40% af framleiðslu hennar eða allt að 60 þús. tonn á ári. Stöðvarnar kaupa allar laust sement, sem er tvímælalaust hagur verk- smiðjunnar. Af þessum sökum hafa steypustöðvarnar fengið nokkurn afslátt og greiðslu- fresti hjá verksmiðjunni. F.V.: — Hver hefur þróun sementsverðsins orðið hin síð- ustu ár? Víglundur; — Það hefur orð- ið geigvænleg hækfcun á sem- enti. Verðið hefur áttfaldazt síðustu 7 árin. Ástæðurnar eru fyrst og fremst olíukreppan og aðrar almennar verðhækkanir. Verksmiðjan hefur þarfnazt endurnýjunar, það hefur verið keypt nýtt skip, ný mylla reist og ennfremur ný pökkunarstöð. Þetta hefur verið borið uppi með hækkuðu verði. Innan fárra ára verður sementsofninn sjálfur endurnýjaður. F.V.: — Gæti verið hag- kvæmt að flytja inn sement í stað þess að kaupa það frá Sementsverksmiðju ríkisins? Víglundur: — Ef leyfi fengj- ust til að taka erlend l'án virð- ist einsýnt, að bygging myllu til að vinna úr innfluttu sem- entsgjalli myndi borga sig. Gjallið yrði þá malað hér og blandað gipsi en þess má geta að þetta gerir Sementsverk- smiðjan einmitt í verulegum mæli. Spurningin er hver eigi að annast slíkan innflutning. F.V.: — En hvað um inn- flutning á tilbúnu sementi? Víglundur — Það er mjög erfitt að komast inn á sements- markað í V-Evrópu. Þar ríkir bræðralag sementsframleið- enda, sem vilja framhald á vin- samlegum samskiptum. En á Spáni og í Portúgal er verðlag á sementi mjög hagstætt. Portúgalska sementið er ekkert síðra en n-evrópskt. Fob-verð- ið á hverju tonni er um 25 doll- arar af portúgalska sementinu á móti 30 dollurum norður í álfunni. Útsöluverðið hjá Sem- entsverksmiðjunni er núna 17.300 kr. tonnið án sölusfcatts en ég gizka á. að með öllum gjöldum, sem fylgja innflutn- ingi, þar með talin álagning og söluskattur, myndi útsöluverð á portúeölsku sementi geta orð- ið um 15 'þús. kr. tonnið. — Hvcrnis' er anna.rri hrá- efnisöflun háttað, þ.e. á sandi og möl? Víglundur: — Þetta er allt fengið úr sjónum nú orðið og 42 FV 9 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.