Frjáls verslun - 01.09.1977, Síða 48
Egilsstaðir:
Iðnaðar- og þjónustu-
starfsemin sprettur upp á
Egilsstöðum
Kaupfélagið og Byggingafélagið Brúnás eru stærstu vinnuveitcmlur
Þegar komið er til Egilsstaða fer ekki framhjá neinum, að þar er risinn upp uimtalsverður iðnaður
og þjónusta, og fer þessi starfsemi sívaxandi. Þá eru ennfremur nokkur verktakafyrirtæki starf-
andi á Egilsstöðum, og nær starfssvið beirra um allt Austurland. Þessi starfsemi á Egilsstöðum hef-
ur sprottið upp á hreint ótrúlega skömmum tíma ef miðað er við íslenzkar aðstæður, og til að stað-
festa það enn frekar, má benda á að fyrir 30 árum þ.e. 1947 voru innan við 20 manns búscttir á
Egilsstöðum, en íbúar kauptúnsins eru nú komnir yfir 1000, og bitast nú Egilsstaðir og Eskifjörð-
ur um að vera næst stærsta sveitarfélag á Austurlandi, á eftir Neskaupstað .
Þegar Frjáls verzlun átti leið
um Egilsstaði fyrir nokkru var
litast um í kauptúninu og eins
á Hlöðum fyrir norðan fljót og
litið á nokkur helztu fyrirtæki
og stofnanir kauptúnsins.
Að sjálfsögðu rákumst við
fyrst á stærsta fyrirtækið á
staðnum; Kaupfélag Héraðsbúa,
sem er nú meðal stærstu kaup-
félaga landsins, en á síðasta ári
nam heildarvelta þess 2700
milljónum króna, sem var 39%
aukning frá árinu áður. Kaup-
félagið er orðið rótgróin stofn-
un, varð 68 ára á þessu ári.
Upphaflega var aðalaðsetur
kaupfélagsins á Reyðarfirði, en
útibú á Egilsstöðum, en nú eru
höfuðstöðvarnar fluttar fyrir
löngu til Egilsstaða, en útibú
er á Reyðarfirði. Auk útibúsins
þar rekur kaupfélagið útibú á
Seyðisfirði og Borgarfirði
eystra. Fastráðið starfsfólk hjá
Kaupfélagi Héraðsbúa var um
s.l. áramót 108 manns, flestir á
Reyðarfirði og Egilsstöðum.
Ný mjólkurstöð í byggingu á Egilssit'öðum.
48
FV 9 1977