Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Síða 50

Frjáls verslun - 01.09.1977, Síða 50
Saumakonur við störf sín hjá Prjónastofunni Dyngju á Egilsstöðum. Austurlands, Bílaleiga Þráins Jónssonar, Bílaleigan Freyfaxi og Bílaleigan Tjaldur. Elzta cg jafnframt stærsta bílaleigan er sú, sem Þráinn Jónsson rekur. Sagðist hann hafa byrjað með 2-3 bíla fyrir nokkrum árum, en s.l. sumar hefði hann verið með 16 bíla, þar af helminginn Land Rover jeppa, og þrátt fyrir að bíla- leigum hafi farið fjölgandi á Egilsstöðum, hefði aldrei verið meira að gera en í sumar. Nú eftir að Smyrill sigldi til Seyð- isfjarðar á sumrin væri mikið um að útlendingar pöntuðu bíla og tækju þeir við þeim á Seyð- isfirði. • Stór bygginga- fyrirtæki Nokkur stór byggingafyrir- tæki eru á Egilsstöðum. Má þar nefna Trésmiðju Fljótsdalshér- aðs, sem framleiðir einbýlis- hús og sumarbústaði úr eining- um, og er framleiðsla fyrir- tækisips mest á Austfirði, frá Bakkafirði til suðurfjarðanna. Annað húsbyggingafyrirtæki, Húsiðjan starfar á Egilsstöðum og þá má einnig nefna Plast- verksmiðjuna Yl, sem fram- leiðir einangrunarplast, en framleiðsla fyrirtækisins fer um allt land m.a. til Reykja- vikur. En stærsta byggingarfyr- irtækið á Egilsstöðum er Brún- ás h.f., en það er um leið all- stórt verktakafyrirtæki. Annað verktakafyrirtæki er einnig á Egilsstöðum Gunnar og Kjartan hf., en þeir hafa séð um gerð Oddskarðsgangna m.a. Brúnás var stofnað á árinu 1958, og verður því 20 ára á næsta ári, og telst með langlíf- ari verktakafyrirtækjum í land- inu. Fyrstu árin tók félagið eng- in stór verkefni að sér, en 1965 —1966 kom mikill fjörkippur í fyrirtækið og frá þeim tíma hefur fyrirtækið sífellt stækk- að. Rekur það nú trésmíðaverk- stæði, steypustöð, framleiðir tvöfalt einangrunargler, og fyr- ir tæplega tveimur árum hóf fyrirtækið framleiðslu á hurð- um sem klæddar eru gerviefni og njóta þessar hurðir stöðugt meiri vinsælda enda mun ódýr- ari en hurðir eru almennt á ís- lenzkum markaði. Hver og einn kaupandi getur valið um lit og mynstur á hurð og nú er Brún- ás einnig farið að framleiða skáphurðir með þessari aðferð, sem er bandarísk, en allt efni til hurðaklæðningarinnar er keypt frá Florida. • Menntaskóli í byggingu Eins og fyrr getur er Brúnás einnig verktakafyrirtæki og eitt stærsta verkið, sem það er nú með er bygging menntaskóla á Egilsstöðum, sem ljúka á við 1979. Þá er fyrirtækið með 9 íbúða fjölbýlishús í byggingu og verða íbúðirnar seldar til- búnar undir tréverk og enn- fremur sér það um byggingu tollvörugeymslu á Reyðarfirði. Tæplega 60 manns starfa nú hjá Brúnás, og er það lang- stærsti vinnuveitandi á Egils- stöðum, að kaupfélaginu einu undanskildu. Viðhald og viðgerðir á bíl- um og þungavinnuvélum er snar þáttur í lífi margra á Eg- ilsstöðum, og eru nokkur fyrir- tæki starfandi á því sviði. Má þar nefna Feil s.f. sem er með varahlutaverzlun, bifreiðaverk- stæði og bílasölu, þá einu á Austurlandi, en bræðurnir Gunnar og Brynjólfur Vignis- synir reka þetta fyrirtæki. Bíla- rétting s.f. rekur bifreiðaverk- stæði og varahlutaverzlun, og er með umboð fyrir P. Stefáns- son og Heklu h.f. Þá rekur Vignir Brynjólfsson bifreiða- þjónustu, sem annast viðgerðir á hjólbörðum o.fl. Talsverður ullariðnaður er einnig á Egilsstöðum og er þar átt við Prjónastofuna Dyngju, sem annast prjónaskap og saumar einnig alls konar flik- ur til útflutnings. § Opinberar stofnanir Margar opinberar stofnanir hafa höfuðaðsetur á Egilsstöð- um fyrir Austfirði. Þar er um- dæmisstjóri Pósts og síma, að- alaðsetur Rafmagnsveitna ríkis- ins o.fl. Búnaðarsamband Aust- urlands er með skrifstofur á Egilsstöðum, en það rekur m.a. vinnuvélar, búvélaverkstæði og sæðingarstöð. # Læknamiðstöð Á Egilsstöðum er risin full- komin læknamiðstöð, þar sem gert er ráð fyrir að 4 læknar starfi, dýralæknir er á Egils- stöðum, tannlæknir og apótek- ari er að setjast að á þessum ört vaxandi stað. 50 FV 9 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.