Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 53
Kynningarbæklingar scm Álafoss hefur gefið út til upplýsinga um gæði og notkun íslenzka lopans en hann er notaður við prjónaskap erlen dis í vaxandi mæli. hér uppfrá er nú orðið um 5000 fermetrar og húsin fyrir neðan eru svipuð að stærð. Þá má geta þess að elzta húsið er frá 1896 eða jafngamalt fyrirtæk- inu. Aðspurður sagði Pétur að það kæmi fyrir að vegurinn í Mosfellssveit tepptist af og til yfir veturinn, en áætlunarbíll- inn í sveitina gengi á sama tima og vaktaskipti væru og segja mætti að Istarfsfólkið skiptist í tvo hluta, annars veg- ar það sem stoppaði lítið hjá fyrirtækinu, og svo hitt sem væri hjá því í fleiri ár, það væri sérstakt að fólk hætti, ef það hefði verið lengur en 1—2 ár í starfi. Þá sagði 'hann, að sveitarfé- lagið hefði vaxið það ört, að það hefði ekki náð að uppfylla allar „sosialþarfir“ t.d. væri á- standið í Mosfellssveit þannig, að þar væri hörgull á köldu va-tni, — ekki heitu. # Stærsti markaður í V-Evrópu Stærsti markaður Álafoss er- lendis er í V-Evrópu, og síðan kemur markaðurinn í Banda- ríkjunum. — Við eigum enn að geta aukið okkar markað í V- Evrópu, og það er aðeins eitt land, sem við 'höfum ekki náð fótfestu í, en það er Finnland. Við búum við mjög erfið út- flutningsskilyrði þangað af ein- hverjum ástæðum. Frjáls verzlun spurði Pétur hvort Álafoss hefði i huga að reyna að koma ullarfatnaði inn í karlmannatízkuna erlendis, nú þegar fyrirtækið hefði öðl- ast vissan sess í kvenfatatízk- unni. § Tilraun með karlmannafatnað — Á þessu ári gerðum við dá- litla tilraun með karlmanna- fatnað, og við veltum þvi fyrir okkur nú að hefja framleiðslu á þessum fatnaði og kannski eitthvað um leið á barnafatn- aði. Það tekur langan tíma að fikra sig áfram með þessi föt og síðan þarf að leita að góðum mörkuðum fyrir þau. — Er ekki gífurlega erfitt að standast hina miklu samkeppni, sem er erlendis? — Fyrir utan allar markaðs- áætlanir og auglýsingar sem er stór liður, er gífurlegt atriði að geta fjárfest i nýjum vélum, því það verður enginin sam- keppnisfær, nema hann endur- nýi vélar hjá sér eins ört og hægt er. Þvi miður eru af- skriftareglur í okkar þjóðfélagi mikill Þrándur í Götu. Verst koma þessar afskriftarreglur niður á fyrirtækjunum á verð- bólgutimum, en ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir þv-í. § Odýrara a& reisa olíukyndistöð Þá má líka bæta því við, svona að lokum, að mér finnst blóðugt að það s’kuli vera ó- dýrara fyrir Álafoss að reisa olíukyndistöð til gufufram- leiðslu, í stað þess að geta keypt rafmagnsorku. Rafmagn- ið er einfaldlega dýrara til þessa í okkar mikla fossalandi. 53 FV 9 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.