Frjáls verslun - 01.10.1977, Page 5
Togarafloti í höfn í Grimsby: Brezkir fiskimenn ætla nú að sækja
á ný cg fjarlægari mið, t.d. undan S.-Ameríku.
Parliamentary Group og er
fyrst og fremst ætlað það hlut-
verk að annast samskipti við
þingmenn á fslandi og taka
þátt í móttöku opinberra ís-
lenzkra gesta, er sækja Breta
heim.
SVARTSÝNN JOHNSON
Frank Judd ráðherra talaði í
nafni ríkisstjórnar sinnar, er
hann ræddi við okkur fyrr
þennan sama dag, og gerði þá
grein fyrir hinum opinberu
sjónarmiðum brezkra stjórn-
valda í viðskiptum við íslend-
inga út af landhelgismálum.
Um James Johnson gegnir
öðru máli. Hann talaði út frá
eigin sjónarhóli og lýsti eigin
skoðun á málunum en hann
hefur náið fylgzt með þróun
þeirra sem þingmaður og for-
maður í fiskveiðimálanefnd
þingflokks Verkamannaflokks-
ins.
Það var á Johnson að heyra,
að hanm teldi litlar lí'kur á að
nokkurt samkomulag yrði gert
við íslendinga úr þessu. Hann
sagði, að brezkum ráðamönn-
um þætti það miður, að ekkert
svar hefði borizt frá Reykjavík
um það hvort stjórnvöld þar
vildu hefja viðræður og sjá til
hvort ekki væri unnt að kom-
ast að sameiginlegum niðurstöð-
um.
Okkur heyrðist þingmaður-
inn vera úrkula vonar um að
nofckuð gerðist og sagði það al-
mennt viðhorf i fiskibæjunum
að samningar myndu ekki tak-
ast við fslendinga og brezka
stjórnin myndi ekki geta feng-
ið neinu ráðið um framtíð
fiskiveiða Breta við ísland
nema fullur vilji væri til sam-
komulags af hálfu íslenzkra
yfirvalda.
SÓTT Á ÖNNUR MIÐ
Jöhnson sagði, að atvinnu-
leysi væri vaxandi í fiskiðnað-
inum í Hull vegna lokunar
fiskimiða við ísland en nú
væru útgerðarfélögin sem óðast
að búa skip til veiða á nýjum
og fjarlægari miðum. Það væri
ráðgert að senda brezk fiski-
skip suður undir Falklandseyj-
ar við strendur Argentínu til
veiða og eins suður undir Afr-
íku. Varðandi veiðar við Arg-
entínu sagði Johnson að þær
gætu leitt til illinda i samskipt-
um við þarlend stjórnvöld en
brezk yfirráð á Falklandseyj-
um hafa lengi verið deiluefni
Breta og Argentínumanna.
Það var því á Johnson að
skilja, að það viðhorf væri
nokkuð áberandi í fiskibæjun-
um og hjá forráðamönnum
sjávarútvegsfyrirtækjanna, að
veiðar við fsland heyrðu for-
tíðinni til og því væri ráðlegt
að huga að nýjum lausnum á
vanda togaraútgerðarinnar og
stöðvanna, sem vinna úr hrá-
efninu í landi.
TELUR AUKNA FJÖL-
BREYTNI ATVINNULÍFS
ÓHJÁK V ÆMILEG A
Johnson er vel kunnugur ís-
lenzkum málefnum og hefur
kynnt sér uppbyggingu íslenzks
efnahagslífs sérstafclega vegna
umræðna um landhelgismálin.
Hjá honum kom greinilega
fram nokkur furða á því, að
íslendingar sfculi ekki leggja
sig fram um að auka fjöl-
breytni í atvinnulífinu i stað
þess að vera jafnháðir fiskveið-
um og raun ber vitni. Þarna
talaði fulltrúi brezka Verfca-
mannaflokksins og því var at-
hvglisvert að heyra, hve sjálf-
sagt og eðlilegt honum fannst
að Íslendingar tækju upp sam-
starf við erlend stórfyrirtæki
um nýjungar í íslenzku at-
vinnulífi, ef slík tækifæri byð-
ust á annað borð. Einmitt um
það leyti, sem við dvöldumst í
Bretlandi skýrðu brezkir fjöl-
miðlar frá því að samkomulag
hefði tekizt um að Ford-verk-
smiðjurnar hæfu starfrækslu
nýrrar bílaverksmiðju í Wales.
Vegna hins ótrygga ástands
á brezkum vinnumarkaði und-
anfarin ár hefur forráðamönn-
um erlendra stórfyrirtækja eins
og til dæmis í bílaiðnaðinum
ekki þótt beint fýsilegt að ráð-
ast í auknar fjárfestingar í
Bretlandi. En Henry Ford tók
þessa ákvörðun samt og það
var tíundað, að Callaghan, for-
sætisráðherra, hefði persónu-
lega tekið þátt i samningavið-
ræðum við Ford. Brezku blöð-
in töldu þetta meiriháttar sig-
ur fyrir forsætisráðherrann að
fá þarnnig erlenda fjárfestingu
til að auka atvinnutækifærin
í landinu.
James Johnson sagðist í allri
einlægni hafa áhyggjur af
framtíðaruppbyggingu íslenzks
efnahagslífs, ef fslendingar ætl-
uðu að treysta á sjávaraflann
og honum fannst liggja beint
við að leitað yrði samstarfs við
erlenda aðila um að auka fjöl-
breytni í íslenzku atvinnulífi
og öryggi þess.
fW 10 1977
15