Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 13
Á bjórstofu í Bretlandi. Það er sjálfsagður þáttur í daglcgu lífi fjöldans í Bretlandi að koma við á bjórstofu og neyta þar veitinga. og Shell Transport and Trading yfir 3000 milljónir sterlings- punda, um 60 fyrirtæki skráð í Bretlandi eru með hreinar eignir að upphæð 200 milljón pund. Meðal 20 mestu iðnaðar- samsteypa í Evrópu, sé miðað við árlega sölu eru fimm brezkar. Á síðari árum hefur gætt til- hncigingar til að sameina fyrir- tæki og endurskipuleggja og má segja að arðsemi í rekstri hafi meira og minna verið undir því komin að slíkar breytingar ættu sér stað vegna erfiðleika í brezku efnahagslífi. Þó að fyrirtækin hafi breytzt með þessum hætti eru hluthafar þó áfram margir. í mörgum tilfell- um eru það vátryggingarfélög og lífeyrissjóðir, sem eiga fram- leiðslufyrirtækin og því má segja, að þjóðfélagið á breiðum grundvelli hafi ítök í fyrii tækjarekstrinum. Það er sjald- gæft að fáir hluthafar ráði lög- um og lofum í brezkum fyrir- tækium. Til dæmis má geta þess að í meira en 40 stærstu hlutafélögunum eru hluthafar yfir 100 þús. í hverju um sig. Sé litið á mikilvægi einstakra greina framleiðsluiðnaðar í Bret- landi vegur framleiðsla á mat- vælum. drvkkjarvörum og tó- baki þvngst miðað við fram- leiðsluverðmæti. Þar næst kem- nr vélaframleiðsla, síðan efna- 'ðnaður. þá rafmagnsiðnaður og í fimmta sæti er bifreiðafram- leiðsla. 0 IVlatvælaiðnaöurinn Verðmæti afurða matvæla-, drvkkjarvöru- og tóbaksiðnað- arins er 12,4% af framleiðslu- ve’’ðmæli allra greina fram- leiðsluiðnaðarins brezka. í þess- ari grein eru starfsmenn um 700 bús. off útflutningur nemur 1.2 milljö’ðum sterlingspunda. Um tveir þriðju af öllu brauði. sem framleitt er i Bret- landi. kemur frá stórum vél- væddum bökunarverksmiðjum. f beim er stuðzt við framleiðslu- aðferðir. sem fundnar hafa ver- ið udd hjá sérstakri bökunar- ’-annsólrnarstofnun og víða er farið að nota utan Bretlands. f smærri bakaríunum eru köku- framleiðsla og konfektgerð mest ábsrandi. Tekex og aðrar kex- tegundir eru mjög viðamikill hluti af framleiðslunni og hafa hlctið viðurkenningu um heim allan. Innan þessarar framleiðslu- greinar er bruggun viskís þýð- ingarmikil. Skozkt viskí va’- fyrst bruggað á 15. öld og flest- ar betri tegundir eru blanda af 15 og upp í 40 einstökum viskí- tegundum, sem unnar eru úr ýmsum korntegundum. Sam- kvæmt lögum á að geyma skozkt viskí í ámum í þrjú ár að minnsta kosti en venjulega fær það að gerjast í fimm ár 1 ámu áður en það er sett á flösk- ur. Um fjórir fimmtu af árs- sölu fer til kaupenda erlendis. Bandaríkin kaupa nærri helm- ing af áfengisútflutningi Breta en Japan er næst stærsti mark- aðurinn. Framleiðsla Breta á gini hefur líka vaxið stöðugt síðan snemma á 6. áratugnum. Sumir áfengisframleiðendur eiga eigin verksmiðjur erlend- is. Brezkar tóbaksgerðir fram- leiða svo til allt tóbak, sem neytt er í Bretlandi. Tvær verk- smiðjusamstevpur framleiða meir en 90% af heildarfram- leiðslu Útflutningur úr þessari grein framleiðslu, aðallega á sígarettum, á sér stað til margra landa erlendis, þar á meðal .Saudi-Arabíu, Hollands og Belg- íu. Hráefnið fyrir tóbaksgerð- ina er flutt inn í stórum förm- um frá Bandaríkjunum, Kanada og Indlandi. í vélaiðnaðinum starfa fjöl- mörg fyrirtæki, sem búa til alls kyns vélar og tæki af mismun- andi gerðum. Þar á meðal eru byggingatæki, og vélabúnaður fyrir verksmiðjur og smærri á- höld fyrir verksmiðjur og skrif- stofur. Um helmingur af þess- ari framleiðslu er fyrir heims- markaðinn. Stærstu kaupendur stórvirkari tækja eru olíu- og efnaiðnaðarverksmiðjurnar, sem þjóðnýttar hafa verið, svo og British Steel Corporation, sem einnig er ríkisrekið fyrir- tæki. 0 Efnaiðnaðurinn Efnaiðnaðurinn í Bretlandi hefur verið hraðvaxandi á und- anförnum árum og skilað veru- legum hluta af gjaldeyristekj- um Breta. Árið 1975 námu tekjurnar af efnaiðnaðinum um 11% af heildargjaldevristekjum landsmanna. Miklar fjárfesting- ar eiga sér nú stað innan grein- arinnar en i Bretlandi starfa á þessu sviði fyrirtæki, sem eru FV 10 1977 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.