Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 45
ast neitað viðtölum, sem ætl- unin hefur verið að senda í út- varpi til A-Evrópu, starfsmönn- um BBC hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Tékkósló- vakíu og Ungverjalands og reyndar láta tékknesk stjórn- völd enn trufla útvarpssending- ar BBC. Öll umræða í útvarps- sendingum um skoðanir og að- gerðir andófsmanna i Sovét- ríkjunum fer mjög í taugarnar á ráðamönnum þar eystra. Blöð og aðrir opinberir fjölmiðlar hafa líka harðlega mótmaelt slíku útvarpsefni BBC og í seinni tíð hafa sovézk yfirvöld tekið upp þann háttinn að senda „persónuleg“ bréf, sem skrifuð eru í nafni einstaklinga, til að láta í ljós vanþóknun sína. Þess er hins vegar ekki gætt, að orðalagið á þessum bréfum er mjög svipað ef ekki það sama! RÆTT VIÐ MOSKVU- FRÉTTARITARA Hjá Associated Press hittum við David Mason, sem nú er yf- irmaður fréttastofunnar í Lond- on, en hann hafði áður starfað um árabil sem forstöðumaður skrifstofu AP í Moskvu. Hann sagðist hafa orðið þeirri stundu fegnastur þegar hann fékk að flytja þaðan til London. í orði kveðnu þættust Sovétmenn heimila fréttaflutning vest- rænna fréttamanna vestur yf- ir járntjald, en hins vegar væru þeim gerð störfin svo erfið að enginn_ .entist til að standa í þeim til lengdar. Mjög rækilega er fylgzt með öllum skrifum fréttamannanna um Sovétríkin og ef eitthvað þykir athugavert eru þeir teknir fyrir og lagðar fyrir þá gildrur. Falli menn í gildruna er þeim umsvifalaust vísað úr landi eða synjað um landvist í Sovétríkjunum, ef þeir eru staddir annars stað- ar, þegar látið er til skarar skríða gegn þeim. Sagði Mason, að þetta lágkúrulega framferði stjórnvaldanna væri gjörsam- lega óþolandi til lengdar og engin merki væru þess sjáan- leg ,að Sovétmenn agtluðu að virða ákvæði Helsinki-sáttmál- ans um aukið olnbogarými til upplýsingamiðlunar milli aust- urs og vesturs. TÖLVUVÆÐING í FRÉTTASTOFU Aðstoðarmaður Masons, Bandarikjamaðurinn Byron Bel- kind, gerði okkur í stuttu máli grein fyrir sögu AP og sýndi okkur fjarskiptamiðstöð frétta- stofunnar í London og aðstöðu fréttamannanna, sem taka á móti skeytum víðs vegar að úr veröldinni og senda þau áfram til áskrifenda að fréttaþjónustu AP í öllum heimsálfum. Frétta- mennirnir. sitjá fyrir framan tölvuskerma, því að nú skrifa þeir frásagnir sínar beint inn á tölvuheila og hann matar síð- an fjafskiþtatækin á útsending- Byron Belkind, aðstoðarfor- stöðumaður AP. í London. arefni. Frá því að fréttaskeyti kemur inn frá fjarlægum heimshluta og þar til það er tilbúið til sendingar áfram líða ekki nema ein eða tvær minút- ur. Þannig var t.d. um skeyti sem barst á telex frá Kenya, þegar við vorum staddir i fréttastofunni. Það fjallaði um siðustu uppátæki Idi Amin, þeg- ar hann ,,hvarf“ um skeið af yfirborðinu og menn héldu hann dauðan. Eftir örskamma stund var þetta skeyti komið inn í fjarskiptakerfi AP og sent út um allan heim. SAGA AP Associated Press var upphaf- lega samband sex dagblaða í New York, sem með samstarfi vildu lækka kostnað við frétta- öflun utan borgarinnar. Það er talið að meira en milljarður manna í heiminum hafi aðgang að fréttum eða myndum, sem AP sendir frá sér á degi hverj- um. Upphafsstafirnir frægu — (AP) — birtast í inngangi frétta á hundruðum tungumála. Meir en 10 þúsund dagblöð og útvarps- og sjónvarpsstöðvar i rúmlega 110 löndum fá fréttir AP daglega. Starfandi hjá fréttastofunni eru 2500 frétta- menn og ljósmyndarar í 60 löndum utan Bandaríkjanna og David Mason, fyrrverandi for- stöðumaður Moskvuskrifstofu AP og núverandi forstöðumað- ur fréttastofunnar í London. í 107 borgum innan þeirra. Þar að auki eru hundruð annarra fréttaritara í hlutastarfi við öfl- un frétta og mynda fyrir frétta- stofuna. Stjórn AP er þannig skipuð, að 18 blaðaútgefendur í Banda- ríkjunum og eigendur útvarps- og sjónvarpsstöðva eru kjörnir til þriggja ára af samtökum útgefendanna, sem að frétta- stofunni standa. Heildarútgjöld FV 10 1977 55

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.