Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Síða 15

Frjáls verslun - 01.11.1978, Síða 15
ordspor Mikið innanhússtríð hefur staðið hjá útvarpinu vegna morgundagskrárinnar. Jón Múii Árnason, sem um árabil hefur verið morgunþulur í útvarpinu, er nú hættur því og hefur skipt um vinnu við konu sína, Ragnheiði Ástu Pétursdóttur. Sagt er að Jón Múli hafi verið sármóðg- aður yfir því að sífellt styttist sá tími, sem hann hafði til að snakka um höfuðborg- arsólina og spila plötur. Um þverbak keyrði, þegar Morgunpósturinn hóf göngu sína. Þá var Jóni nóg boðið og Stjórnunarfélag íslands fékk hingað til lands bandarískan fyrirlesara til að fjalla um fjárlagagerð og rekstur opinberra stofnana, sem hefur verið tekinn tilgagn- gerrar endurskoðunar vestanhafs. Sýndist þeim Stjórnunarfélagsmönnum sem þarna vœri á ferðinni uppfrœðingarefni, sem íslenzkir alþingismenn mvndu ein- hvers meta og tœkju fegins hendi. Það reyndist hins vegar ekki. Alþingismönn- um var boðið til fyrirlestra hjá hinum bandaríska fjárlagasérfrœðingi en það voru aðeins fjórir, sem töldu sig hafa eitt- hvert gagn af upplýsingum þessa banda- ríska frœðimanns. Fleiri mœttu víst ekki. Ábyrgir aðilar í fjármálaráðuneytinu eru farnir að spá því í fullri alvöru að verðbólga á næsta ári verði ekki aðeins í kringum 50% eins og verið hefur á því ári, sem senn er að Ijúka, heldur fari hún jafnvel upp í 70% 1979. Nýi meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gerzt stórtœkur í sparnaðarráðstöfunum. Ákveðið hefur verið að sú venja að gefa litlu börnunum epli á jólaskemmtunum í skólum borgar- innar verði lögð af. Sparar þetta að sjálf- sögðu einhverjar krónur þó mörgum finnist að ráðizt sé á garðinn þar sem hann er lœgstur. Sögusagnir ganga um að endurbætur á síldarverksmiðjunni á Skagaströnd muni kosta um einn og hálfan milljarð. Verið er að gera verksmiðjuna klára til loðnu- vinnslu og er víst fyrirhugað að hún geti hafið starfsemi á sumaryertíð næsta ár. Verksmiðja þessi, sem er í eigu Síldar- verksmiðja ríkisins, hefur að mestu staðið ónotuð síðan í stríðslok en nú hafa , vélar hennar verið rifnar upp og nýjar keyptar. Þá hefur verið unnið að um- fangsmiklum viðgerðum á húsi verk- smiðjunnar, auk þess sem byggja verður nýja mjölgeymslu, þar sem sú gamla var seld og gerð að skipasmíðastöð. Sagt er að Lárus Ævar Guðmundsson, sveitar- stjóri á Skagaströnd, verði fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar. • Kosning í útvarpsráð mun fara fram á alþingi í desember. Athygli vekur, að Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að a/þingis- menn og ritstjórar eigi ekki að sitja í ráð- inu. Vi/I hann þar með greinilega útiloka m.a. Þórarin Þórarinsson, ritstjóra, nú- verandi formann ráðsins, og einnig Ólaf Ragnar Grímsson, alþingismann og flokksbróður sinn, sem margir höfðu talið líklegan formann nœsta útvarpsráðs. Ragnar ráðherra skipar formann ráðsins og litur út fyrir að Ólafur Ragnar Gríms- son eigi ekki upp á pallborðið hjá honum. Ólafur R. Einarsson, sem sceti hefur átt í útvarpsráði fyrir Alþýðubandalagið, er sagður vera meira að skapi Ragnars Arn- alds. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.